Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða

29. nóvember 2012 kl. 07:30,
2. hæð Helgafell


Fundinn sátu

 • Hafsteinn Pálsson (HP) formaður
 • Herdís Sigurjónsdóttir varaformaður
 • Jónas Sigurðsson (JS) aðalmaður
 • Jón Jósef Bjarnason (JJB) áheyrnarfulltrúi
 • Haraldur Sverrisson bæjarstjóri
 • Stefán Ómar Jónsson (SÓJ) bæjarritari
 • Jóhanna Björg Hansen framkvæmdastjóri umhverfissviðs

Fundargerð ritaði

Stefán Ómar Jónsson bæjarritari


Dagskrá fundar

Almenn erindi

 • 1. Bygg­inga­lóð­ir að Reykja­hvoli 26, 28 og 30201209339

  Finnur Ingi Hermannsson óskar eftir því að fá sjálfur að ganga frá tengingu við veitu- og holræsakerfi vegna þriggja lóða við Reykjahvol. Áður á dagskrá 1092. fundar bæjarráðs þar sem erindinu var vísað til umsagnar framkvæmdastjóra umhverfissviðs. Hjálögð er umsögnin.

  Finn­ur Ingi Her­manns­son ósk­ar eft­ir því að fá sjálf­ur að ganga frá teng­ingu við veitu- og hol­ræsa­kerfi vegna þriggja lóða við Reykja­hvol.
  Áður á dagskrá 1092. fund­ar bæj­ar­ráðs þar sem er­ind­inu var vísað til um­sagn­ar fram­kvæmda­stjóra um­hverf­is­sviðs.

  Til máls tóku: JBH, JJB, HSv og JS.

  Sam­þykkt með tveim­ur at­kvæð­um að fela um­hverf­is­sviði að óska eft­ir við­ræð­um við land­eig­end­ur um sam­komulag um fram­kvæmd­ir við Reykja­hvol og verði bréf­rit­ara svarað á þann veg.

  • 2. Er­indi Ragn­ars Garð­ars­son­ar varð­andi bygg­ing­ar­leyfi að Reykja­hvoli 14201210314

   Erindi Ragnars Garðarssonar varðandi byggingarleyfi, vegagerð, fráveitur og aðveitur að Reykjarhvoli 14. Áður á dagskrá 1097. fundar bæjarráðs þar sem erindinu var vísað til umsagnar framkvæmdastjóra umhverfissviðs. Hjálögð er umsögnin.

   Er­indi Ragn­ars Garð­ars­son­ar varð­andi bygg­ing­ar­leyfi, vega­gerð, frá­veit­ur og að­veit­ur að Reykjar­hvoli 14.
   Áður á dagskrá 1097. fund­ar bæj­ar­ráðs þar sem er­ind­inu var vísað til um­sagn­ar fram­kvæmda­stjóra um­hverf­is­sviðs.

   Til máls tóku: Til máls tóku: JBH, JJB, HSv og JS.

   Sam­þykkt með tveim­ur at­kvæð­um að fela um­hverf­is­sviði að óska eft­ir við­ræð­um við land­eig­end­ur um sam­komulag um fram­kvæmd­ir við Reykja­hvol og verði bréf­rit­ara svarað á þann veg.

   • 3. Er­indi SHS varð­andi til­lögu um aukn­ingu á stofn­fé byggða­sam­lags­ins201211205

    Stjórn Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins sendir tillögu um aukningu á stofnfé byggðasamlagsins til aðildarsveitarfélagana til afgreiðslu, en aukning stofnfjár er m.a. til þess að gera SHS kleift að greiða niður lán, draga úr skuldsetningu og fjármagna helming fjárþarfar vegna byggingar nýrrar slökkvistöðvar í Mosfellsbæ.

