5. desember 2007 kl. 16:30,
bæjarstjórnarsalur
Fundinn sátu
Fundargerð ritaði
Stefán Ómar Jónsson bæjarritari
Dagskrá fundar
Fundargerðir til kynningar
2. Heilbrigðiseftirlit Kjósarsvæðis, fundargerð 7. fundar200711215
Til máls tóku: MM, HSv, HS, KT og JS.%0DFundargerð 7. fundar Heilbrigðisnefndar Kjósarsvæðis lögð fram á 480. fundi bæjarstjórnar.
3. Samband íslenskra sveitarfélaga, fundargerð 748. fundar200711219
Fundargerð 748. fundar Sambands ísl. sveitarfélaga lögð fram á 480. fundi bæjarstjórnar.
4. Stjórn SSH, fundargerð 313. fundar200711222
Til máls tók: HS.%0DFundargerð 313. fundar SSH lögð fram á 480. fundi bæjarstjórnar.
5. Samvinnunefnd um svæðisskipulag höfuðborgarsvæðisins, fundargerð 4. fundar200711224
Til máls tóku: JS og HSv.%0DFundargerð 4. fundar Samvinnunefndar um svæðisskipulag höfuðborgarsvæðisins lögð fram á 480. fundi bæjarstjórnar.
Almenn erindi
6. Niðurstaða dómnefndar um hönnun skóla og skólastefnu Krikaskóla.200711292
Tillögurnar fjórar verða settar á fundargáttina eftir helgina þegar dómnefnd hefur endanlega lokið vali á tillögu.
Í upphafði gaf forseti formanni dómnefndar, Herdísi Sigurjónsdóttur, orðið og fór hún yfir helstu niðurstöður dómnefndar, sem voru þessar helstar.%0D%0DNiðurstaða dómnefndar um hönnun skóla og skólastefnu Krikaskóla.%0DSeinni umferð forvals um hönnun og mótun skólastefnu Krikaskóla er svokallað samningskaupaferli. Valdir voru 4 ráðgjafarhópar og sendu þeir inn bæði metnaðarfullar og áhugaverðar tillögur. Samráð hópanna við dómnefnd og ráðgjafa Mosfellsbæjar leiddi af sér umbætur á tillögum og aukin skilning verkkaupa á hugmyndum ráðgjafarteymanna, bæði um hugmyndir hópanna um skólastefnu, en einnig um gerð húss og hugmyndir um rekstur og skólastarf.%0D%0DAfrakstur þessa samráðsferils er í íslensku, skólasögulegu samhengi nokkuð einstakur og án efa líka út frá sjónarhorni arkitekta- og hönnunarsögu íslenskra skólabygginga. Allar tillögurnar eru mjög frambærilegar, hver og ein einstök og með sérstöðu, þó allar hafi í öllum helstu aðalatriðum fylgt forsögn Mosfellsbæjar um mótun byggingar og skólastarfs Krikaskóla.%0D%0DAð mati dómnefndar stóð þó ein tillaga upp úr en það var tillaga skólaráðgjafanna Helga Grímssonar, Andra Snæs Magnasonar og Sigrúnar Sigurðardóttur og arkitektanna frá Einrúmi og Arkiteó, ásamt Suðaustanátta landslagsarkitektúr og VSB-verkfræðistofu. %0D%0DÞeir þættir sem vógu þar þyngst voru meðal annars hversu metnaðarfull, frumleg og áhugaverð tillagan er bæði hvað varðar skólastefnu sem og þeirrar umgjarðar sem henni er skapaður í skólahúsnæði og lóð.%0D%0DTil máls tóku: HS, KT, JS og HSv.%0D%0DForseti þakkaði dómnefndinni og öllum þeim sem að komu kærlega fyrir þá vinnu sem lögð hefur verið í dómnefndarstörfin og undir það tóku allir bæjarstjórnafmenn.%0D%0DTillaga um að staðfesta niðurstöðu dómnefndar Krikaskóla um að velja tillögu skólaráðgjafanna Helga Grímssonar, Andra Snæs Magnasonar og Sigrúnar Sigurðardóttur og arkitektanna frá Einrúmi og Arkiteó, ásamt Suðaustanátta landslagsarkitektúr og VSB-verkfræðistofu, samþykkt með sjö atkvæðum.
