Mál númer 201911301
- 22. janúar 2020
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #752
Á 503. fundi skipulagsnefndar 6. desember 2019 var gerð eftirfarandi bókun: "Skipulagsnefnd vísar erindinu til yfirstandandi skoðunar umferðarráðgjafa á umferðaröryggismálum á svæðinu." Lagt fram minnisblað Eflu verkfræðistofu.
Afgreiðsla 505. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 752. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 10. janúar 2020
Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar #505
Á 503. fundi skipulagsnefndar 6. desember 2019 var gerð eftirfarandi bókun: "Skipulagsnefnd vísar erindinu til yfirstandandi skoðunar umferðarráðgjafa á umferðaröryggismálum á svæðinu." Lagt fram minnisblað Eflu verkfræðistofu.
Framkvæmdastjóri umhverfissviðs kynnti niðurstöðu rýni umferðarráðgjafa á umferðarsköpun í Helgafellshverfi. Skipulagsnefnd felur skipulagsfulltrúa að svara innkomnum erindum fyrir hönd skipulagsnefndar. Ennfremur felur skipulagsnefnd umhverfissviði að hefja vinnu við hönnun nánari útfærslu aðgerða í samræmi við fyrirliggjandi tillögur umferðarráðgjafa, og leggja fullnaðarhönnun fyrir skipulagsnefnd.
- 11. desember 2019
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #751
Borist hefur erindi frá Erni Johnson dags. 21. nóvember 2019 varðandi hraðahindranir á Álafossvegi.
Afgreiðsla 503. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 751. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
- 6. desember 2019
Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar #503
Borist hefur erindi frá Erni Johnson dags. 21. nóvember 2019 varðandi hraðahindranir á Álafossvegi.
Skipulagsnefnd vísar erindinu til yfirstandandi skoðunar umferðarráðgjafa á umferðaröryggismálum á svæðinu.