27. mars 2017 kl. 07:00,
2. hæð Helgafell
Fundinn sátu
- Bryndís Haraldsdóttir (BH) formaður
- Theódór Kristjánsson (TKr) aðalmaður
- Samson Bjarnar Harðarson (SBH) aðalmaður
- Júlía Margrét Jónsdóttir aðalmaður
- Gunnlaugur Johnson (GJo) áheyrnarfulltrúi
- Jón Guðmundur Jónsson 1. varamaður
- Ólafur Melsted skipulagsfulltrúi
- Jóhanna Björg Hansen framkvæmdastjóri umhverfissviðs
- Ásbjörn Þorvarðsson byggingarfulltrúi
Fundargerð ritaði
Ásbjörn Þorvarðarson Byggingafulltrúi
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Starfsáætlun skipulagsnefndar 2017201611238
Á 428. fundi skipulagsnefndar 17.janúar 2017 var gerð eftirfarandi bókun: "Skipulagsnefnd samþykkir tillöguna fyrir árið 2017." Frestað á 431. fundi. Frestað á 432. fundi. Lögð fram endurbætt tillaga að starfsáætlun fyrir skipulagsnefnd árið 2017.
Frestað.
2. Tengivegur á milli Þverholts og Leirvogstungu - breyting á deiliskipulagi201612093
Á 432. fundi skipulagsnefndar 13. mars 2017 var gerð eftirfarandi bókun: "Samþykkt að visa athugasemd til skoðunar hjá skipulagsfulltrúa." Lagt fram minnisblað skipulagsfulltrúa.
Skipulagsnefnd þakkar framkomnar ábendingar og bendir á að í miðbæ Mosfellsbæjar er nú unnið að nokkrum deiliskipulagsverkefnum þar sem gert er ráð fyrir litlum íbúðum sem meðal annars geti gagnast ungu fólki eins og það skipulag sem hér um ræðir. Tengivegur milli Þverholts og Leirvogstungu á sér langa forsögu og var skipulag hans meðal annars unnið í samvinnu við íbúa svæðisins. Nefndin telur því skynsamlegt að haldið verði áfram með þetta skipulag og staðfestir það hér með.
3. Blesabakki 1 - fyrirspurn vegna stækkunar á hesthúsi, breyting á deiliskipulagi201610198
Á 429. fundi skipulagsnefndar 31. janúar 2017 var gerð eftirfarandi bókun: "Skipulagsnefnd felur skipulagsfulltrúa að leita álits næstu nágranna Blesabakka 1 og stjórnar Hestamannafélagsins Harðar." Álit frá einum nágranna hefur borist.Frestað á 432. fundi.
Skipulagsnefnd vísar erindinu til úrvinnslu við endurskoðun deiliskipulags hesthúsasvæðisins.
4. Hesthúsalóð á Varmárbökkum201701072
Á 1295. fundi bæjarráðs 23. febrúar 2017 var gerð eftirfarandi bókun: "Samþykkt með þremur atkvæðum að vísa erindinu til umsagnar og afgreiðslu skipulagsnefndar." Frestað á 432. fundi.
Skipulagsnefnd felur formanni og skipulagsfulltrúa að ræða við stjórn hestamannafélagsins.
5. Frístundalóð í Úlfarsfellslandi við Hafravatn lnr. 125506 - breyting á deiliskipulagi201702203
Á 431. fundi skipulagsnefndar 27. febrúar 2017 var gerð eftirfarandi bókun: " Skipulagsnefnd synjar erindinu þar sem það samræmist ekki ákvæðum aðalskipulags." Lagt fram erindi frá umsækjanda.Frestað á 432. fundi.
Skipulagsnefnd er jákvæð gagnvart því að byggð verði tvö 45 fm. hús á lóðinni. Uppskipting lands er ekki í samræmi við aðalskipulag Mosfellsbæjar en þar segir að almennt skal við það miðað að lóðir á frístundasvæði verði að jafnaði um 1 ha. að stærð. Nefndin bendir jafnframt á þriðju málsgrein bls. 46 í aðalskipulagsgreinargerð þar sem ma. kemur fram að frekari uppbygging frístundabyggðar við Hafravatn verði stöðvuð, þ.e. að ekki verði heimiluð uppbygging umfram það sem gildandi deiliskipulag kveður á um.