7. Fjárhagsáætlun 2008. Fyrri umræða.200711033
Bæjarstjóri fór all ítarlega yfir fyrirliggjandi rekstrar- og fjárhagsáætlun bæjarsjóðs og stofnana hans fyrir árið 2008 og gerði grein fyrir helstu atriðum s.s. rekstri, eignabreytingum o.fl. atriðum.%0DBæjarstjóri þakkaði að lokum öllum forstöðumönnum sem komu að vinnu við undirbúning fjárhagsáætlunar fyrir árið 2008 fyrir framlag þeirra.%0D%0DForseti og þeir bæjarfulltrúar sem til máls tóku þökkuðu bæjarstjóra og forstöðumönnum bæjarins fyrir framlag þeirra til þeirrar fjárhagsáætlunar sem nú liggur fyrir.%0D%0DTil máls tóku: HSv, JS, MM, KT, HS og HP.%0D%0DTillögur bæjarfulltrúa Samfylkingar vegna fjárhagsáætlunar fyrir árið 2008 við fyrri umræðu í bæjarstjórn Mosfellsbæjar 5.desember 2007%0D%0D1. Fasteignaskattur A lækki um 10% frá fyrirliggjandi tillögu þannig að álagningarprósentan verði 0,205%.%0DÁ undanförnum árum höfum við flutt tillögur um lækkun álagningarprósentu fasteignaskatts á íbúðarhúsnæði vegna þeirrar gífurlegu hækkunar á fasteignamati sem átt hefur sér stað á umliðnum árum. Í fjárhagsáætluninni er nú gert ráð fyrir 10% meðalhækkun fasteignamats.%0D%0D2. Að 9. tíminn í leikskólavistun á 5 ára deildum verði einnig gjaldfrjáls eins og hinir 8 tímarnir.%0D%0D3. Að gjaldskrá leikskóla lækki um 10% miðað við fyrirliggjandi tillögu í fjárhagsáætlun og taki ekki hækkunum á árinu 2008 eins og gert er ráð fyrir í fjárhagsáætluninni. Jafnframt verði á árinu unnin áætlun um gjaldfrjálsan leikskóla í áföngum.%0D%0D4. Að gjaldskrár skólamáltíða í grunn- og leikskólum verði ekki hærri en svo að gjaldið standi undir hráefniskostaði.%0D%0D5. Að húsaleiga í félagslegum leiguíbúðum hækki einungis samkvæmt ákvæðum gildandi gjaldskrár en ekki um 9% eins og gert er ráð fyrir í fjárhagsáætluninni. Forsendur hækkunarinnar sem gert er ráð fyrir í áætluninni bera vott um grundvallar misskilning um rekstur félagslegs leiguhúsnæðis að mati Samfylkingarinnar. Tilgangur með útleigu þessa húsnæðis er ekki að afla bæjarfélaginu tekna heldur sá að útvega því fólki húsnæði sem vegna stöðu sinnar getur ekki keypt eða leigt húsnæði á almennum markaði. %0D%0D6. Félagsleg heimaþjónusta vegna aldraðra, fatlaðra og sjúkra verði gjaldfrjáls.%0D%0D7. Að veittar verði 10 millj.kr. í fjárhagsáætluninni til sérstaks átaks sem beinist gegn félagslegum vandamálum barna og unglinga svo sem vímuefnanotkun þeirra og afbrotum. Í samstarfi fjölskylduefndar, fræðslunefndar og íþrótta- og tómstundanefndar verði þetta starf mótað. %0D%0D8. Að öðru leyti hækki gjaldskrár ekki nema um 2% í stað 4% eins og áætlunin gerir ráð fyrir.%0D%0D9. Reglur um niðurgreiðslur leikskólagjalda verði endurskoðaðar einkum með tilliti til ákvæða um að báðir foreldrar skuli vera í námi til að eiga rétt á niðurgreiðslum þ.e. að nægjanlegt sé að annað foreldrið sé í námi til að eiga þann rétt. Gert verði ráð fyrir fjármunum til þessa í fjárhagsáætluninni. Áætlað verði fyrir þessum kostnaði á milli umræðna um áætlunina.%0D%0D10. Fjármunum verði varið í miðlægan sjóð á fræðslusviði til að mæta langtíma fjarvistum starfsfólks fræðslustofnana bæjarins. Unnið verði í samráði við forstöðumenn viðkomandi stofnana tillögur um útfærslu og upphæð fjármuna í sjóðinn og þær lagðar fram á fundi bæjarstjórnar við síðari umræðu um fjárhagsáætlunina%0D%0D11. Samfylkingin leggur til að sem fyrst verði ráðinn til starfa starfsmaður til að sinna atvinnu- og ferðamálum. Í þeim málaflokki liggja ónýtt mörg tækifæri til aukinnar þjónustu og atvinnusköpunar í bæjarfélaginu.%0D%0DJónas Sigurðsson og Hanna Bjartmars.%0D%0DSamþykkt með sjö atkvæðum að vísa fjárhagsáætluninni, og framkomnum breytingartillögum, til síðari umræðu í bæjarstjórn þann 20. desember nk.
