Mál númer 202206434
- 28. september 2022
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #812
Lagt er fram umbeðið minnisblað skipulagsfulltrúa í samræmi við afgreiðslu á 568. fundi nefndarinnar. Hjálagt er upprunalegt erindi um fjölgun fermetra vegna nýbyggingar að Lerkibyggð 4.
Afgreiðsla 572. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 812. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
- 23. september 2022
Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar #572
Lagt er fram umbeðið minnisblað skipulagsfulltrúa í samræmi við afgreiðslu á 568. fundi nefndarinnar. Hjálagt er upprunalegt erindi um fjölgun fermetra vegna nýbyggingar að Lerkibyggð 4.
Skipulagsnefnd synjar túlkun málsaðila á heimildum skipulagsins, heildarfjöldi fermetra er 110. Málsaðila er heimilt, skv. 2. mgr. 38. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að vinna breytingu skipulags í samræmi við 43. gr. sömu laga. Erindinu er jafnframt vísað til bæjarráðs og bæjarlögmanns vegna samninga um uppbyggingu og innviði.
Samþykkt með fjórum atkvæðum,
Hjörtur Örn Arnarson, varafulltrúi D-lista Sjálfstæðisflokks, situr hjá við afgreiðslu málsins. - 29. júní 2022
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #808
Borist hefur erindi frá Val Þór Sigurðssyni, f.h. Sumarbyggð ehf. landeigenda Lerkibyggðar 4 og 6, með fyrirspurn vegna skilmála deiliskipulags lóðar Lerkibyggðar 4.
Afgreiðsla 568. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 808. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
- 24. júní 2022
Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar #568
Borist hefur erindi frá Val Þór Sigurðssyni, f.h. Sumarbyggð ehf. landeigenda Lerkibyggðar 4 og 6, með fyrirspurn vegna skilmála deiliskipulags lóðar Lerkibyggðar 4.
Erindinu er vísað til umsagnar á umhverfissviði vegna hugsanlegra fordæma og ákvæða gildandi deiliskipulags. Rýna skal aðkomumál og eftir atvikum skoða samningagerð um uppbyggingu vegar.
Samþykkt með fimm atkvæðum.