Mál númer 200711292
- 5. desember 2007
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #480
Tillögurnar fjórar verða settar á fundargáttina eftir helgina þegar dómnefnd hefur endanlega lokið vali á tillögu.
Í upphafði gaf forseti formanni dómnefndar, Herdísi Sigurjónsdóttur, orðið og fór hún yfir helstu niðurstöður dómnefndar, sem voru þessar helstar.%0D%0DNiðurstaða dómnefndar um hönnun skóla og skólastefnu Krikaskóla.%0DSeinni umferð forvals um hönnun og mótun skólastefnu Krikaskóla er svokallað samningskaupaferli. Valdir voru 4 ráðgjafarhópar og sendu þeir inn bæði metnaðarfullar og áhugaverðar tillögur. Samráð hópanna við dómnefnd og ráðgjafa Mosfellsbæjar leiddi af sér umbætur á tillögum og aukin skilning verkkaupa á hugmyndum ráðgjafarteymanna, bæði um hugmyndir hópanna um skólastefnu, en einnig um gerð húss og hugmyndir um rekstur og skólastarf.%0D%0DAfrakstur þessa samráðsferils er í íslensku, skólasögulegu samhengi nokkuð einstakur og án efa líka út frá sjónarhorni arkitekta- og hönnunarsögu íslenskra skólabygginga. Allar tillögurnar eru mjög frambærilegar, hver og ein einstök og með sérstöðu, þó allar hafi í öllum helstu aðalatriðum fylgt forsögn Mosfellsbæjar um mótun byggingar og skólastarfs Krikaskóla.%0D%0DAð mati dómnefndar stóð þó ein tillaga upp úr en það var tillaga skólaráðgjafanna Helga Grímssonar, Andra Snæs Magnasonar og Sigrúnar Sigurðardóttur og arkitektanna frá Einrúmi og Arkiteó, ásamt Suðaustanátta landslagsarkitektúr og VSB-verkfræðistofu. %0D%0DÞeir þættir sem vógu þar þyngst voru meðal annars hversu metnaðarfull, frumleg og áhugaverð tillagan er bæði hvað varðar skólastefnu sem og þeirrar umgjarðar sem henni er skapaður í skólahúsnæði og lóð.%0D%0DTil máls tóku: HS, KT, JS og HSv.%0D%0DForseti þakkaði dómnefndinni og öllum þeim sem að komu kærlega fyrir þá vinnu sem lögð hefur verið í dómnefndarstörfin og undir það tóku allir bæjarstjórnafmenn.%0D%0DTillaga um að staðfesta niðurstöðu dómnefndar Krikaskóla um að velja tillögu skólaráðgjafanna Helga Grímssonar, Andra Snæs Magnasonar og Sigrúnar Sigurðardóttur og arkitektanna frá Einrúmi og Arkiteó, ásamt Suðaustanátta landslagsarkitektúr og VSB-verkfræðistofu, samþykkt með sjö atkvæðum.