Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða

29. janúar 2013 kl. 07:00,
2. hæð Helgafell


Fundinn sátu

  • Elías Pétursson formaður
  • Ólafur Gunnarsson (ÓG) varaformaður
  • Bryndís Haraldsdóttir (BH) aðalmaður
  • Erlendur Örn Fjeldsted aðalmaður
  • Jóhannes Bjarni Eðvarðsson (JBE) áheyrnarfulltrúi
  • Jóhanna Björg Hansen framkvæmdastjóri umhverfissviðs
  • Ásbjörn Þorvarðsson byggingarfulltrúi
  • Finnur Birgisson skipulagsfulltrúi

Fundargerð ritaði

Ásbjörn Þorvarðarson byggingafulltrúi.


Dagskrá fundar

Fundargerðir til kynningar

  • 1. Af­greiðslufund­ur bygg­ing­ar­full­trúa - 224201301021F

    Fundargerð 224. afgreiðslufundar byggingarfulltrúa

    Fund­ar­gerð­in lögð fram til kynn­ing­ar á 335. fundi skipu­lags­nefnd­ar.

    • 1.1. Ark­ar­holt 19, um­sókn um stækk­un húss. 201211028

      Sig­ríð­ur H Sím­on­ar­dótt­ir Ark­ar­holti 19 Mos­fells­bæ sæk­ir um leyfi til breyta út­liti, innra fyr­ir­komu­lagi og stækka hús­ið nr. 19 við Ark­ar­holt í sam­ræmi við fram­lögð gögn.
      Um­sókn­in hef­ur ver­ið grennd­arkynnt en eng­ar at­huga­semd­ir bár­ust.
      Stækk­un íbúð­ar­húss: 71,1 m2, 214,0 m3.
      Stækk­un bíl­skúrs: 28.0 m3.
      Stærð eft­ir breyt­ingu: Íbúð­ar­hús 241,4 m2, 849,0 m3.
      Bíl­skúr 51,8 m2, 210,8 m3.

      Niðurstaða þessa fundar:

      Lagt fram

    • 1.2. Há­holt 14, um­sókn um bygg­ing­ar­leyfi, inn­rétt­ing pizzastað­ar. 201301145

      Pizza Pizza ehf Lóu­hól­um 2-6 Reykja­vík sæk­ir um leyfi til að inn­rétta pizz­astað á 1. hæð Há­holts 2 í rými 0105 sam­kvæmt fram­lögð­um gögn­um.
      Upp­runa­leg stærð rým­is­ins breyt­ist ekki.

      Niðurstaða þessa fundar:

      Lagt fram

    • 1.3. Hlað­hamr­ar 2, um­sókn um bygg­ing­ar­leyfi fyr­ir farsíma­loft­net. 201301261

      Sím­inn hf Ár­múla 25 Reykja­vík sæk­ir um leyfi til að setja upp farsíma­loft­net á þaki húss­ins að Hlað­hömr­um 2 sam­kvæmt fram­lögð­um gögn­um.
      Fyr­ir ligg­ur skrif­legt sam­þykki þing­lýstra eig­enda Hlað­hamra 2 ásamt sam­eig­in­legri yf­ir­lýs­ingu nor­rænu geislavarna­stofn­an­anna.

      Niðurstaða þessa fundar:

      Lagt fram

    • 1.4. Langi­tangi 1, um­sókn um bygg­ing­ar­leyfi­vegna breyt­inga á innra skipu­lagi 201301390

      Olíu­verslun Ís­lands hf Katrín­ar­túni 2 Reykja­vík sæk­ir um leyfi til að breyta innra fyr­ir­komu­lagi og inn­rétta mat­sölustað fyr­ir 29 gesti að Langa­tanga 1 sam­kvæmt fram­lögð­um gögn­um.
      Heild­ar­stærð­ir húss­ins breyt­ast ekki.