Fundargerðir til staðfestingar
8. Bæjarráð Mosfellsbæjar - 854200711034F
Fundargerð 854. fundar bæjarráðs lögð fram til afgreiðslu eins og einstök erindi bera með sér.
9. Bæjarráð Mosfellsbæjar - 855200711031F
Fundargerð 855. fundar bæjarráðs lögð fram til afgreiðslu eins og einstök erindi bera með sér.
9.1. Erindi Gefjunar varðandi innheimtu á byggingargjöldum 200608019
Áður á dagskrá 784. fundar bæjarráðs þar sem bæjarritara var falið að skoða málið. Með fylgir minnisblað bæjarritara og álitsgerð Þórunnar Guðmundsdóttur.
Niðurstaða þessa fundar:
Frestað.
9.2. Hitaveita og fráveita í hesthúsahverfi 200705223
Áður á dagskrá 837. fundar bæjarráðs, hér til upplýsingar um niðurstöðuna í málinu.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 855. fundar bæjarráðs, staðfest á 480. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
9.3. Minnisblað bæjarverkfræðings varðandi lóðir við Bjargslund 200711199
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 855. fundar bæjarráðs, staðfest á 480. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
9.4. Erindi Sorpu varðandi útkomuspá 2007 og rekstraráætlun 2008 200710203
Niðurstaða þessa fundar:
Lagt fram.
9.5. Erindi Alþingis varðandi umsögn um frumvarp um almenningssamgöngur 200711132
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 855. fundar bæjarráðs, staðfest á 480. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
9.6. Erindi Landgræðslunnar varðandi uppgræðslu á Mosfellsheiði, Hengilssvæði og nágrenni 200711133
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 855. fundar bæjarráðs, staðfest á 480. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
9.7. Erindi Snorraverkefnisins varðandi styrk fyrir sumarið 2008 200711135
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 855. fundar bæjarráðs, staðfest á 480. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
9.8. Erindi Alþingis varðandi umsögn um frumvarp til umferðarlaga 200711140
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 855. fundar bæjarráðs, staðfest á 480. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
9.9. Sjórn skíðasvæða höfuðborgarsvæðisins, kynnt rekstrar- og framkvæmdaáætlun 2008 200711051
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 855. fundar bæjarráðs, staðfest á 480. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
9.10. Fjárhagsáætlun 2008 200711033
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 855. fundar bæjarráðs, staðfest á 480. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
9.11. Minnisblað bæjarstjóra varðandi útsvarsprósentu 2008 200711167
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 855. fundar bæjarráðs, staðfest á 480. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
9.12. Erindi Sambands sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu varðandi húsnæðismál Fjölsmiðjunnar 200711187
Niðurstaða þessa fundar:
Frestað.
9.13. Erindi Monique van Oosten varðandi framleigu á leigusamningi Selholts 200711201
Niðurstaða þessa fundar:
Frestað.
9.14. Erindi íbúa við Þrastarhöfða 2-12 varðandi hraðahindrun 200711202
Niðurstaða þessa fundar:
Frestað.