6. Í Miðdalslandi l.nr. 125323, ósk um skiptingu í 4 lóðir201605282
Á 419. fundi skipulagsnefndar 28. júní 2016 var gerð eftirfarandi bókun: "Nefndin samþykkir að tillagan verði auglýst skv. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga." Tillagan var auglýst, engar athugasemdir bárust. Tillagna var send Skipulagsstofnun til yfirferðar skv. 1. mgr. 42. gr. skipulagslaga. Skipulagsstofnun gerir athugasemd við að sveitarstjórn birti auglýsingu um samþykkt deiliskipulags í B-deild Stjórnartíðinda þar sem deiliskipulagið er ekki samræmi við ákvæði gildandi aðalskipulags. Borist hefur erindi frá umsækjanda. Frestað á 432. fundi.
Skipulagsnefnd óskar eftir umsögn skipulagsráðgjafa aðalskipulagsins á málinu.
7. Ósk um deiliskipulagningu og framlengingu á leigusamningi lóðar201702141
Á 1295. fundi bæjarráðs 23. febrúar 2017 var gerð eftirfarandi bókun: "Samþykkt með þremur atkvæðum að vísa skipulagshluta erindisins til umsagnar skipulagsnefndar og ósk um framlengingu á leigusamningi til umsagnar lögmanns." Frestað á 432. fundi.
Skipulagsnefnd telur nauðsynlegt að skoða betur möguleika aukinni þéttingu og nýtingu á svæðinu í heild, meðal annars með tilliti til borgarlínunnar og felur skipulagsfulltrúa nánari skoðun málsins.
8. Miðbær Mosfellsbæjar - breyting á deiliskipulagi, Þverholt 25-27201701164
Á 428. fundi skipulagsnefndar 17. janúar 2017 var gerð eftirfarandi bókun: "Nefndin samþykkir að tillagan verðir auglýst skv. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga." Tillagan var auglýst frá 3. febrúar til og með 17. mars 2017. Ein athugasemd barst.
Skipulagsnefnd þakkar framkomnar ábendingar en telur að auglýst skipulag endurspegli vilja bæjaryfirvalda til uppbyggingar í miðbæ Mosfellsbæjar.
9. Kæra til ÚUA v/deiliskipulagsskilmála Bjargs í Mosfellsbæ201507121
Lagður fram úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála frá 23. febrúar 2017 varðandi mál nr. 52/2015 kæra á ákvörðun bæjarstjórnar Mosfellsbæjar frá 19. júní 2015 um að samþykkja breytingu á deiliskipulagi með Varmá frá Reykjalundarvegi að Húsadal vegna lóðarinnar Bjargs í Mosfellsbæ. Frestað á 432. fundi.
Nefndin samþykkir að tillagan verði auglýst að nýju og þá skv. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga.
10. Skarhólabraut 1, slökkvistöðvarlóð, skipting lóðar.201604166
Lögð fram tillaga að breytingu á aðalskipulagi, svæði fyrir þjónustustofnanir austan gatnamóta Vesturlandsvegar og Skarhólabrautar, ásamt umhverfisskýrslu. Einnig lagðar fram umsagnir um verkefnislýsingu frá Skipulagsstofnun, Umhverfisstofnun, Vegagerðinni,Minjastofnun, svæðisskipulagsstjóra og heilbrigðiseftirliti.
Nefndin samþykkir að tillagan verði auglýst skv. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga.
- FylgiskjalSvar Vegagerðarinnar.pdfFylgiskjalMosfellsbær lýsing verkáætlunar.pdfFylgiskjalSvar Skipulagsstofnunar vegna þjónustustofnana austan Vesturlandsvegar og Skarhólabrautar.pdfFylgiskjalUmsögn MÍ.pdfFylgiskjalAðalskipulagsbreyting, svæði fyrir þjónustustofnanir.pdfFylgiskjalSvar Umhverfisstofnunar.pdfFylgiskjal170320-aðalskipulagsbreyting.pdf
11. Laxatunga 93 - breyting á deiliskipulagi201702170
Á 431. fundi skipulagsnefndar 27. febrúar 2017 var gerð eftirfarandi bókun: "Nefndin heimilar umsækjanda að leggja fram tillögu að breytingu á deiliskipulagi. Umsækjandi greiði fyrir þann kostnað sem til fellur vegna breytinganna." Lagður fram deiliskipulagsbreytingaruppdráttur.