      Niðurstaða þessa fundar:

      Lagt fram

    • 1.5. Súlu­höfði 7, um­sókn um bygg­ing­ar­leyfi,breyt­ing á innra fyr­ir­komu­lagi. 201301379

      Að­al­berg­ur Sveins­son Rauða­mýri 1 Mos­fells­bæ sæk­ir um leyfi fyr­ir inn­an­húss fyr­ir­komu­lags­breyt­ing­um í hús­inu nr. 7 við Súlu­höfða í sam­ræmi við fram­lögð gögn.
      Heild­ar­stærð­ir húss­ins breyt­ast ekki.

      Niðurstaða þessa fundar:

      Lagt fram

    • 1.6. Sölkugata 10, um­sókn um bygg­ing­ar­leyfi vegna fyr­ir­komu­lags­breyt­inga. 201212031

      Garð­ar Gunn­ars­son Stórakrika 19 Mos­fells­bæ sæk­ir um leyfi fyr­ir inn­an­húss fyr­ir­komu­lags­breyt­ing­um á 1. hæð húss­ins nr. 10 við Sölku­götu í sam­ræmi við fram­lögð gögn.
      Heild­ar­stærð­ir húss­ins breyt­ast ekki.

      Niðurstaða þessa fundar:

      Lagt fram

    • 1.7. Völu­teig­ur 4, um­sókn um bygg­ing­ar­leyfi vegna fyr­ir­komu­lags­breyt­inga. 201301449

      Lands­virkj­un Háa­leit­is­braut 68 Reykja­vík sæk­ir um leyfi til að breyta innra fyr­ir­komu­lagi hús­ins nr. 4 við Völu­teig í sam­ræmi við fram­lögð gögn.
      Með til­komu stærri milllipalla eykst gólf­flöt­ur húss­ins um 99,7 m2 en grunn­flöt­ur og rúm­mál húss verð­ur óbreytt.

      Niðurstaða þessa fundar:

      Lagt fram

    Almenn erindi

    • 2. End­ur­skoð­un Að­al­skipu­lags Kópa­vogs 2012-2024201105059

      Birgir H Sigurðsson sendir 3. janúar 2013 f.h. Kópavogsbæjar tillögu að aðalskipulagi Kópavogs 2012-2024 til umsagnar í samræmi við 2. mgr. 30 gr. skipulagslaga. Tillagan samanstendur af uppdrætti, ódagsettum, og greinargerð dags. 12.12.2012. Lögð fram drög að umsögn, sbr. bókun á 334. fundi.

      Nefnd­in sam­þykk­ir fram­lögð drög að um­sögn. Í um­sögn­inni felst m.a. að Mos­fells­bær ger­ir al­var­leg­ar at­huga­semd­ir við fram­setn­ingu á upp­drætti varð­andi lög­sögu­mörk á svæði norð­an Víf­ils­fells, við Sand­skeið.

      • 3. Er­indi SSH vegna end­ur­skoð­un­ar á vatns­vernd fyr­ir höf­uð­borg­ar­svæð­ið201112127

        Erindi SSH dags. 21.12.2012 þar sem óskað er eftir að Mosfellsbær taki afstöðu til meðfylgjandi tillögu að verklýsingu fyrir heildarendurskoðun vatnsverndar á höfuðborgarsvæðinu. Bæjarráð óskaði umsagnar skipulagsnefndar um erindið. Frestað á 334. fundi.

        Nefnd­in fel­ur skipu­lags­full­trúa að koma áliti nefnd­ar­inn­ar á fram­færi við Bæj­ar­ráð.

        • 4. Gatna­gerð Reykja­hvoli og Bjarg­slundi200607122

          Greint var frá fundi sem haldinn var 9.1.2013 með eigendum landa og lóða við Reykjahvol, þar sem rædd voru málefni varðandi skipulag og framkvæmdir. Frestað á 334. fundi.

          Lagt fram.

          • 5. Litlikriki 3 og 5, um­sókn um að breyta par­hús­um í fjór­býli201205160

            Tillaga að breytingu á deiliskipulagi var grenndarkynnt 5. desember 2012 með athugasemdafresti til og með 4. janúar 2013. Fimm athugasemdir bárust, sbr. bókun á 334. fundi. Frestað á 334. fundi.

