22. desember 2010 kl. 16:30,
2. hæð Helgafell
Fundinn sátu
- Karl Tómasson Forseti
- Hafsteinn Pálsson (HP) 2. varaforseti
- Haraldur Sverrisson aðalmaður
- Bryndís Haraldsdóttir (BH) aðalmaður
- Kolbrún G Þorsteinsdóttir (KGÞ) 1. varabæjarfulltrúi
- Jón Jósef Bjarnason (JJB) aðalmaður
- Jónas Sigurðsson (JS) aðalmaður
- Stefán Ómar Jónsson (SÓJ) framkvæmdastjóri stjórnsýslusviðs
Fundargerð ritaði
Stefán Ómar Jónsson bæjarritari
. Samþykkt samhljóða að taka á dagskrá fundargerð 291. fundar skipulags- og byggingarnefndar.
Dagskrá fundar
Fundargerðir til staðfestingar
1. Bæjarráð Mosfellsbæjar - 1009201012014F
Fundargerð 1009. fundar bæjarráðs lögð fram til afgreiðslu á 549. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.
1.1. Fjárhagsáætlun 2011 201007117
Í samræmi við umræður á síðasta bæjarráðsfundu er fjárhagsáætlun á dagskrá næsta fundar sem er hugsaður sem upplýsingafundur. Sömu fylgiskjöl gilda og fylgja fundarboði bæjarstjórnar.
Niðurstaða þessa fundar:
<DIV>Afgreiðsla 1009. fundar bæjarráðs, varðandi miðlun upplýsinga um fjárhagsáætlun, lögð fram á 549. fundi bæjarstjórnar.</DIV>
1.2. Erindi Ragnars Aðalsteinssonar varðandi útgáfu byggingarleyfis 200810296
Hér er lögð fyrir niðurstaða dómkvaddra matsmanna varðandi Laxatungu 33. Hjálagt er minnisblað frá Lex.
Niðurstaða þessa fundar:
<DIV>Afgreiðsla 1009. fundar bæjarráðs, um að una mati dómkvaddra matsmanna, samþykkt á 549. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.</DIV>
1.3. Hjúkrunarheimili í Mosfellsbæ 200802201
Lagt er fyrir bæjarráð minnisblað framkvæmdastjóra umhverfissviðs um tillögu að höfnun tilboða ásamt greinargerð framkvæmdastjóra stjórnsýslusviðs um sama efni.
Niðurstaða þessa fundar:
<DIV>Afgreiðsla 1009. fundar bæjarráðs, um að hafna öllum framkomnum tilboðum, samþykkt á 549. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.</DIV>
1.4. Kærunefnd útboðsmála, kæra VSB ehf. 201012104
Niðurstaða þessa fundar:
<DIV>Afgreiðsla 1009. fundar bæjarráðs, um að fela stjórnsýslusviði að svara kærunefnd, samþykkt á 549. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.</DIV>
1.5. Erindi Yfirfasteignamatsnefndar varðandi umsögn vegna kæru 201003365
Frestað á 1008. fundi bæjarráðs. Sömu fylgiskjöl gilda.
Niðurstaða þessa fundar:
<DIV>Afgreiðsla 1009. fundar bæjarráðs, um áskorun til stjórnar Sambands ísl. sveitarfélaga, samþykkt á 549. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.</DIV>
1.6. Erindi Lögreglustjórans, umsagnarbeiðni vegna brennu 201012047
Frestað á 1008. fundi bæjarráðs. Sömu fylgiskjöl gilda.
