29. janúar 2013 kl. 07:00,
2. hæð Helgafell
Fundinn sátu
- Elías Pétursson formaður
- Ólafur Gunnarsson (ÓG) varaformaður
- Bryndís Haraldsdóttir (BH) aðalmaður
- Erlendur Örn Fjeldsted aðalmaður
- Jóhannes Bjarni Eðvarðsson (JBE) áheyrnarfulltrúi
- Jóhanna Björg Hansen framkvæmdastjóri umhverfissviðs
- Ásbjörn Þorvarðsson byggingarfulltrúi
- Finnur Birgisson skipulagsfulltrúi
Fundargerð ritaði
Ásbjörn Þorvarðarson byggingafulltrúi.
Dagskrá fundar
Fundargerðir til kynningar
1. Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 224201301021F
Fundargerð 224. afgreiðslufundar byggingarfulltrúa
Fundargerðin lögð fram til kynningar á 335. fundi skipulagsnefndar.
1.1. Arkarholt 19, umsókn um stækkun húss. 201211028
Sigríður H Símonardóttir Arkarholti 19 Mosfellsbæ sækir um leyfi til breyta útliti, innra fyrirkomulagi og stækka húsið nr. 19 við Arkarholt í samræmi við framlögð gögn.
Umsóknin hefur verið grenndarkynnt en engar athugasemdir bárust.
Stækkun íbúðarhúss: 71,1 m2, 214,0 m3.
Stækkun bílskúrs: 28.0 m3.
Stærð eftir breytingu: Íbúðarhús 241,4 m2, 849,0 m3.
Bílskúr 51,8 m2, 210,8 m3.Niðurstaða þessa fundar:
Lagt fram
1.2. Háholt 14, umsókn um byggingarleyfi, innrétting pizzastaðar. 201301145
Pizza Pizza ehf Lóuhólum 2-6 Reykjavík sækir um leyfi til að innrétta pizzastað á 1. hæð Háholts 2 í rými 0105 samkvæmt framlögðum gögnum.
Upprunaleg stærð rýmisins breytist ekki.Niðurstaða þessa fundar:
Lagt fram
1.3. Hlaðhamrar 2, umsókn um byggingarleyfi fyrir farsímaloftnet. 201301261
Síminn hf Ármúla 25 Reykjavík sækir um leyfi til að setja upp farsímaloftnet á þaki hússins að Hlaðhömrum 2 samkvæmt framlögðum gögnum.
Fyrir liggur skriflegt samþykki þinglýstra eigenda Hlaðhamra 2 ásamt sameiginlegri yfirlýsingu norrænu geislavarnastofnananna.Niðurstaða þessa fundar:
Lagt fram
1.4. Langitangi 1, umsókn um byggingarleyfivegna breytinga á innra skipulagi 201301390
Olíuverslun Íslands hf Katrínartúni 2 Reykjavík sækir um leyfi til að breyta innra fyrirkomulagi og innrétta matsölustað fyrir 29 gesti að Langatanga 1 samkvæmt framlögðum gögnum.
Heildarstærðir hússins breytast ekki.Niðurstaða þessa fundar:
Lagt fram
1.5. Súluhöfði 7, umsókn um byggingarleyfi,breyting á innra fyrirkomulagi. 201301379
Aðalbergur Sveinsson Rauðamýri 1 Mosfellsbæ sækir um leyfi fyrir innanhúss fyrirkomulagsbreytingum í húsinu nr. 7 við Súluhöfða í samræmi við framlögð gögn.
Heildarstærðir hússins breytast ekki.Niðurstaða þessa fundar:
Lagt fram
1.6. Sölkugata 10, umsókn um byggingarleyfi vegna fyrirkomulagsbreytinga. 201212031
Garðar Gunnarsson Stórakrika 19 Mosfellsbæ sækir um leyfi fyrir innanhúss fyrirkomulagsbreytingum á 1. hæð hússins nr. 10 við Sölkugötu í samræmi við framlögð gögn.
Heildarstærðir hússins breytast ekki.Niðurstaða þessa fundar:
Lagt fram
1.7. Völuteigur 4, umsókn um byggingarleyfi vegna fyrirkomulagsbreytinga. 201301449
Landsvirkjun Háaleitisbraut 68 Reykjavík sækir um leyfi til að breyta innra fyrirkomulagi húsins nr. 4 við Völuteig í samræmi við framlögð gögn.
Með tilkomu stærri milllipalla eykst gólfflötur hússins um 99,7 m2 en grunnflötur og rúmmál húss verður óbreytt.Niðurstaða þessa fundar:
Lagt fram
Almenn erindi
2. Endurskoðun Aðalskipulags Kópavogs 2012-2024201105059
Birgir H Sigurðsson sendir 3. janúar 2013 f.h. Kópavogsbæjar tillögu að aðalskipulagi Kópavogs 2012-2024 til umsagnar í samræmi við 2. mgr. 30 gr. skipulagslaga. Tillagan samanstendur af uppdrætti, ódagsettum, og greinargerð dags. 12.12.2012. Lögð fram drög að umsögn, sbr. bókun á 334. fundi.