            Nefnd­in fel­ur skipu­lags­full­trúa að leggja fram drög að svör­um við at­huga­semd­um á næsta fundi.
            Er­lend­ur Fjeld­sted vék af fundi að lok­inni af­greiðslu máls­ins.

            • 6. Um­sókn um leyfi til bú­setu í Bræðra­tungu Reykja­hverfi201301037

              Eigendur Bræðratungu við Hafravatnsveg óska 2.1.2013 eftir leyfi til búsetu og þar með til skráningar lögheimilis í húsinu, sem er skráð sem sumarhús. Vísað til umsagnar skipulagsnefndar af bæjarráði 10.1.2013. Frestað á 334. fundi.

              Nefnd­in fel­ur skipu­lags­full­trúa að koma áliti nefnd­ar­inn­ar á fram­færi við Bæj­ar­ráð.

              • 7. Forn­minj­ar í Krika­hverfi, minn­is­blað KM201301405

                Minnisblað Kristins Magnússonar dags. 11.1.2013 varðandi fornminjar á lóðum við Sunnukrika.

                Frestað.

                • 8. Að­al­skipu­lag Reykja­vík­ur 2012-2030201301589

                  Gerð grein fyrir viðræðum við Reykjavíkurborg um hugsanlega staðsetningu flugvallar á Hólmsheiði.

                  Frestað

                  • 9. Að­al­skipu­lag 2011-2030, end­ur­skoð­un á AS 2002-2024200611011

                    Lögð fram umsögn framkvæmdastjóra umhverfissviðs vegna tillögu um úttekt á jarðmyndunum og vistkerfum í Mosfellsbæ, sbr. bókun bæjarstjórnar á 589. fundi. Í umsögninni kemur fram lausleg skilgreining verksins og kostnaðarmat.

                    Frestað.

                    • 10. Lax­nes 1, deili­skipu­lag reið­leið­ar og ak­veg­ar201206187

                      Lýsing deiliskipulagsverkefnis var auglýst á heimasíðu bæjarins og kynnt með bréfi til hagsmunaaðila dags. 31. júlí 2012 í samræmi við bókun 323. fundar skipulagsnefndar. Meðfylgjandi formleg svör bárust frá Vegagerðinni og Skipulagsstofnun og ennfremur fyrirspurn frá íbúa í Dalnum um undirgöng undir Þingvallaveg.

                      Frestað.

                      • 11. Braut, Mos­fells­dal, ósk um deili­skipu­lag201003312

                        Tillaga að breytingu á deiliskipulagi Laugabólslands var endurauglýst 14. desember skv. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga með athugasemdafresti til 25. janúar 2012. Engin athugasemd barst.

                        Nefnd­in sam­þykk­ir til­lög­una og fel­ur skipu­lags­full­trúa að ann­ast gildis­töku­ferl­ið.

                        • 12. Frí­stundalóð l.nr. 125184, um­sókn um sam­þykkt deili­skipu­lags201004042

                          Tillaga að deiliskipulagi frístundalóðar við Silungatjörn var endurauglýst 14. desember skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga með athugasemdafresti til 25. janúar 2012. Engin athugasemd barst.

                          Nefnd­in sam­þykk­ir til­lög­una og fel­ur skipu­lags­full­trúa að ann­ast gildis­töku­ferl­ið.

                          • 13. Helga­fells­hverfi 2. áf. - deili­skipu­lags­breyt­ing við Brúnás/Ása­veg201202399

                            Tillaga að breytingu á deiliskipulagi 2. áfanga Helgafellshverfis var endurauglýst 14. desember skv. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga með athugasemdafresti til 25. janúar 2012. Engin athugasemd barst.

                            Nefnd­in sam­þykk­ir til­lög­una og fel­ur skipu­lags­full­trúa að ann­ast gildis­töku­ferl­ið.

                            Fleira var ekki gert. Fundi slitið kl. 09:00