Frestað.
12. Gerplustræti 17-19 og 21-23, breyting á deiliskipulagi.201703364
Borist hefur erindi frá Kristjáni P. Kristjánssyni fh. Kapex dags. 21. mars 2017 varðandi breytingu á deiliskipulagi fyrir lóðirnar að Gerplustræti 17-19 og 21-23.
Frestað.
13. Aðalskipulag Mosfellsbæjar 2011-2030 - ósk um breytingu á aðalskipulagi201612360
Á 432. fundi skipulagsnefndar 13. mars 2017 var gerð eftirfarandi bókun: "Skipulagsfulltrúa falið að skoða málið." Skipulagsfulltrúi hefur átt fund með bréfritara. Borist hefur nýtt erindi.
Frestað.
14. Borgarlínan, hágæða almenningssamgöngur201611131
Á fundinn mættu Eyjólfur Árni Rafnsson frá SSH og Lilja Karlsdóttir verkfræðingur og gerðu grein fyrir vinnu við Borgarlínuverkefnið.
Kynning og umræður.
15. Desjamýri 10, Umsókn um byggingarleyfi201703282
Eldey invest ehf. þrastarhöfða 16 Mosfellsbæ sækir um leyfi til að byggja úr steinsteypu og forsteyptum einingum atvinnuhúsnæði á lóðinni nr. 10 við Desjamýri í samræmi við framlögð gögn. Stærð: Kjallari 583,7 m2, 1. hæð 1500,0 m2, 2. hæð 239,2 m2, 12973,8 m3. Byggingarfulltrúi óskar eftir umsögn skipulagsnefndar um erindið vegna nýtingarhlutfalls og beiðni um leyfi til að víkja frá bundinni byggingarlínu.
Nefndin samþykkir að meðhöndla erindið skv. 3. mgr. 43. gr. skipulagslaga.
16. Ásland 9/Umsókn um byggingarleyfi201701245
Andrés Gunnarsson Breiðagerði 8 Reykjavík sækir um leyfi til að byggja úr steinsteypu tveggja hæða einbýlishús með aukaíbúð og bílgeymslu í samræmi við framlögð gögn. Stærð: 1. hæð 98,8 m2, aukaíbúð 77,5 m2, 2. hæð 147,4 m2, bílgeymsla 29,0 m2, 1119,4 m3. Byggingarfulltrúi óskar eftir umsögn skipulagsnefndar um erindið vegna aukaíbúðar.
Nefndin samþykkir að meðhöndla erindið skv. 3. mgr. 43. gr. skipulagslaga.
- FylgiskjalUmsókn um byggingaleyfi.pdfFylgiskjal1608IE-Ásland 9, mos- A101 (1)-Sheet - A201 - Útlit-Layout1-000.pdfFylgiskjal1608IE-Ásland 9, mos- A101 (1)-Sheet - A102 - Grunnmynd 2- hæðar-Layout1-000.pdfFylgiskjal1608IE-Ásland 9, mos- A101 (1)-Sheet - A301 - Snið-Layout1-000.pdfFylgiskjal1608IE-Ásland 9, mos- A101 (1)-Sheet - L101 - Afstöðumynd-Layout1-000.pdf
17. Snæfríðargata 18, Umsókn um byggingarleyfi201703360
Hákon Már Pétursson Áslandi 4A Mosfellsbæ sækir um leyfi til að byggja úr steinsteypu einbýlishús með innbyggðri bílgeymslu á lóðinni nr. 18 við Snæfríðargötu í samræmi við framlögð gögn. Stærð: Kjallari 34,2 m2, íbúð 1. hæð 196,6 m2, bílgeymsla 30,4 m2, 995,8 m3.Íbúð. Byggingarfulltrúi óskar eftir umsögn skipulagsnefndar um erindið vegna skipulagsákvæða um tveggja hæða hús á lóðinni. Gunnlaugur Johnson vék af fundi við afgreiðslu málsins.
Nefndin samþykkir að meðhöndla erindið skv. 3. mgr. 43. gr. skipulagslaga.
Fundargerðir til staðfestingar
18. Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 306201703024F
Lagt fram.