Nefndin samþykkir framlögð drög að umsögn. Í umsögninni felst m.a. að Mosfellsbær gerir alvarlegar athugasemdir við framsetningu á uppdrætti varðandi lögsögumörk á svæði norðan Vífilsfells, við Sandskeið.
3. Erindi SSH vegna endurskoðunar á vatnsvernd fyrir höfuðborgarsvæðið201112127
Erindi SSH dags. 21.12.2012 þar sem óskað er eftir að Mosfellsbær taki afstöðu til meðfylgjandi tillögu að verklýsingu fyrir heildarendurskoðun vatnsverndar á höfuðborgarsvæðinu. Bæjarráð óskaði umsagnar skipulagsnefndar um erindið. Frestað á 334. fundi.
Nefndin felur skipulagsfulltrúa að koma áliti nefndarinnar á framfæri við Bæjarráð.
4. Gatnagerð Reykjahvoli og Bjargslundi200607122
Greint var frá fundi sem haldinn var 9.1.2013 með eigendum landa og lóða við Reykjahvol, þar sem rædd voru málefni varðandi skipulag og framkvæmdir. Frestað á 334. fundi.
Lagt fram.
5. Litlikriki 3 og 5, umsókn um að breyta parhúsum í fjórbýli201205160
Tillaga að breytingu á deiliskipulagi var grenndarkynnt 5. desember 2012 með athugasemdafresti til og með 4. janúar 2013. Fimm athugasemdir bárust, sbr. bókun á 334. fundi. Frestað á 334. fundi.
Nefndin felur skipulagsfulltrúa að leggja fram drög að svörum við athugasemdum á næsta fundi.
Erlendur Fjeldsted vék af fundi að lokinni afgreiðslu málsins.6. Umsókn um leyfi til búsetu í Bræðratungu Reykjahverfi201301037
Eigendur Bræðratungu við Hafravatnsveg óska 2.1.2013 eftir leyfi til búsetu og þar með til skráningar lögheimilis í húsinu, sem er skráð sem sumarhús. Vísað til umsagnar skipulagsnefndar af bæjarráði 10.1.2013. Frestað á 334. fundi.
Nefndin felur skipulagsfulltrúa að koma áliti nefndarinnar á framfæri við Bæjarráð.
7. Fornminjar í Krikahverfi, minnisblað KM201301405
Minnisblað Kristins Magnússonar dags. 11.1.2013 varðandi fornminjar á lóðum við Sunnukrika.
Frestað.
8. Aðalskipulag Reykjavíkur 2012-2030201301589
Gerð grein fyrir viðræðum við Reykjavíkurborg um hugsanlega staðsetningu flugvallar á Hólmsheiði.
Frestað
9. Aðalskipulag 2011-2030, endurskoðun á AS 2002-2024200611011
Lögð fram umsögn framkvæmdastjóra umhverfissviðs vegna tillögu um úttekt á jarðmyndunum og vistkerfum í Mosfellsbæ, sbr. bókun bæjarstjórnar á 589. fundi. Í umsögninni kemur fram lausleg skilgreining verksins og kostnaðarmat.
Frestað.
10. Laxnes 1, deiliskipulag reiðleiðar og akvegar201206187
Lýsing deiliskipulagsverkefnis var auglýst á heimasíðu bæjarins og kynnt með bréfi til hagsmunaaðila dags. 31. júlí 2012 í samræmi við bókun 323. fundar skipulagsnefndar. Meðfylgjandi formleg svör bárust frá Vegagerðinni og Skipulagsstofnun og ennfremur fyrirspurn frá íbúa í Dalnum um undirgöng undir Þingvallaveg.
Frestað.
11. Braut, Mosfellsdal, ósk um deiliskipulag201003312
Tillaga að breytingu á deiliskipulagi Laugabólslands var endurauglýst 14. desember skv. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga með athugasemdafresti til 25. janúar 2012. Engin athugasemd barst.
Nefndin samþykkir tillöguna og felur skipulagsfulltrúa að annast gildistökuferlið.
12. Frístundalóð l.nr. 125184, umsókn um samþykkt deiliskipulags201004042
Tillaga að deiliskipulagi frístundalóðar við Silungatjörn var endurauglýst 14. desember skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga með athugasemdafresti til 25. janúar 2012. Engin athugasemd barst.
Nefndin samþykkir tillöguna og felur skipulagsfulltrúa að annast gildistökuferlið.
13. Helgafellshverfi 2. áf. - deiliskipulagsbreyting við Brúnás/Ásaveg201202399
Tillaga að breytingu á deiliskipulagi 2. áfanga Helgafellshverfis var endurauglýst 14. desember skv. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga með athugasemdafresti til 25. janúar 2012. Engin athugasemd barst.
Nefndin samþykkir tillöguna og felur skipulagsfulltrúa að annast gildistökuferlið.