10. Bæjarráð Mosfellsbæjar - 856200711039F
Fundargerð 856. fundar bæjarráðs lögð fram til afgreiðslu eins og einstök erindi bera með sér.
10.1. Erindi Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu varðandi húsnæðismál Fjölsmiðjunnar 200711187
Var frestað á 855. fundi bæjarráðs.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 856. fundar bæjarráðs, staðfest á 480. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
10.2. Erindi Monique van Oosten varðandi framleigu á leigusamningi Selholts 200711201
Var frestað á 855. fundi bæjarráðs.
Niðurstaða þessa fundar:
Til máls tóku: MM og SÓJ.%0DAfgreiðsla 856. fundar bæjarráðs, staðfest á 480. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
10.3. Erindi íbúa við Þrastarhöfða 2-12 varðandi hraðahindrun 200711202
Var frestað á 855. fundi bæjarráðs.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 856. fundar bæjarráðs, staðfest á 480. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
10.4. Endurskoðun fjárhagsáætlunar 2007 200711120
Áður á dagskrá 853. fundar bæjarráðs. Lagt er fram minnisblað fjármálastjóra varðandi byggingarrétt og uppbyggingarframlög.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 856. fundar bæjarráðs, staðfest á 480. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
10.5. Fjárhagsáætlun 2008 200711033
Áður á dagskrá 855. fundar bæjarráðs.%0D
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 856. fundar bæjarráðs, um að vísa fjárhagsáætlun til fyrri umræðu, staðfest á 480. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
10.6. Erindi Legis ehf. varðandi heitavatnsréttindi vegna Bræðratungu Mosfellsbæ 200705060
Áður á dagskrá 823. fundar bæjarráðs þar sem erindinu var vísað til bæjarritara til umsagnar.
Niðurstaða þessa fundar:
Lagt fram.
10.7. Erindi Umtaks ehf. varðandi lóðir Langatanga 3 og 5 200709108
Áður á dagskrá 849. fundar bæjarráðs þar sem bókað var að ekki væri hægt að verða við erindinu.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 856. fundar bæjarráðs, staðfest á 480. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
10.8. Desjamýri, úthlutun lóða, úthlutunarskilmálar o.fl. 200710035
Hérna er lagt fram fyrsta yfirlit yfir lóðarumsónir í Desjamýri.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 856. fundar bæjarráðs, staðfest á 480. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
10.9. Frá Vorboðum - kór eldri borgara - vegna kóramóts 2008. 200711209
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 856. fundar bæjarráðs, staðfest á 480. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
10.10. Erindi Iðnaðarráðuneytisins varðandi vöntun á raflögnum fyrir þriggja fasa rafmagn 200711221
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 856. fundar bæjarráðs, staðfest á 480. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
10.11. Erindi Stígamóta varðandi fjárbeiðni fyrir árið 2008 200711225
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 856. fundar bæjarráðs, staðfest á 480. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum
10.12. Erindi Skattaþjónustunnar ehf. varðandi nýbýlið Sólheima í Mosfellsbæ 200709138
Áður á dagskrá 843. fundar bæjarráðs þar sem bæjarstjóra var falið að ræða við bréfritara.
Niðurstaða þessa fundar:
Frestað.
10.13. Erindi Reykjavíkuborgar varðandi uppgjör viðskiptaskulda vegna skíðasvæðanna 200711258
Niðurstaða þessa fundar:
Frestað.
11. Atvinnu- og ferðamálanefnd Mosfellsbæjar - 67200711037F
Fundargerð 67. fundar Atvinnu- og ferðamálanefndar lögð fram til afgreiðslu eins og einstök erindi bera með sér.
12. Fjölskyldunefnd Mosfellsbæjar - 100200711035F
Fundargerð 100. fundar fjölskyldunefndar lögð fram til afgreiðslu eins og einstök erindi bera með sér.
12.1. Fjölskyldusvið, fjárhagsáætlun 2008 200711228
Niðurstaða þessa fundar:
Lagt fram.