    Stjórn Slökkvi­liðs höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins send­ir til­lögu um aukn­ingu á stofn­fé byggða­sam­lags­ins til að­ild­ar­sveit­ar­fé­lag­anna til af­greiðslu, en aukn­ing stofn­fjár er m.a. til þess að gera SHS kleift að greiða nið­ur lán, draga úr skuld­setn­ingu og fjár­magna helm­ing fjár­þarf­ar vegna bygg­ing­ar nýrr­ar slökkvi­stöðv­ar í Mos­fells­bæ.

    Til máls tóku: HSv, JJB, JS og HP.

    Sam­þykkt með tveim­ur at­kvæð­um að heim­ila aukn­ingu á stofn­fé í byggða­sam­lag­inu, Slökkvilið höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins, um allt að 683 millj. króna á ár­inu 2012. Hlut­ur Mos­fells­bæj­ar vegna árs­ins 2012 er þann­ig um 29,6 millj. kr.

    • 4. Skýrsla Heil­brigðis­eft­ir­lits Kjós­ar­svæð­is um rann­sókn­ir í Köldu­kvísl, Varmá og lækj­um á vest­ur­svæði árið 2011201209318

     Skýrsla Heilbrigðiseftirlits Kjósarsvæðis um rannsóknir í Köldukvísl, Varmá og lækjum á vestursvæði árið 2011. 590. fundur bæjarstjórnar óskaði eftir umsögn umhverfissviðs sem skyldi leggja fyrir bæjarráð. Hjálögð er umsögnin ásamt lýsingu á vinnuferli.

     Þeg­ar hér var kom­ið sögu mætti til fund­ar­ins bæj­ar­ráðs­mað­ur Herdís Sig­ur­jóns­dótt­ir (HS).

     Skýrsla Heil­brigðis­eft­ir­lits Kjós­ar­svæð­is um rann­sókn­ir í Köldu­kvísl, Varmá og lækj­um á vest­ur­svæði árið 2011.
     590. fund­ur bæj­ar­stjórn­ar ósk­aði eft­ir um­sögn um­hverf­is­sviðs sem skyldi leggja fyr­ir bæj­ar­ráð.

     Til máls tóku: HP, JS, HSv, JJB, JBH og HS.

     Er­ind­inu frestað.

     • 5. Fund­ar­gerð 175. fund­ar stjórn­ar Strætó bs.201211063

      Sett á dagskrá bæjarráðs í framhaldi af umræðum á síðasta bæjarstjórnarfundi um 3. og 4. lið í fundargerð Strætó bs. frá 175. fundi. Reynir Jónsson framkvæmdastjóri Strætó bs. mætir á fundinn og fer yfir svör Strætó bs.

      Á fund­inn und­ir þess­um dag­skrárlið er mætt­ur Reyn­ir Jóns­son (RJ) fram­kvæmda­stjóri Strætó bs.

      Til fram­haldsum­ræðu frá síð­asta bæj­ar­stjórn­ar­fundi er 3. og 4. lið­ur í fund­ar­gerð Strætó bs. frá 175. fundi sem fjall­ar um þá þjón­ustu sem Strætó bs. er að veita út fyr­ir starfs­svæði sitt. Reyn­ir Jóns­son fór yfir og út­skýrði hvern­ig væri háttað þeirri þjón­ustu sem Strætó bs. væri að veita til lands­hluta­sam­taka utna höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins væri háttað.

      Til máls tóku: HP, RJ, JS, HS og JJB.

      Er­ind­ið lagt fram.

      • 6. Er­indi til bæj­ar­ráðs vegna stofn­un­ar villi­dýra­safns201210071

       Fjórir fulltrúar og áheyrnarfulltrúar í fastanefndum Mosfellsbæjar óska eftir svörum bæjarráðs vegna fyrirhugaðrar stofnunar villidýrasafns í Mosfellsbæ. Áður á dagskrá 1093. fundar bæjarráðs þar sem erindinu var vísað til umsagnar framkvæmdastjóra menningarsviðs. Hjálögð er umsögnin.

