Mál númer 200711121
- 5. desember 2007
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #480
Til máls tóku: MM, HSv, UVI, JS, KT, HS, HBA og HP.%0D%0DBókun bæjarfulltrúa B-lista.%0DÞað verkur athygli og undrun að fjölskyldunefnd undir forystu vinstri grænna skuli leggja til allt að 9% hækkun umfram neysluvísitölu á húsaleigu á félagslegum íbúðum. Þessi ákvörðun meirihlutans í Mosfellsbæ eru kaldar kveðjur til þess hóps sem hefur sannanlega þörf fyrir ódýrt húsnæði og vafasamt að benda á þenslu á húsnæðismarkaði sem rökstuðning fyrir þessari gríðarlegu hækkun.%0D%0DBókun bæjarfulltrúa D og V lista.%0DBæjarfulltrúar D og V lista benda á að sérstakar aðgerðir eru í félagalega kerfi bæjarfélagsins til að koma til móts við tekjulægstu íbúa þess. Þar má sérstaklega nefna húsaleigubótakerfið auk sérstakra húsaleigubóta sem stendur fyrir dyrum að taka upp hjá Mosfellsbæ. Þessi breyting á gjaldskrá félagslegs húsnæðis er í fullkomnu samræmi við reglur Íbúðalánasjóðs um útreikning húsaleigu í félagslegu leiguhúsnæði. Að öðru leyti vísa bæjarfulltrúar meirihlutans til afgreiðslu fjárhagsáætlunarinnar þegar hún verður tekin til seinni umræðu.%0D%0DAfgreiðsla 100. fundar fjölskyldunefndar, staðfest á 480. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
- 5. desember 2007
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #480
Til máls tóku: MM, HSv, UVI, JS, KT, HS, HBA og HP.%0D%0DBókun bæjarfulltrúa B-lista.%0DÞað verkur athygli og undrun að fjölskyldunefnd undir forystu vinstri grænna skuli leggja til allt að 9% hækkun umfram neysluvísitölu á húsaleigu á félagslegum íbúðum. Þessi ákvörðun meirihlutans í Mosfellsbæ eru kaldar kveðjur til þess hóps sem hefur sannanlega þörf fyrir ódýrt húsnæði og vafasamt að benda á þenslu á húsnæðismarkaði sem rökstuðning fyrir þessari gríðarlegu hækkun.%0D%0DBókun bæjarfulltrúa D og V lista.%0DBæjarfulltrúar D og V lista benda á að sérstakar aðgerðir eru í félagalega kerfi bæjarfélagsins til að koma til móts við tekjulægstu íbúa þess. Þar má sérstaklega nefna húsaleigubótakerfið auk sérstakra húsaleigubóta sem stendur fyrir dyrum að taka upp hjá Mosfellsbæ. Þessi breyting á gjaldskrá félagslegs húsnæðis er í fullkomnu samræmi við reglur Íbúðalánasjóðs um útreikning húsaleigu í félagslegu leiguhúsnæði. Að öðru leyti vísa bæjarfulltrúar meirihlutans til afgreiðslu fjárhagsáætlunarinnar þegar hún verður tekin til seinni umræðu.%0D%0DAfgreiðsla 100. fundar fjölskyldunefndar, staðfest á 480. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
- 27. nóvember 2007
Fjölskyldunefnd Mosfellsbæjar #100
Gjaldskrár fjölskyldusviðs Mosfellsbæjar lagðar fram.%0DLagt fram yfirlit dags. 20.11.2007 yfir gjaldskrár fjölskyldusviðs Mosfellsbæjar sem taka breytingum í samræmi við neysluvísitölu.%0DMinnisblað félagsmálastjóra dags. 22.11. 2007 um húsaleigu í félagslegu leiguíbúðum. Lagt er til að heimild skv. viðmiðunarreglum Íbúðarlánasjóðs sbr. 4. mgr. 28. gr. reglugerðar nr. 878/2001 um lánveitingar til leiguíbúða, ráðstöfun þeirra og rekstur verði nýtt að fullu.%0D%0DTillagan er samþykkt með þremur atkvæðum gegn tveimur.%0D%0DBókun fulltrúa Samfylkingar er eftirfarandi:%0DVegna fram kominnar fjárhagsáætlunar fjölskyldusviðs fyrir árið 2008 telur Samfylkingin brýnt að ýmsir þættir í starfsemi sviðsins verði skoðaðir nánar. Fjárframlög til fjölskyldusviðs þurfa að vera með þeim hætti að hægt sé að sinna þeim málefnum sem undir sviðið heyra svo að sómi sé af. Sem dæmi um þætti innan málaflokksins sem Samfylkingin leggur áherslu á má nefna barnaverndarmál, gjaldskrá fyrir félagslega heimaþjónustu og húsaleigu í félagslegum leiguíbúðum. Barnaverndarmálum hefur fjölgað um 21% milli áranna 2006 og 2007. Þyngri mál koma nú inn á borð fjölskyldunefndar í þessum málaflokki en áður. Það er því brýnt að auka framlög til forvarnarmála og til aðstoðar við þær fjölskyldur sem þarna eiga hlut að máli. Samkvæmt fjárhagsáætluninni er fyrirhugað að hækka gjaldskrá fyrir félagslega heimaþjónustu. Það er skoðun Samfylkingarinnar að félagsleg heimaþjónusta vegna aldraðra, fatlaðra og sjúkra eigi að vera gjaldfrjáls. Í fjárhagsáætlun fyrir árið 2008 er boðuð hækkun á húsaleigu í félagslegum leiguíbúðum. Þetta er gert með þeim rökum að á húsnæðinu sé hallarekstur. Hér gætir grundvallar misskilnings um rekstur félagslegs leiguhúsnæðis að mati Samfylkingarinnar. Tilgangur með útleigu þessa húsnæðis er ekki að afla bæjarfélaginu tekna heldur sá að útvega því fólki húsnæði sem vegna stöðu sinnar getur ekki keypt eða leigt húsnæði á almennum markaði.%0D%0DFulltrúar meirihluta bóka eftirfarandi:%0DBent er á að stefnumótunarvinna er yfirstandandi meðal annars vegna fjölskyldusviðs Mosfellsbæjar. Í umræðu um fjárhagsáætlun bæjarins hefur það komið fram að þar er gert ráð fyrir upphæð vegna aukinna umsvifa bæjarskrifstofa meðal annars vegna málefna fjölskyldusviðs. Þannig verður tekið á því aukna álagi sem er í stækkandi bæjarfélagi. %0D%0DÍ ljósi þess mikla munar sem orðinn er á húsaleigu í félagslegu leiguhúsnæði Mosfellsbæjar og leigu á almennum markaði, og þess markmiðs að hjálpa fólki til sjálfshjálpar er eðlilegt að minnka þann mun sem er á milli félagslegrar og almennrar leigu í samræmi við heimild Íbúðalánasjóðs.