Niðurstaða þessa fundar:
<DIV>Afgreiðsla 1009. fundar bæjarráðs, varðandi umsögn um erindi lögreglustjóra, samþykkt á 549. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.</DIV>
1.7. Erindi Lögreglustjórans,umsagnarbeiðni vegna flugeldasýningar á Þrettánda 201012169
Niðurstaða þessa fundar:
<DIV><DIV>Afgreiðsla 1009. fundar bæjarráðs, varðandi umsögn um erindi lögreglustjóra, samþykkt á 549. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.</DIV></DIV>
1.8. Erindi Lögreglustjórans,umsagnarbeiðni vegna flugeldasýningar, áramót 201012165
Niðurstaða þessa fundar:
<DIV><DIV>Afgreiðsla 1009. fundar bæjarráðs, varðandi umsögn um erindi lögreglustjóra, samþykkt á 549. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.</DIV></DIV>
1.9. Erindi Lögreglustjórans,umsagnarbeiðni vegna skoteldasölu að Völuteig 23 201012174
Niðurstaða þessa fundar:
<DIV><DIV>Afgreiðsla 1009. fundar bæjarráðs, varðandi umsögn um erindi lögreglustjóra, samþykkt á 549. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.</DIV></DIV>
1.10. Erindi Lögreglustjórans,umsagnarbeiðni vegna skoteldasölu við Háholt 201012173
Niðurstaða þessa fundar:
<DIV><DIV>Afgreiðsla 1009. fundar bæjarráðs, varðandi umsögn um erindi lögreglustjóra, samþykkt á 549. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.</DIV></DIV>
1.11. Erindi Lögreglustjórans,umsagnarbeiðni vegna tímabundins áfengisveitingaleyfis 201012170
Niðurstaða þessa fundar:
<DIV><DIV>Afgreiðsla 1009. fundar bæjarráðs, varðandi umsögn um erindi lögreglustjóra, samþykkt á 549. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.</DIV></DIV>
1.12. Ráðning bæjarstjóra 201006126
Niðurstaða þessa fundar:
<DIV><DIV><DIV><DIV>Haraldur Sverrisson bæjarstjóri vék af fundi undir þessum dagskrárlið.</DIV><DIV> </DIV><DIV>Til máls tóku: JJB, BH og JS.</DIV><DIV> </DIV><DIV>Bókun bæjarfulltrúa Íbúahreyfingarinnar. </DIV><DIV>Ráðning bæjarstjóra.</DIV><DIV>Kjörtímabil sveitarstjórnarmanna eru 4 ár, það á öllum frambjóðendum að vera ljóst, Íbúahreyfingin er andvíg því að sveitarstjórnarmenn tryggi sér laun umfram þann tíma nema þegar ekki verði við ráðið s.s. þegar að stjórnartímabil stangast á við kjörtímabilið í stjórnum utan bæjarfélagsins.<BR>Íbúahreyfingin er auk þess andvíg hverskonar starfslokasamningum umfram þann rétt sem venjulegir launþegar hafa.<BR>Þá gagnrýnir íbúahreyfingin framsetningu meirihlutans í grein í Mosfellingi þar sem látið er líta út fyrir að Kjararáð og ráðuneytissjórar hafi eitthvað með laun bæjarstjóra að gera. Þarna er engin tenging á milli og laun bæjarstjóra eru alfarið ákvörðun bæjarráðs og bæjarstjórnar og þar ræður meirihlutinn.</DIV><DIV>Jón Jósef Bjarnason bæjarfulltrúi Íbúahreyfingarinnar.</DIV><DIV> </DIV><DIV>Bókun S-lista Samfylkingar.</DIV><DIV>Ég vísa til afstöðu S-lista Samfylkingar við afgreiðslu á ráðningarsamningi bæjarstjóra.</DIV><DIV>Jónas Sigurðsson bæjarfulltrúi S-lista.</DIV><DIV> </DIV><DIV>Bókun D- og V-lista.</DIV><DIV>Það er öllum ljóst að kjörtímabil sveitarstjórnarmanna er 4 ár. Almennt er í upphafi hvers kjörtímabils ráðinn bæjarstjóri sem þá verður embættismaður sveitarfélagsins. Hefð er fyrir því að biðlaunaréttur bæjarstjóra Mosfellsbæjar sé 6 mánuðir vegna eðlis starfsins. Þetta er jafnframt viðurkennt ákvæði í ráðningarsamningum bæjarstjóra almennt að ógleymdum réttindum þingmanna.</DIV><DIV>Launakjör bæjarstjóra skv. ráðningarsamningi eru tengd launaflokki ráðuneytisstjóra eins og víða er gert í sveitarfélögum til þess að um breytingar á kjörum gildi ákvarðanir kjararáðs. Tenging við kjararáð hefur leitt til lækkunar á kjörum bæjarstjóra.</DIV><DIV>Í lokin er rétt að árétta að laun bæjarstjóra samkvæmt nýjum samningi hafa lækkað um 17%.</DIV><DIV> </DIV><DIV>Afgreiðsla 1009. fundar bæjarráðs, um leiðréttingu á prentvillu í ráðningarsamningi, samþykkt á 549. fundi bæjarstjórnar með fimm atkvæðum gegn einu atkvæði. Jónas Sigurðsson bæjarfulltrúi S-lista situr hjá við afgreiðslu þessa dagskrárliðs.</DIV></DIV></DIV></DIV>
2. Fræðslunefnd Mosfellsbæjar - 246201012012F
Fundargerð 246. fundar fræðslunefndar lögð fram til afgreiðslu á 549. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.