       Fjór­ir full­trú­ar og áheyrn­ar­full­trú­ar í fasta­nefnd­um Mos­fells­bæj­ar óska eft­ir svör­um bæj­ar­ráðs vegna fyr­ir­hug­aðr­ar stofn­un­ar villi­dýra­safns í Mos­fells­bæ.
       Áður á dagskrá 1093. fund­ar bæj­ar­ráðs þar sem er­ind­inu var vísað til um­sagn­ar fram­kvæmda­stjóra menn­ing­ar­sviðs. Hjá­lögð er um­sögn­in.

       Sam­þykkt með þrem­ur at­kvæð­um að bréf­rit­ur­um verði svarað á grunni minn­is­blaðs fram­kvæmda­stjóra menn­ing­ar­sviðs.

       • 7. Skrán­ing reið­leiða - korta­sjá201210090

        Landssamband hestamannafélaga óskar eftir styrk vegnar skráningu reiðleiða á kortasjá. Óskar er eftir 100 þús. kr. til næstu fjögurra ára. Áður á dagskrá 1094. fundar bæjarráðs þar sem samþykkt var að vísa erindinu til umsagnar framkvæmdastjóra umhverfissviðs. Hjálögð er umsögnin.

        Lands­sam­band hesta­manna­fé­laga ósk­ar eft­ir styrk vegn­ar skrán­ing­ar reið­leiða á korta­sjá. Ósk­ar er eft­ir 100 þús. kr. til næstu fjög­urra ára.
        Áður á dagskrá 1094. fund­ar bæj­ar­ráðs þar sem sam­þykkt var að vísa er­ind­inu til um­sagn­ar fram­kvæmda­stjóra um­hverf­is­sviðs.

        Til máls tóku: HP, JJB, HS og JS

        Sam­þykkt með þrem­ur at­kvæð­um að veita 100 þús­und króna styrk til verk­efn­is­ins til næstu tveggja ára og um­hverf­is­sviði fal­ið að ganga frá samn­ingi þar um.

        • 8. Er­indi Al­þing­is varð­andi um­sögn um til­lögu til þings­álykt­un­ar um mál­efni barna og ung­menna með tal- og mál­þroskarösk­un201210332

         Erindi Alþingis þar sem Mosfellsbæ er gefinn kostur á að senda inn umsögn vegna tillögu til þingsályktunar um málefni barna og ungmenna með tal- og málþroskaröskun. Áður á dagskrá 1097. fundar bæjarráðs þar sem samþykkt var að vísa erindinu til umsagnar framkvæmdastjóra fræðslusviðs. Hjálögð er umsögnin.

         Er­indi Al­þing­is þar sem Mos­fells­bæ er gef­inn kost­ur á að senda inn um­sögn vegna til­lögu til þings­álykt­un­ar um mál­efni barna og ung­menna með tal- og mál­þroskarösk­un.
         Áður á dagskrá 1097. fund­ar bæj­ar­ráðs þar sem sam­þykkt var að vísa er­ind­inu til um­sagn­ar fram­kvæmda­stjóra fræðslu­sviðs. Hjá­lögð er um­sögn­in.

         Sam­þykkt með þrem­ur at­kvæð­um að taka und­ir um­sögn Sam­bands ís­lenskra sveit­ar­fé­laga og senda sem svar til Al­þing­is.

         • 9. Hjúkr­un­ar­heim­ili ný­bygg­ing201101392

          Framkvæmdastjóri umhverfissviðs leggur fram minnisblað varðandi kaup á búnaði fyrir nýbyggingu hjúkrunarheimilisins í Mosfellsbæ en í minnisblaðinu er óskað fjárheimildar vegna kaupanna að fjárhæð kr. 8.750.000.

