24. júní 2022 kl. 07:00,
2. hæð Helgafell
Fundinn sátu
- Valdimar Birgisson (VBi) formaður
- Aldís Stefánsdóttir (ASt) varaformaður
- Ásgeir Sveinsson (ÁS) aðalmaður
- Helga Jóhannesdóttir (HJó) aðalmaður
- Anna Sigríður Guðnadóttir (ASG) varamaður
- Stefán Ómar Jónsson (SÓJ) áheyrnarfulltrúi
- Kristinn Pálsson skipulagsfulltrúi
- Árni Jón Sigfússon byggingarfulltrúi
Fundargerð ritaði
Árni Jón Sigfússon Byggingarfulltrúi
Eftirfarandi afbrigði samþykkt í upphafi fundar: Samþykkt með fimm atkvæðum að taka málið, Vesturlandsvegur frá Skarhólabraut að Reykjavegi - framkvæmdir, á dagskrá sem dagskrárlið nr. 9
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Kæra til ÚUA vegna útgáfu byggingarleyfis við Stórakrika 59-61 - mál nr. 174/2021202112053
Lögð er fram til kynningar niðurstaða í kærumáli nr. 174/2021, vegna samþykktar byggingarfulltrúa á byggingaráformum fyrir parhús við Stórakrika 59-61, dags. 11.11.2021. Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála felldi úr gildi ákvörðun byggingarfulltrúa. Hjálögð er kæra auk athugasemda Mosfellsbæjar.
Lagt fram og kynnt.
2. Staðfangabreytingar við Hafravatn202206160
Lagt er fram til kynningar minnisblað vegna ábendinga um úrbætur staðfanga í dreifbýli Mosfellsbæjar. Tillaga er að vinna endurskoðun staðfanga í samræmi við reglugerð um skráningu staðfanga nr. 557/2017. Lögð er fram tillaga um úrbætur staðfanga frístundahúsa við norðanvert Hafravatn.
Skipulagsnefnd samþykkir að heiti vegarins um frístundabyggð við norðanvert Hafravatn muni hljóta nafnið Óskotsvegur. Umhverfissviði er falið að vinna að frekari útfærslu staðfanga og skráningum lóða.
Samþykkt með fimm atkvæðum.3. Aðgengismál í Helgafellshverfi - erindi nemenda202206290
Erindi barst skipulagsnefnd, sem jafnframt er umferðarnefnd, frá sex nemendum 6. bekkjar Helgafellsskóla, þeim Arnheiði, Árdísi, Dagbjörtu, Elísu, Laufey og Láru, með ábendingum um aðgengismál í Helgafellshverfi.
Skipulagsnefnd þakkar nemendum Helgafellsskóla kærlega fyrir erindið og ábendingarnar. Nefndin telur mikilvægt að hverfi sveitarfélagsins og frágangur gatna, stíga og gangstétta taki mið af aðgengi fyrir alla með öryggi og helstu ferðaleiðir vegfarenda í huga. Skipulagsnefnd felur umhverfissviði að rýna ábendingarnar frekar og innleiða þær í fyrirhugaða endurskoðun á umferðaröryggisáætlun. Eftir atvikum er vert að skoða úrbætur í samræmi við ábendingar.
Samþykkt með fimm atkvæðum.4. Selvatn L192510 - uppskipting lands202204217
Borist hefur tillaga að deiliskipulagsbreytingu til kynningar og afgreiðslu fyrir frístundalóð við Selvatn í samræmi við samþykkt á 564. fundi nefndarinnar.
Skipulagsnefnd samþykkir að tillagan hljóti afgreiðslu skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Skipulagsnefnd metur breytinguna þó óverulega með tilliti til aðalskipulags auk gildandi deiliskipulags og ákvæða þess. Aðeins er um uppskiptingu lóðar að ræða. Með vísan í 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga, um kynningarferli grenndarkynninga, metur skipulagsnefnd aðeins landeigenda sjálfan hagsmunaaðila máls. Skipulagsnefnd ákveður því að falla frá kröfum um grenndarkynningu sömu málsgreinar. Breytingartillaga deiliskipulags telst því samþykkt og skal hljóta afgreiðslu skv. 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og annast skipulagsfulltrúi staðfestingu skipulagsins.
Samþykkt með fimm atkvæðum.5. Helgafellshverfi 5. áfangi - gatnagerð202109561
Borist hefur erindi frá umhverfissviði, dags. 01.06.2022, með ósk um framkvæmdaleyfi fyrir gatnagerð 5. áfanga Helgafellshverfis í samræmi við deiliskipulag.