18.1. Ásland 9/Umsókn um byggingarleyfi 201701245
Andrés Gunnarsson Breiðagerði 8 Reykjavík sækir um leyfi til að byggja úr steinsteypu tveggja hæða einbýlishús með aukaíbúð og bílgeymslu í samræmi við framlögð gögn.
Stærð: 1. hæð 98,8 m2, aukaíbúð 77,5 m2, 2. hæð 147,4 m2, bílgeymsla 29,0 m2, 1119,4 m3.18.2. Desjamýri 10, Umsókn um byggingarleyfi 201703282
Eldey invest ehf. Þrastarhöfða 16 Mosfellsbæ sækir um leyfi til að byggja úr steinsteypu og forsteyptum einingum atvinnuhúsnæði á lóðinni nr. 10 við Desjamýri í samræmi við framlögð gögn.
Stærð: Kjallari 583,7 m2, 1. hæð 1500,0 m2, 2. hæð 239,2 m2, 12973,8 m318.3. Laxatunga 46-54, Umsókn um byggingarleyfi 201612270
Þ4ehf. Hlíðarsmára 2 Kópavogi sækir um leyfi til að byggja úr forsteyptum einingum tveggja hæða raðhús með innbyggðum bílgeymslum á lóðunum nr. 46,48,50,52 og 54 við Laxatungu í samræmi við framlögð gögn.
Stærð: Nr.46 1. hæð íbúð 66,8 m2, bílgeymsla / geymsla 38,1 m2, 2. hæð 104,9 m2 707,0 m3.
Nr.48 1. hæð íbúð 67,1 m2, bílgeymsla / geymsla 38,1 m2, 2. hæð 105,2 m2 709,0 m3.
Nr.50 1. hæð íbúð 66,8 m2, bílgeymsla / geymsla 38,1 m2, 2. hæð 104,9 m2 707,0 m3.
Nr.52 1. hæð íbúð 66,8 m2, bílgeymsla / geymsla 38,1 m2, 2. hæð 104,9 m2 707,0 m3.
Nr.54 1. hæð íbúð 66,8 m2, bílgeymsla / geymsla 38,1 m2, 2. hæð 104,9 m2 707,0 m3.18.4. Snæfríðargata 3, Umsókn um byggingarleyfi 201703004
Byggingafélagið Bakki Þverholti 2 Mosfellsbæ sækir um leyfi til að byggja úr steinsteypu 5 íbúða fjölbýlishús á lóðinni nr. 1 - 9 við Snæfríðargötu í samræmi við framlögð gögn. Um er að ræða hús sem verður nr.3 við Snæfríðargötu.
Stærð: 1. hæð 261,3 m2, 2. hæð 261,3 m2, 1615,4 m3.18.5. Snæfríðargata 18, Umsókn um byggingarleyfi 201703360
Hákon Már Pétursson Áslandi 4A Mosfellsbæ sækir um leyfi til að byggja úr steinsteypu einbýlishús með innbyggðri bílgeymslu á lóðinni nr. 18 við Snæfríðargötu í samræmi við framlögð gögn.
Stærð: Kjallari 34,2 m2, íbúð 1. hæð 196,6 m2, bílgeymsla 30,4 m2, 995,8 m3.18.6. Vogatunga 56-60, Umsókn um byggingarleyfi 201702304
Akrafell ehf. Breiðagerði 8 Reykjavík sækir um leyfi til að byggja úr steinsteypu og forsteyptum einingum raðhús á lóðunum nr. 56,58 og 60 við Vogatungu í samræmi við framlögð gögn.
Stærð: nr. 56 íbúð 125,3 m2,bílgeymsla / geymsla 35,0 m2, 670,7 m3.
Nr. 58 kjallari 127,6 m2, íbúð 1. hæð 99,5 m2, bílgeymsla 27,7 m2, 912,9 m3.
Nr. 60 kjallari 127,6 m2, íbúð 1. hæð 99,5 m2, bílgeymsla 27,7 m2, 912,9 m3.18.7. Þverholt 9 / Umsókn um byggingarleyfi 201703342
Hörður Baldvinsson Bugðutanga 21 Mosfellsbæ sækir um leyfi til að breyta atvinnuhúsnæði 01.01 að Þverholti 9 í íbúð samkvæmt framlögðum gögnum.
Heildarstærðir hússins breytast ekki.
Fyrir liggur skriflegt samþykki meðeigenda vegna breytinganna.