Mál númer 202206290
- 29. júní 2022
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #808
Erindi barst skipulagsnefnd, sem jafnframt er umferðarnefnd, frá sex nemendum 6. bekkjar Helgafellsskóla, þeim Arnheiði, Árdísi, Dagbjörtu, Elísu, Laufey og Láru, með ábendingum um aðgengismál í Helgafellshverfi.
Afgreiðsla 568. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 808. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
- 24. júní 2022
Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar #568
Erindi barst skipulagsnefnd, sem jafnframt er umferðarnefnd, frá sex nemendum 6. bekkjar Helgafellsskóla, þeim Arnheiði, Árdísi, Dagbjörtu, Elísu, Laufey og Láru, með ábendingum um aðgengismál í Helgafellshverfi.
Skipulagsnefnd þakkar nemendum Helgafellsskóla kærlega fyrir erindið og ábendingarnar. Nefndin telur mikilvægt að hverfi sveitarfélagsins og frágangur gatna, stíga og gangstétta taki mið af aðgengi fyrir alla með öryggi og helstu ferðaleiðir vegfarenda í huga. Skipulagsnefnd felur umhverfissviði að rýna ábendingarnar frekar og innleiða þær í fyrirhugaða endurskoðun á umferðaröryggisáætlun. Eftir atvikum er vert að skoða úrbætur í samræmi við ábendingar.
Samþykkt með fimm atkvæðum.