Mál númer 201408626
- 27. ágúst 2014
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #633
Björn Kristjánsson og María Ásmundsdóttir spyrjast með tölvupósti 14.08.2014 fyrir um möguleika á að byggja nýtt hús skv. meðfylgjandi lýsingu og gögnum í stað húss sem áður var á landinu en eyðilagðist í bruna um s.l. áramót.
Afgreiðsla 371. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 633. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 19. ágúst 2014
Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar #371
Björn Kristjánsson og María Ásmundsdóttir spyrjast með tölvupósti 14.08.2014 fyrir um möguleika á að byggja nýtt hús skv. meðfylgjandi lýsingu og gögnum í stað húss sem áður var á landinu en eyðilagðist í bruna um s.l. áramót.
Með vísan í ákvæði aðalskipulags og nýleg fordæmi lýsir nefndin sig jákvæða fyrir því að leyft verði að undangenginni grenndarkynningu að reisa frístundahús á lóðinni allt að 90 m2 að samanlögðum gólffleti, enda verði lagðar fram með umsókn teikningar sem uppfylla ákvæði byggingarreglugerðar. Að öðru leyti tekur nefndin ekki afstöðu til framlagðra gagna.