2.1. Fjárhagsáætlun 2011 201007117
Niðurstaða þessa fundar:
<DIV><DIV>Fjárhagsáætlun 2011 lögð fram á 246. fundi fræðslunefndar. Lagt fram á 549. fundi bæjarstjórnar.</DIV></DIV>
3. Menningarmálanefnd Mosfellsbæjar - 155201012011F
Fundargerð 155. fundar menningarmálanefndar lögð fram til afgreiðslu á 549. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.
3.1. Fjárhagsáætlun 2011 201007117
Niðurstaða þessa fundar:
<DIV><DIV><DIV>Fjárhagsáætlun 2011 lögð fram á 155. fundi menningarmálanefndar. Lagt fram á 549. fundi bæjarstjórnar.</DIV></DIV></DIV>
3.2. Handbók menningarmálanefndar 201011100
Niðurstaða þessa fundar:
<DIV>Afgreiðsla 155. fundar menningarmálanefndar, þar sem kynnt var handbók nefndarinnar, lögð fram á 549. fundi bæjarstjórnar.</DIV>
3.3. Stefnumótun í menningarmálum 200603117
Niðurstaða þessa fundar:
<DIV>Afgreiðsla 155. fundar menningarmálanefndar, þar sem stefnumótun var kynnt, lögð fram á 549. fundi bæjarstjórnar.</DIV>
4. Þróunar- og ferðamálanefnd - 16201012015F
Fundargerð 16. fundar þróunar- og ferðamálanefndar lögð fram til afgreiðslu á 549. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.
4.1. Fjárhagsáætlun 2011 201007117
Niðurstaða þessa fundar:
<DIV><DIV><DIV>Fjárhagsáætlun 2011 lögð fram á 16. fundi þróunar- og ferðamálanefndar. Lagt fram á 549. fundi bæjarstjórnar.</DIV></DIV></DIV>
4.2. Sjónvarpsþátturinn Tríó - ósk um styrk 201011058
Niðurstaða þessa fundar:
<DIV>Afgreiðsla 16. fundar þróunar- og ferðamálanefndar, um að vísa erindinu til framkvæmdastjóra menningarsviðs, samþykkt á 549. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.</DIV>
5. Skipulags- og byggingarnefnd Mosfellsbæjar - 291201012020F
Fundargerð 291. fundar skipulags- og byggingarnefndar lögð fram til afgreiðslu á 549. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.
5.1. Bókfell lnr. 123661, ósk um breytingu á deiliskipulagi 201010050
Tillaga að deiliskipulagi var auglýst skv. 25. gr. s/b-laga 29. október 2010 með athugasemdafresti til 10. desember 2010. Engin athugasemd barst.
Niðurstaða þessa fundar:
<DIV>Afgreiðsla 291. fundar skipulags- og byggingarnefndar, um samþykkt á deiliskipulagi í samræmi við 25. gr. s/b-laga, samþykkt á 549. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.</DIV>
5.2. Bugðutangi 21, umsókn um byggingarleyfi 200911439
Umsókn um leyfi fyrir byggingu sólskála o.fl. var send í grenndarkynningu 18. nóvember 2010 með athugasemdafresti til 17. desembar 2010. Meðfylgjandi tvær athugasemdir bárust; frá Reyni Sigurðssyni og Sólrúnu Garðarsdóttur dags. 14. desember 2010 og frá Gunnari Haraldssyni og Ástu Benný Hjaltadóttur dags. 12. desember 2010.
Niðurstaða þessa fundar:
<DIV>Erindinu var frestað á 291. fundi skipulags- og byggingarnefndar. Frestað á 549. fundi bæjarstjórnar.</DIV>
5.3. Leirvogstunga, ósk um breytingu á deiliskipulagi vegna skólalóðar til bráðabirgða o.fl. 201012221
Lögð fram tillaga Gylfa Guðjónssonar arkitekts f.h. Leirvogstungu ehf. að breytingu á deiliskipulagi. Breytingin varðar legu og útfærlsu tengivegar frá Vesturlandsvegi inn í hverfið og lóðir beggja vegna hans.
