Mál númer 2013082103
- 11. september 2013
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #610
Þorsteinn Sigvaldason sækir f.h. Mosfellsbæjar þann 29. ágúst 2013 um framkvæmdaleyfi vegna framkvæmdarinnar "Tunguvegur, Skeiðholt - Kvíslartunga" skv. meðfylgjandi hönnunargögnum frá verkfræðistofunni Hnit, dagsettum 1. júlí 2013. Einnig lögð fram niðurstaða Skipulagsstofnunar frá 2006 um matsskyldu framkvæmdarinnar svo og deiliskipulag Tunguvegar frá 2008.
Afgreiðsla 348. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 610. fundi bæjarstjórnar með fimm atkvæðum.$line$$line$Jónas Sigurðsson bæjarfulltrúi Samfylkingar vill láta koma fram að hann situr hjá við afgreiðslu málsins með vísan til fyrri afgreiðslu.
- 3. september 2013
Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar #348
Þorsteinn Sigvaldason sækir f.h. Mosfellsbæjar þann 29. ágúst 2013 um framkvæmdaleyfi vegna framkvæmdarinnar "Tunguvegur, Skeiðholt - Kvíslartunga" skv. meðfylgjandi hönnunargögnum frá verkfræðistofunni Hnit, dagsettum 1. júlí 2013. Einnig lögð fram niðurstaða Skipulagsstofnunar frá 2006 um matsskyldu framkvæmdarinnar svo og deiliskipulag Tunguvegar frá 2008.
Nefndin leggur til að framkvæmdaleyfið verði veitt og skipulagsfulltrúa falið að gefa það út. Í framkvæmdaleyfið verði m.a. sett skilyrði um að ofanvatn af vegi skuli leitt í drenrásir, svo og um frágang rofvarna við bakka Köldukvíslar.