Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða

24. júní 2022 kl. 07:00,
2. hæð Helgafell


Fundinn sátu

  • Valdimar Birgisson (VBi) formaður
  • Aldís Stefánsdóttir (ASt) varaformaður
  • Ásgeir Sveinsson (ÁS) aðalmaður
  • Helga Jóhannesdóttir (HJó) aðalmaður
  • Anna Sigríður Guðnadóttir (ASG) varamaður
  • Stefán Ómar Jónsson (SÓJ) áheyrnarfulltrúi
  • Kristinn Pálsson skipulagsfulltrúi
  • Árni Jón Sigfússon byggingarfulltrúi

Fundargerð ritaði

Árni Jón Sigfússon Byggingarfulltrúi

Eft­ir­far­andi af­brigði sam­þykkt í upp­hafi fund­ar: Sam­þykkt með fimm at­kvæð­um að taka mál­ið, Vest­ur­lands­veg­ur frá Skar­hóla­braut að Reykja­vegi - fram­kvæmd­ir, á dagskrá sem dag­skrárlið nr. 9


Dagskrá fundar

Almenn erindi

  • 1. Kæra til ÚUA vegna út­gáfu bygg­ing­ar­leyf­is við Stórakrika 59-61 - mál nr. 174/2021202112053

    Lögð er fram til kynningar niðurstaða í kærumáli nr. 174/2021, vegna samþykktar byggingarfulltrúa á byggingaráformum fyrir parhús við Stórakrika 59-61, dags. 11.11.2021. Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála felldi úr gildi ákvörðun byggingarfulltrúa. Hjálögð er kæra auk athugasemda Mosfellsbæjar.

    Lagt fram og kynnt.

  • 2. Stað­fanga­breyt­ing­ar við Hafra­vatn202206160

    Lagt er fram til kynningar minnisblað vegna ábendinga um úrbætur staðfanga í dreifbýli Mosfellsbæjar. Tillaga er að vinna endurskoðun staðfanga í samræmi við reglugerð um skráningu staðfanga nr. 557/2017. Lögð er fram tillaga um úrbætur staðfanga frístundahúsa við norðanvert Hafravatn.

    Skipu­lags­nefnd sam­þykk­ir að heiti veg­ar­ins um frí­stunda­byggð við norð­an­vert Hafra­vatn muni hljóta nafn­ið Óskots­veg­ur. Um­hverf­is­sviði er fal­ið að vinna að frek­ari út­færslu stað­fanga og skrán­ing­um lóða.
    Sam­þykkt með fimm at­kvæð­um.

  • 3. Að­geng­is­mál í Helga­fells­hverfi - er­indi nem­enda202206290

    Erindi barst skipulagsnefnd, sem jafnframt er umferðarnefnd, frá sex nemendum 6. bekkjar Helgafellsskóla, þeim Arnheiði, Árdísi, Dagbjörtu, Elísu, Laufey og Láru, með ábendingum um aðgengismál í Helgafellshverfi.

    Skipu­lags­nefnd þakk­ar nem­end­um Helga­fells­skóla kær­lega fyr­ir er­ind­ið og ábend­ing­arn­ar. Nefnd­in tel­ur mik­il­vægt að hverfi sveit­ar­fé­lags­ins og frá­gang­ur gatna, stíga og gang­stétta taki mið af að­gengi fyr­ir alla með ör­yggi og helstu ferða­leið­ir veg­far­enda í huga. Skipu­lags­nefnd fel­ur um­hverf­is­sviði að rýna ábend­ing­arn­ar frek­ar og inn­leiða þær í fyr­ir­hug­aða end­ur­skoð­un á um­ferðarör­ygg­is­áætlun. Eft­ir at­vik­um er vert að skoða úr­bæt­ur í sam­ræmi við ábend­ing­ar.
    Sam­þykkt með fimm at­kvæð­um.

  • 4. Selvatn L192510 - upp­skipt­ing lands202204217

    Borist hefur tillaga að deiliskipulagsbreytingu til kynningar og afgreiðslu fyrir frístundalóð við Selvatn í samræmi við samþykkt á 564. fundi nefndarinnar.

    Skipu­lags­nefnd sam­þykk­ir að til­lag­an hljóti af­greiðslu skv. 2. mgr. 43. gr. skipu­lagslaga nr. 123/2010. Skipu­lags­nefnd met­ur breyt­ing­una þó óveru­lega með til­liti til að­al­skipu­lags auk gild­andi deili­skipu­lags og ákvæða þess. Að­eins er um upp­skipt­ingu lóð­ar að ræða. Með vís­an í 3. mgr. 44. gr. skipu­lagslaga, um kynn­ing­ar­ferli grennd­arkynn­inga, met­ur skipu­lags­nefnd að­eins land­eig­enda sjálf­an hags­muna­að­ila máls. Skipu­lags­nefnd ákveð­ur því að falla frá kröf­um um grennd­arkynn­ingu sömu máls­grein­ar. Breyt­ing­ar­til­laga deili­skipu­lags telst því sam­þykkt og skal hljóta af­greiðslu skv. 42. gr. skipu­lagslaga nr. 123/2010 og ann­ast skipu­lags­full­trúi stað­fest­ingu skipu­lags­ins.
    Sam­þykkt með fimm at­kvæð­um.

  • 5. Helga­fells­hverfi 5. áfangi - gatna­gerð202109561

    Borist hefur erindi frá umhverfissviði, dags. 01.06.2022, með ósk um framkvæmdaleyfi fyrir gatnagerð 5. áfanga Helgafellshverfis í samræmi við deiliskipulag.