12.2. Reglur fjölskyldusviðs, endurskoðun 200711024
Niðurstaða þessa fundar:
Til máls tóku: MM, HS, HSv, JS og HP.%0DAfgreiðsla 100. fundar fjölskyldunefndar, staðfest á 480. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
12.3. Gjaldskrár fjölskyldusviðs frá 1.1.2008 200711121
Niðurstaða þessa fundar:
Til máls tóku: MM, HSv, UVI, JS, KT, HS, HBA og HP.%0D%0DBókun bæjarfulltrúa B-lista.%0DÞað verkur athygli og undrun að fjölskyldunefnd undir forystu vinstri grænna skuli leggja til allt að 9% hækkun umfram neysluvísitölu á húsaleigu á félagslegum íbúðum. Þessi ákvörðun meirihlutans í Mosfellsbæ eru kaldar kveðjur til þess hóps sem hefur sannanlega þörf fyrir ódýrt húsnæði og vafasamt að benda á þenslu á húsnæðismarkaði sem rökstuðning fyrir þessari gríðarlegu hækkun.%0D%0DBókun bæjarfulltrúa D og V lista.%0DBæjarfulltrúar D og V lista benda á að sérstakar aðgerðir eru í félagalega kerfi bæjarfélagsins til að koma til móts við tekjulægstu íbúa þess. Þar má sérstaklega nefna húsaleigubótakerfið auk sérstakra húsaleigubóta sem stendur fyrir dyrum að taka upp hjá Mosfellsbæ. Þessi breyting á gjaldskrá félagslegs húsnæðis er í fullkomnu samræmi við reglur Íbúðalánasjóðs um útreikning húsaleigu í félagslegu leiguhúsnæði. Að öðru leyti vísa bæjarfulltrúar meirihlutans til afgreiðslu fjárhagsáætlunarinnar þegar hún verður tekin til seinni umræðu.%0D%0DAfgreiðsla 100. fundar fjölskyldunefndar, staðfest á 480. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
12.4. Kynning á rannsóknarverkefni 200709209
Niðurstaða þessa fundar:
Frestað.
12.5. Erindi KHÍ varðandi rannsóknina Þekking barna á ofbeldi á heimilum 200711106
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 100. fundar fjölskyldunefndar, staðfest á 480. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum
13. Menningarmálanefnd Mosfellsbæjar - 123200711021F
Fundargerð 123. fundar menningarmálanefndar lögð fram til afgreiðslu eins og einstök erindi bera með sér.
13.1. Vinabæjarmálefni 2007-8 200709063
Niðurstaða þessa fundar:
Lagt fram.
13.2. Tendrun jólaljósa og árleg jólatrésskemmtun 200711165
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 123. fundar menningarmálanefndar, staðfest á 480. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
13.3. Menningarhús í Mosfellsbæ 200711161
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 123. fundar menningarmálanefndar, staðfest á 480. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
13.4. Menningarráð í Mosfellsbæ 200711160
Niðurstaða þessa fundar:
Til máls tóku: HBA, KT, BÞÞ, HSv og JS.%0DLagt fram.
14. Menningarmálanefnd Mosfellsbæjar - 124200711040F
Fundargerð 124. fundar menningarmálanefndar lögð fram til afgreiðslu eins og einstök erindi bera með sér.
14.1. Fjárhagsáætlun 2008 - menningarmálasvið 200711268
Niðurstaða þessa fundar:
Lagt fram.
15. Skipulags- og byggingarnefnd Mosfellsbæjar - 215200711036F
Fundargerð 215. fundar skipulags- og byggingarnefndar lögð fram til afgreiðslu eins og einstök erindi bera með sér.
15.1. Fjárhagsáætlun 2008 200711033
Niðurstaða þessa fundar:
Lagt fram.
