Mál númer 201211238
- 6. febrúar 2013
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #598
Fyrir 1101. fundi bæjarráðs lá tillaga Íbúahreyfingarinnar þess efnis að bæjarráð geri áætlun um ljósleiðaravæðingu í Mosfellsbæ og var tillögunni vísað til umsagnar framkvæmdastjóra umhverfissviðs og liggur umsögnin fyrir fundinum.
Afgreiðsla 1107. fundar bæjarráðs samþykkt á 598. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.$line$$line$$line$Bókun bæjarfulltrúa Íbúahreyfingarinnar.$line$Mosfellsbær er að mörgu leiti í annarri aðstöðu vegna ljósleiðaravæðingar en önnur sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu, Íbúahreyfingin telur ósanngjarnt að ríkið komi ekki að þessum málum líkt og á landsbygghðinni og leggur enn til að sveitarfélagið fari fram á sambærilega þjónustu og sveitarfélög utan höfuðborgarsvæðisins fá.$line$$line$$line$Bókun bæjarfulltrúa D- og V lista.$line$Ljósleiðaratenging er þegar til staðar í nýjustu hverfum bæjarins og fögnum við því að íbúar í öðrum hverfum standi til boða háhraðatenging eigi síðar en fyrri hluta árs 2014.
- 31. janúar 2013
Bæjarráð Mosfellsbæjar #1107
Fyrir 1101. fundi bæjarráðs lá tillaga Íbúahreyfingarinnar þess efnis að bæjarráð geri áætlun um ljósleiðaravæðingu í Mosfellsbæ og var tillögunni vísað til umsagnar framkvæmdastjóra umhverfissviðs og liggur umsögnin fyrir fundinum.
Samþykkt með þremur atkvæðum að heimila bæjarstjóra að ganga til samkomulags við Mílu um ljósnetsvæðingu í Mosfellsbæ í samræmi við fyrirliggjandi minnisblað, en enginn kostnaður fylgir samningnum fyrir Mosfellsbær.
- 19. desember 2012
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #596
Íbúahreyfingin í leggur til að bæjarráð geri áætlun um ljósleiðaravæðingu í Mosfellsbæ.
Fyrir fundinum liggur tillaga Íbúahreyfingarinnar þess efnis að bæjarráð geri áætlun um ljósleiðaravæðingu í Mosfellsbæ.$line$$line$Tillaga kom fram um að vísa tillögunni til umsagnar framkvæmdastjóra umhverfissviðs og var hún samþykkt með þremur atkvæðum.$line$$line$Afgreiðsla 1101. fundar bæjarráðs samþykkt á 596. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
- 6. desember 2012
Bæjarráð Mosfellsbæjar #1101
Íbúahreyfingin í leggur til að bæjarráð geri áætlun um ljósleiðaravæðingu í Mosfellsbæ.
Fyrir fundinum liggur tillaga Íbúahreyfingarinnar þess efnis að bæjarráð geri áætlun um ljósleiðaravæðingu í Mosfellsbæ.
Til máls tóku: HP, JJB, HSv, HS og JS.
Tillaga kom fram um að vísa tillögunni til umsagnar framkvæmdastjóra umhverfissviðs og var hún samþykkt með þremur atkvæðum.
- 5. desember 2012
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #595
Erindinu frestað til næsta fundar.$line$$line$Afgreiðsla 1100. fundar bæjarráðs lögð fram á 595. fundi bæjarstjórnar.
- 29. nóvember 2012
Bæjarráð Mosfellsbæjar #1100
Erindinu frestað til næsta fundar.