    Skipu­lags­full­trúa er fal­ið að gefa út fram­kvæmda­leyfi í sam­ræmi við 13. og 15. gr. skipu­lagslaga nr. 123/2010 skv. reglu­gerð um fram­kvæmda­leyfi nr. 772/2012, á grunni gild­andi deili­skipu­lags.
    Sam­þykkt með fimm at­kvæð­um.

  • 6. Huldu­berg - bíla­stæði202201616

    Borist hefur erindi frá umhverfissviði, dags. 15.06.2022, með ósk um framkvæmdaleyfi vegna stækkunar á bílastæðum við leikskólann Hulduberg í samræmi við deiliskipulag.

    Skipu­lags­full­trúa er fal­ið að gefa út fram­kvæmda­leyfi í sam­ræmi við 13. og 15. gr. skipu­lagslaga nr. 123/2010 skv. reglu­gerð um fram­kvæmda­leyfi nr. 772/2012, á grunni gild­andi deili­skipu­lags.
    Sam­þykkt með fimm at­kvæð­um.

  • 7. Lerki­byggð 4 - skipu­lag202206434

    Borist hefur erindi frá Val Þór Sigurðssyni, f.h. Sumarbyggð ehf. landeigenda Lerkibyggðar 4 og 6, með fyrirspurn vegna skilmála deiliskipulags lóðar Lerkibyggðar 4.

    Er­ind­inu er vísað til um­sagn­ar á um­hverf­is­sviði vegna hugs­an­legra for­dæma og ákvæða gild­andi deili­skipu­lags. Rýna skal að­komu­mál og eft­ir at­vik­um skoða samn­inga­gerð um upp­bygg­ingu veg­ar.
    Sam­þykkt með fimm at­kvæð­um.

  • 8. Arn­ar­tangi 44 - Um­sókn um bygg­ingaráform og bygg­ing­ar­leyfi202206296

    Borist hefur umsókn um byggingarleyfi frá Adam Modzelewski, fyrir stækkun á húsi við Arnartanga 44. Erindinu var vísað til skipulagsnefndar á 476. afgreiðslufundi byggingarfulltrúi þar sem ekki er í gildi deiliskipulag fyrir hverfið.

    Skipu­lags­nefnd sam­þykk­ir að um­sókn um bygg­ing­ar­leyfi og skrán­ing byggðra mann­virkja verði grennd­arkynnt í sam­ræmi við 44. gr. skipu­lagslaga nr. 123/2010.
    Sam­þykkt með fimm at­kvæð­um.

  • 9. Vest­ur­lands­veg­ur frá Skar­hóla­braut að Reykja­vegi - fram­kvæmd­ir202101165

    Borist hefur erindi frá Sigríði Önnu Ellerup, f.h. Vegagerðarinnar, dags. 21.06.2022, með ósk um stofnun tveggja spildna undir vegstæði Vesturlandsvegar í samræmi við gögn. Hjálögð eru umboð landeigenda, L217171 og L217172.

    Skipu­lags­nefnd heim­il­ar stofn­un spildna und­ir veg­stæð­ið í sam­ræmi við hnit­sett gögn, skv. 1. mgr. 48. gr. skipu­lagslaga nr. 123/2010. Mál­inu er vísað til úr­vinnslu á um­hverf­is­sviði.
    Sam­þykkt með fimm at­kvæð­um.

Fundargerðir til kynningar

  • 10. Af­greiðslufund­ur bygg­ing­ar­full­trúa - 476202206027F

    Fundargerð lögð fram til kynningar.

    Fund­ar­gerð lögð fram til kynn­ing­ar.

    • 10.1. Arn­ar­tangi 44 - Um­sókn um bygg­ingaráform og bygg­ing­ar­leyfi 202206296

      Adam Modzelewski Arn­ar­tanga 44 sæk­ir um leyfi til að byggja úr timbri við­bygg­ingu við rað­hús á lóð­inni Arn­ar­tangi nr. 44, í sam­ræmi við fram­lögð gögn. Stækk­un: Íbúð 42,3 m², 118,1 m³.

      Niðurstaða þessa fundar:

      Lagt fram.

    • 10.2. Desja­mýri 14 - Um­sókn um bygg­ingaráform og bygg­ing­ar­leyfi 202203805

      Planki ehf. Snæfríð­ar­götu 8 sæk­ir um leyfi til að byggja úr stein­steypu at­vinnu­hús­næði með 8 eign­ar­hlut­um á lóð­inni Desja­mýri nr. 14, í sam­ræmi við fram­lögð gögn.
      Stærð­ir: 1.769,1 m², 8.415,98 m³.

      Niðurstaða þessa fundar:

      Lagt fram.

    • 10.3. Mið­dal­ur II C - Um­sókn um bygg­ingaráform og bygg­ing­ar­leyfi 202205613

      Gunn­ar Sig­urðs­son Kvist­a­land 13 Reykja­vík sæk­ir um leyfi til að byggja úr timbri frí­stunda­hús á lóð­inni Mið­dal­ur II c (L233635) í sam­ræmi við fram­lögð gögn. Stærð­ir: 101,6 m², 376,5 m³.

      Niðurstaða þessa fundar:

      Lagt fram.

    • 10.4. Uglugata 40-46 - Um­sókn um bygg­ingaráform og bygg­ing­ar­leyfi 202202132

      Uglugata 40 ehf. Mel­haga 22 Reykja­vík sæk­ir um leyfi til breyt­inga áður sam­þykktra að­al­upp­drátta fjöl­býl­is­húss á lóð­inni Uglugata nr. 40-46 , í sam­ræmi við fram­lögð gögn. Stærð­ir breyt­ast ekki.

      Niðurstaða þessa fundar:

      Lagt fram.

    Fleira var ekki gert. Fundi slitið kl. 09:00