Niðurstaða þessa fundar:
<DIV>Afgreiðsla 291. fundar skipulags- og byggingarnefndar, um að auglýsa deiliskipulagsbreytingu, samþykkt á 549. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.</DIV>
5.4. Háholt 35-37, Byggingaleyfi fyrir Framhaldsskóla í Mosfellsbæ 201011273
Á fundinn kemur Aðalheiður Atladóttir arkitekt og kynnir stöðuna á hönnun framhaldsskólans.
Niðurstaða þessa fundar:
<DIV>Erindið kynnt á 291. fundi skipulags- og byggingarnefndar. Lagt fram á 549. fundi bæjarstjórnar.</DIV>
5.5. Deiliskipulag miðbæjar Mosfellsbæjar 200504043
Lagt fram bréf Skipulagsstofnunar dags. 5. maí 2010, þar sem settar eru fram athugasemdir við skipulagsgögn deiliskipulags Miðbæjar, sem stofnuninni voru send til yfirferðar í framhaldi af samþykkt bæjarstjórnar á deiliskipulaginu 7. apríl 2010. Einnig lögð fram breytt gögn þar sem komið hefur verið til móts við athugasemdir Skipulagsstofnunar. Helstu breytingar á greinargerð eru þær að við bætast 5 nýjar greinar sem verða nr. 3.1 og 3.17 - 3.20. Á uppdrætti er afmörkun skipulagssvæðis að Skeiðholti leiðrétt og skráðar inn upplýsingar um nýtingu og lóðarstærðir á þegar byggðum lóðum.
Niðurstaða þessa fundar:
<DIV><DIV><DIV><DIV>Til máls tóku: JS, BH, JJB og HSv.</DIV><DIV>Bæjarfulltrúi S-lista Samfylkingar vill láta bóka að hann tekur undir bókun fulltrúa Samfylkingar í nefndinni.</DIV><DIV> </DIV><DIV>Afgreiðsla 291. fundar skipulags- og byggingarnefndar, um samþykkt skipulagsgagna og að fela skipulagsfulltrúa að annast gildistökuferli skipulagsins, samþykkt á 549. fundi bæjarstjórnar með fimm atkvæðum gegn einu. </DIV><DIV>Jónas Sigurðsson bæjarfulltrúi S-lista Samfylkingar situr hjá.</DIV></DIV></DIV></DIV>
5.6. Þverholt 2, umsókn um leyfi fyrir göngum frá vörumóttöku á jarðhæð að skrifstofuhúsi. 201012187
Reitir 3 Kringlunni 4-12 sækja um leyfi til að byggja jarðgöng undir torg að austurhluta Þverholts 2 samkvæmt framlögðum gögnum.
Fyrir liggur skriflegt samþykki meirihluta eigenda fasteigna á lóðinni.Niðurstaða þessa fundar:
<DIV><DIV>Erindinu var frestað á 291. fundi skipulags- og byggingarnefndar. Frestað á 549. fundi bæjarstjórnar.</DIV></DIV>
6. Afgreiðslufundur skipulags- og byggingarfulltrúa - 190201012016F
Fundargerð 19. afgreiðslufundar skipulags- og byggingarfulltrúa lögð fram til afgreiðslu á 549. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.
Fundargerðir til kynningar
7. Fundargerð 151. fundar Strætó bs.201012182
Fundargerð 151. fundar Strætó bs. lögð fram á 549. fundi bæjarstjórnar.
8. Fundargerð 281. fundar Sorpu bs.201012186
Fundargerð 281. fundar Sorpu bs. lögð fram á 549. fundi bæjarstjórnar.
9. Fundargerð 357. fundar Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu201012218
Til máls tóku: HSv, JS, BH og KGÞ.
Fundargerð 357. fundar SSH lögð fram á 549. fundi bæjarstjórnar.
10. Fundargerð 782. fundar Sambands íslenskra sveitarfélaga201012216
Fundargerð 782. fundar Sambands ísl. sveitarfélaga lögð fram á 549. fundi bæjarstjórnar.
Almenn erindi
11. Fjárhagsáætlun 2011 - seinni umræða201007117
Fjárhagsáætlun Mosfellsbæjar og stofnana sem bæjarstjórn vísar til annarar umræðu í bæjarstjórn þann 22. desember nk.