15.2. Erindi Viðars Þórs Haukssonar varðandi byggingarlóð við Litlakrika 25 200711028
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 215. fundar skipulags- og byggingarnefndar, staðfest á 480. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
15.3. Blikastaðir 2, beiðni um geymslu byggingarefnis 200711002
Gissur Jóhannsson óskar þann 6. nóvember 2007 f.h. Gissurs og Pálma ehf. eftir því að fá að geyma vinnuskúra, tæki og ýmislegt byggingarefni á lóðinni. Frestað á 214. fundi.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 215. fundar skipulags- og byggingarnefndar, staðfest á 480. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
15.4. Ósk um skráningu heitisins Efri-Klöpp í Elliðakotslandi 200711058
Gunnar Júlíusson óskar þann 8. nóvember eftir því að nafn fasteignar hans á landi nr. 125248 við Geitháls verði skráð sem Efriklöpp eða til vara Efriklöpp við Suðurlandsveg. Frestað á 214. fundi.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 215. fundar skipulags- og byggingarnefndar, staðfest á 480. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
15.5. Helgadalsvegur 3-7, ósk um breytingu á deiliskipulagi 200711060
Sigríður Rafnsdóttir og Rafn Jónsson óska þann 7. nóvember eftir því að samþykkt verði meðfylgjandi deiliskipulagstillaga, sem gerir ráð fyrir því að lóð nr. 5 við Helgadalsveg verði skipt í tvær lóðir. Frestað á 214. fundi.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 215. fundar skipulags- og byggingarnefndar, staðfest á 480. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
15.6. Í Miðdalslandi 125375, ósk um breytingu á deiliskipulagi 200711067
Ólafur Örn Ólafsson óskar þann 7. nóvember eftir því að fá að sameina 2 lóðir með landnúmerum 125375 og 124376 í eina lóð með landnúmeri 125375. Í erindinu felst einnig fyrirspurn um það hvort leyft yrði að byggja á landinu sumarhús skv. meðfylgjandi teikningum í stað tveggja sumarhúsa sem þar eru nú. Frestað á 214. fundi.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 215. fundar skipulags- og byggingarnefndar, staðfest á 480. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
15.7. Deiliskipulag miðbæjar Mosfellsbæjar 200504043
Umræða um tillögur sem kynntar voru á 212. fundi.
Niðurstaða þessa fundar:
Lagt fram.
15.8. Skuggabakki 12 umsókn um stækkun 200706113
Grenndarkynningu á tillögu að kvistbyggingu ofan á húsið er lokið með því að allir þátttakendur hafa lýst yfir samþykki sínu með áritun á uppdrátt.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 215. fundar skipulags- og byggingarnefndar, staðfest á 480. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
15.9. Grenibyggð 38, ósk um breytingu á byggingarreit 200710166
Grenndarkynninga á tillögu að breytingu á byggingarreit er lokið með því að allir þátttakendur hafa lýst yfir samþykki sínu með áritun á uppdrátt.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 215. fundar skipulags- og byggingarnefndar, staðfest á 480. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
15.10. Erindi frá Guðjóni Halldórssyni, Fitjum, um göngubrú á Leirvogsá. 200511006
Tillaga að deiliskipulagi vegna brúar á Leirvogsá var auglýst þann 15. október 2007 af Mosfellsbæ og Reykjavíkurborg í sameiningu, með athugasemdafresti til 26. nóvember 2007. Ein athugasemd hefur borist til Mosfellsbæjar, frá stjórn Veiðifélags Leirvogsár, dags. 21. nóvember 2007.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 215. fundar skipulags- og byggingarnefndar, staðfest á 480. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
15.11. Háspennulínur Hellisheiði - Straumsvík/Geitháls, ósk um br. á aðalskipulagi 200703143
Tekið fyrir erindi Árna Stefánssonar f.h. Landsnets, dags. 9. júlí 2007, þar sem óskað er eftir því að fyrirhugaðar háspennulínur frá Hellisheiði að Straumsvík og Geithálsi, þ.e. Kolviðarhólslína 1, Kolviðarhólslína 2 og Búrfellslína 3, verði færðar inn á aðalskipulag Mosfellsbæjar. Fram kemur í erindinu að í tengslum við þessar línulagnir myndi núverandi Sogslína 2 verða fjarlægð.%0D(Nefndarmenn fá hluta fylgigagnanna einnig litprentaðan með fundarboðinu.)
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 215. fundar skipulags- og byggingarnefndar, staðfest á 480. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
15.12. Skarhólabraut, deiliskipulag 200711234
Lögð fram tillaga að deiliskipulagi Skarhólabrautar, frá Vesturlandsvegi austur fyrir iðnaðarhverfið við Desjarmýri, ásamt umhverfisskýrslu, hvorttveggja unnið af VSÓ Ráðgjöf. (Meðf. eru drög að tillögu, endurbætt tillaga verður send í tölvupósti á mánudag.)