Skipulagsfulltrúa er falið að gefa út framkvæmdaleyfi í samræmi við 13. og 15. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 skv. reglugerð um framkvæmdaleyfi nr. 772/2012, á grunni gildandi deiliskipulags.
Samþykkt með fimm atkvæðum.6. Hulduberg - bílastæði202201616
Borist hefur erindi frá umhverfissviði, dags. 15.06.2022, með ósk um framkvæmdaleyfi vegna stækkunar á bílastæðum við leikskólann Hulduberg í samræmi við deiliskipulag.
Skipulagsfulltrúa er falið að gefa út framkvæmdaleyfi í samræmi við 13. og 15. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 skv. reglugerð um framkvæmdaleyfi nr. 772/2012, á grunni gildandi deiliskipulags.
Samþykkt með fimm atkvæðum.7. Lerkibyggð 4 - skipulag202206434
Borist hefur erindi frá Val Þór Sigurðssyni, f.h. Sumarbyggð ehf. landeigenda Lerkibyggðar 4 og 6, með fyrirspurn vegna skilmála deiliskipulags lóðar Lerkibyggðar 4.
Erindinu er vísað til umsagnar á umhverfissviði vegna hugsanlegra fordæma og ákvæða gildandi deiliskipulags. Rýna skal aðkomumál og eftir atvikum skoða samningagerð um uppbyggingu vegar.
Samþykkt með fimm atkvæðum.8. Arnartangi 44 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi202206296
Borist hefur umsókn um byggingarleyfi frá Adam Modzelewski, fyrir stækkun á húsi við Arnartanga 44. Erindinu var vísað til skipulagsnefndar á 476. afgreiðslufundi byggingarfulltrúi þar sem ekki er í gildi deiliskipulag fyrir hverfið.
Skipulagsnefnd samþykkir að umsókn um byggingarleyfi og skráning byggðra mannvirkja verði grenndarkynnt í samræmi við 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Samþykkt með fimm atkvæðum.9. Vesturlandsvegur frá Skarhólabraut að Reykjavegi - framkvæmdir202101165
Borist hefur erindi frá Sigríði Önnu Ellerup, f.h. Vegagerðarinnar, dags. 21.06.2022, með ósk um stofnun tveggja spildna undir vegstæði Vesturlandsvegar í samræmi við gögn. Hjálögð eru umboð landeigenda, L217171 og L217172.
Skipulagsnefnd heimilar stofnun spildna undir vegstæðið í samræmi við hnitsett gögn, skv. 1. mgr. 48. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Málinu er vísað til úrvinnslu á umhverfissviði.
Samþykkt með fimm atkvæðum.
Fundargerðir til kynningar
10. Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 476202206027F
Fundargerð lögð fram til kynningar.
Fundargerð lögð fram til kynningar.
10.1. Arnartangi 44 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi 202206296
Adam Modzelewski Arnartanga 44 sækir um leyfi til að byggja úr timbri viðbyggingu við raðhús á lóðinni Arnartangi nr. 44, í samræmi við framlögð gögn. Stækkun: Íbúð 42,3 m², 118,1 m³.
Niðurstaða þessa fundar:
Lagt fram.
10.2. Desjamýri 14 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi 202203805
Planki ehf. Snæfríðargötu 8 sækir um leyfi til að byggja úr steinsteypu atvinnuhúsnæði með 8 eignarhlutum á lóðinni Desjamýri nr. 14, í samræmi við framlögð gögn.
Stærðir: 1.769,1 m², 8.415,98 m³.Niðurstaða þessa fundar:
Lagt fram.
10.3. Miðdalur II C - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi 202205613
Gunnar Sigurðsson Kvistaland 13 Reykjavík sækir um leyfi til að byggja úr timbri frístundahús á lóðinni Miðdalur II c (L233635) í samræmi við framlögð gögn. Stærðir: 101,6 m², 376,5 m³.
Niðurstaða þessa fundar:
Lagt fram.
10.4. Uglugata 40-46 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi 202202132
Uglugata 40 ehf. Melhaga 22 Reykjavík sækir um leyfi til breytinga áður samþykktra aðaluppdrátta fjölbýlishúss á lóðinni Uglugata nr. 40-46 , í samræmi við framlögð gögn. Stærðir breytast ekki.
Niðurstaða þessa fundar:
Lagt fram.