Mál númer 201207039
- 29. ágúst 2012
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #587
Lagður er fram til kynningar úrskurður Innanríkisráðuneytisins vegna kæru. Áður á dagskrá 1083. fundar bæjarráðs þar sem þá framkomin kæra var kynnt.
Erindið var lagt fram til kynningar á 1086. fundi bæjarráðs. Lagt fram á 587. fundi bæjarstjórnar.$line$$line$Til máls tóku: JJB og HP.$line$$line$$line$Bókun bæjarfulltrúa Íbúahreyfingarinnar.$line$Bæjarstjóri og meirihluti Sjálfstæðisflokks og VG koma kerfisbundið í veg fyrir að fulltrúi Íbúahreyfingarinnar geti sinnt starfi sínu með því að hunsa beiðnir um upplýsingar, hunsa beiðnir um að fá mál rædd á fundum og jafnvel með því að neita honum um að bóka í fundargerð. Allt eru þetta lögvarin réttindi bæjarfulltrúa.$line$Þessar kærur fjalla um 3 brot en eru fram komnar vegna marg ítrekaðra brota sem ekki verður lýst öðruvísi en að um kerfisbundið og vísvitandi athæfi sé að ræða gegn lýðræðinu, gegnsæi og íbúum sveitarfélagsins.$line$$line$Fulltrúar þessara flokka eru svo veikir í málfluttningi sínum og gjörðum að þeir þurfa að beita lögbrotum til þess að komast hjá því að mál séu rædd, upplýsingar og gagnrýni fái að koma fram.$line$Jón Jósef Bjarnason, bæjarfulltrúi.$line$$line$$line$Bókun D og V lista.$line$Umræddum kærum fulltrúa Íbúahreyfingarinnar til innanríkisráðuneytisins hefur verið vísað frá af hálfu ráðuneytisins. Í úrskurði ráðuneytisins leiðbeinir það bæjarfulltrúanum um það hvernig ber að bera sig að við að óska eftir málum á dagskrá nefnda og ráða bæjarins. Þessar leiðbeiningar hefur bæjarfulltrúinn einnig fengið ítrekað frá stjórnsýslu bæjarins. Bæjarfulltrúar V og D lista fagna því að bæjarfulltrúi Íbúahreyfingarinnar hafi fengið viðeigandi ráðleggingar frá ráðuneytinu.
- 23. ágúst 2012
Bæjarráð Mosfellsbæjar #1086
Lagður er fram til kynningar úrskurður Innanríkisráðuneytisins vegna kæru. Áður á dagskrá 1083. fundar bæjarráðs þar sem þá framkomin kæra var kynnt.
Til máls tók: JJB.
Úrskurður Innanríkisráðuneytisins lagður fram til kynningar, en ráðuneytið vísaði kærunni frá og tilkynnir að það muni ekki hafa frekari afskipti af málinu. - 12. júlí 2012
Bæjarráð Mosfellsbæjar #1083
Kæra til Innanríkisráðuneytisins á hendur Mosfellsbæ lögð fram til kynningar.
Til máls tóku: HP, HSv, JJB og JS.
Kæran lögð fram til kynningar. Bæjarstjóri mun svara ráðuneytinu.