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 215. fundar skipulags- og byggingarnefndar, staðfest á 480. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
15.13. Lágahlíð, fyrirspurn um deiliskipulag 200710168
Gestur Ólafsson f.h. Helga Rúnars Rafnssonar spyrst fyrir um hugsanlega framtíðarnýtingu hússins Láguhlíðar og tilheyrandi lóðar. Einnig um möguleika á fjölgun lóða á svæðinu. Sjá bókun á 213. fundi.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 215. fundar skipulags- og byggingarnefndar, staðfest á 480. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
15.14. Álftanes - tillaga að breytingu á svæðisskipulagi 200711117
Bæjarstjóri Álftaness hefur þann 9. nóvember 2007 sent til kynningar tillögu að breytingu á svæðisskipulagi Höfuðborgarsvæðisins, sem felur í sér aukningu á áætluðum fjölda íbúa og íbúða á Álftanesi, auk aukningar á atvinnu- þjónustu- og stjórnsýsluhúsnæði. Bæjarstjórn Álftaness telur að breytingarnar teljist vera óverulegar breytingar á svæðisskipulagi.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 215. fundar skipulags- og byggingarnefndar, staðfest á 480. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
15.15. Reykjamelur 19, umsókn um byggingarleyfi fyrir garðáhaldahús 200609178
Á 214. fundi samþykkti nefndin að grenndarkynna nýja tillögu að staðsetningu garðáhaldahúss. Á 479. fundi bæjarstjórn var samþykkt tillaga um að fresta afgreiðslu erindisins og vísa því aftur til nefndarinnar.
Niðurstaða þessa fundar:
Frestað.
15.16. Ástu-Sólliljugata 23-25, ósk um breytingu á deiliskipulagi 200710206
Á 214. fundi samþykkti nefndin að grenndarkynna tillögu að breyttri aðkomu að lóðinni en hafnaði ósk um hækkun nýtingarhlutfalls. Óskað er eftir að fjallað verði að nýju um nýtingarhlutfallið.
Niðurstaða þessa fundar:
Frestað.
15.17. Reykjavegur 62, erindi varðandi skiptingu lóðar. 200711223
Einar Jónsson óskar þann 21. nóvember eftir því að lóðinni verði skipt upp í tvær einbýlislóðir, skv. meðf. tillögu Sveins Ívarssonar að deiliskipulagi.
Niðurstaða þessa fundar:
Frestað.
16. Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 145200711029F
Fundargerð 145. afgreiðslufundar byggingarfulltrúa lögð fram til afgreiðslu eins og einstök erindi bera með sér.
17. Umhverfisnefnd Mosfellsbæjar - 93200711027F
Fundargerð 93. fundar umhverfisnefndar lögð fram til afgreiðslu eins og einstök erindi bera með sér.
17.1. Erindi varðandi efnistöku við rætur Mosfells; námugröftur, rykmengun og umhverfisáhrif 200709139
Niðurstaða þessa fundar:
Lagt fram.
17.2. Námavinnsla í Seljadal 200710125
Niðurstaða þessa fundar:
Lagt fram.
17.3. Losunarsvæði fyrir jarðveg á landi Mosfellsbæjar í Sogum 200710153
Niðurstaða þessa fundar:
Lagt fram.
17.4. Erindi Heilbrigðiseftirlits Kjós. varðandi niðurstöður gerlamælinga í sjó 200711005
Niðurstaða þessa fundar:
Lagt fram.
17.5. Erindi Heilbrigðiseftirlits Kjós. varðandi niðurstöðu sýnatöku úr neysluvatni 200711006
Niðurstaða þessa fundar:
Lagt fram.
17.6. Erindi Guðrúnar K. Magnúsdóttur varðandi endurheimt fuglalífs 200711032
Niðurstaða þessa fundar:
Lagt fram.
17.7. Fjárhagsáætlun 2008 200711033
Niðurstaða þessa fundar:
Lagt fram.