          Fram­kvæmda­stjóri um­hverf­is­sviðs legg­ur fram minn­is­blað varð­andi kaup á bún­aði fyr­ir ný­bygg­ingu hjúkr­un­ar­heim­il­is­ins í Mos­fells­bæ en í minn­is­blað­inu er óskað fjár­heim­ild­ar vegna kaup­anna að fjár­hæð kr. 8.750.000.

          Til máls tóku: HP, JJB og HSv.

          Sam­þykkt með þrem­ur at­kvæð­um að heim­ila um­beðna fjár­heim­ild og er um­hverf­is­sviði fal­ið að ganga frá greiðslu til Fram­kvæmda­sýslu rík­is­ins.

          • 10. Ný­bygg­ing við íþróttamið­stöð­ina að Varmá201202172

           Erindið varðar samningskaupaferli vegna nýs íþróttahúss í Mosfellsbæ. Framkvæmdastjóri umhverfissviðs kynnir stöðu málsins.

           Er­ind­ið varð­ar samn­ings­kaupa­ferli vegna nýs íþrótta­húss í Mos­fells­bæ. Fram­kvæmda­stjóri um­hverf­is­sviðs kynn­ir stöðu máls­ins.
           Fram­kvæmda­stjóri um­hverf­is­sviðs fór yfir stöð­una í samn­ings­kaupa­ferl­inu og upp­lýsti um næstu skref.

           Til máls tóku: HP, JBH, JJB, JS og HS.

           Er­ind­ið lagt fram.

           • 11. Er­indi Sam­taka sveit­ar­fé­laga höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins varð­andi eig­enda­stefnu fyr­ir Sorpu bs. og Strætó bs.201211191

            Stjórn samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu sendir drög að eigendastefnu fyrir Sorpu bs. og Strætó bs. til bæjarráðs til umsagnar.

            Stjórn sam­taka sveit­ar­fé­laga á höf­uð­borg­ar­svæð­inu send­ir drög að eig­enda­stefnu fyr­ir Sorpu bs. og Strætó bs. til bæj­ar­ráðs til um­sagn­ar.

            Til máls tóku: HP, HSv og HS.

            Sam­þykkt með þrem­ur at­kvæð­um að vísa er­ind­inu til um­sagn­ar fram­kvæmda­stjóra stjórn­sýslu- og um­hverf­is­sviða.

            • 12. Er­indi Lága­fells­sókn­ar varð­andi gerð girð­ing­ar við kirkju­garð­inn við Mos­fells­kirkju201211211

             Erindi Lágafellssóknar varðandi ósk greiðslu efniskostnaðar vegna gerðar girðingar við kirkjugarðinn við Mosfellskirkju.

             Er­indi Lága­fells­sókn­ar varð­andi ósk greiðslu efn­is­kostn­að­ar vegna gerð­ar girð­ing­ar við kirkju­garð­inn við Mos­fells­kirkju.

             Til máls tóku: HP og JJB.

             Sam­þykkt með þrem­ur at­kvæð­um að vísa er­ind­inu til um­sagn­ar fram­kvæmda­stjóra um­hverf­is­sviðs.

             • 13. Er­indi Al­þing­is varð­andi um­sögn um frum­varp til laga um húsa­leigu­bæt­ur201211217

              Erindi Alþingis þar sem Mosfellsbæ er gefinn kostur á umsögn um frumvarp til breytinga á lögum um húsaleigubætur.

              Er­indi Al­þing­is þar sem Mos­fells­bæ er gef­inn kost­ur á um­sögn um frum­varp til breyt­inga á lög­um um húsa­leigu­bæt­ur.

              Sam­þykkt með þrem­ur at­kvæð­um að vísa er­ind­inu til um­sagn­ar fram­kvæmda­stjóra fjöl­skyldu­sviðs.

              • 14. Ljós­leið­ara­væð­ing í Mos­fells­bæ201211238

               Er­ind­inu frestað til næsta fund­ar.

               Fleira var ekki gert. Fundi slitið kl. 09:30