<DIV><DIV><DIV><DIV><DIV><DIV><DIV><DIV>Forseti gaf bæjarstjóra orðið og fór bæjarstjóri yfir fyrirliggjandi rekstrar- og fjárhagsáætlun Mosfellsbæjar og stofnana hans fyrir árið 2011.</DIV><DIV><BR>Til máls tóku: HSv, JS, JJB, BH, KT, KGÞ og HP.</DIV><DIV> </DIV><DIV>Tillaga.<BR>Bæjarfulltrúar meirihluta D og V-lista leggja til að drögum að fjárhagsáætlun fyrir árið 2011 verði breytt á þann hátt að komið verði til móts við óskir og ábendingar Ungmennafélagsins Aftureldingar hvað varðar lækkun beinna styrkja til íþrótta- og tómstundafélaga. Því verði framlag til þessa málaflokks hækkað um 2,5 mkr. frá áður framlögðum drögum.<BR>Framkvæmdastjóra menningarsviðs verði falið að útfæra þessa breytingu á viðeigandi lykla.<BR>Jafnframt verði leitast við, við útfærslu á samþykkt íþrótta- og tómstundanefndar frá því fyrr á þessu ári varðandi samstarf um útleigu á tímum og gerð tímatöflu fyrir íþróttamiðstöðina að Varmá, að skapa Aftureldingu aukinn tekjugrundvöll sem kemur enn frekar til móts við sjónarmið félagsins.</DIV><DIV> </DIV><DIV>Tillagan borin upp og samþykkt með sjö atkvæðum.<BR>......................</DIV><DIV>Tillaga S-lista Samfylkingar um breytingu á fyrirliggjandi drögum að fjárhagsáætlun Mosfellsbæjar fyrir árið 2011.</DIV><DIV>Rekstraráætlun:<BR>1. Ekki verði um að ræða fyrirhugaða skerðingu á framlagi til sérkennslu og stuðningsþjónustu <BR>grunnskólanna.<BR>2. Frístundaávísanir til barna og unglinga verði ekki skertar.<BR>3. Ekki verði skerðing á framlagi bæjarins til UMFA eins og gert er ráð fyrir.</DIV><DIV>Þess í stað verði útgjöld lækkuð með eftirfarandi hætti:<BR>1. Útgjöld til kynningarmála og auglýsinga verði lækkuð verulega.<BR>2. Hagrætt verði í verkefnum á umverfissviði.<BR>3. Hagrætt verði í verkefnum millistjórnenda hjá stofnunum bæjarins.<BR>4. Lækkun á hlunnindum stjórnenda.<BR>5. Lækkun launa yfir- og millistjórnenda með laun yfir 600.000 á mánuði með samningum við viðkomandi.</DIV><DIV> </DIV><DIV>Eignfærð fjárfesting:<BR>Ekki verði gert ráð fyrir fjármunum vegna golfskála í eignfærðri fjárfestingu þar sem samningurinn við Kjöl þarfnast endurskoðunar.<BR>Jónas Sigurðsson.</DIV><DIV> </DIV><DIV><BR>Meirilhluti D og V lista leggur til eftirfarandi málsmeðferð um tillögur S-lista varðandi breytingu að fjárhagsáætlun fyrir árið 2011.<BR>Varðandi hagræðingu í sérkennslu þá taka bæjarfulltrúrar D og V-lista undir sjónarmið um mikilvægi sérkennslu og stuðningsþjónustu skólanna. Bent er á að í Mosfellsbæ fá 30% barna einhverskonar sérkennslu meðan landsmeðaltal er um 25% og því sé ekki útilokað að hægt sé að hagræða í tengslum við þetta verkefni grunnskólanna. </DIV><DIV>Engu að síður er lagt til að hagræðing og breytt þjónusta verði ekki eingöngu bundin við sérkennslu og fækkun skiptistunda, en skólunum falið að finna leiðir varðandi hagræðingu í launakostnaði grunnskólanna til að koma til móts við hagræðingarkröfu fjárhagsáætlunarinnar. Framkvæmdastjóra fræðslusviðs og fræðslunefnd verði falið að skoða málið á árinu 2011 með það að markmiði að útfærslan verði með þeim hætti að gæði þjónustunnar verði ekki skert.</DIV><DIV>Ekki er tekið undir tillögu S-lista um að fallið verði frá lækkun frístundaávísunar úr 18 þús kr. í 15 þús. kr. Í reynd er um að ræða að draga til baka þá hækkun sem samþykkt var á frístundaávísinni árið 2009. Rétt er að benda á í þessu sambandi að þrátt fyrir að tekjur sveitarfélagsins séu nú komnar töluvert niður fyrir það sem þær voru áður en frístundaávísanir voru teknar upp er sveitarfélagið að taka virkan þátt í kostnaði barna við íþrótta- og tómtundastarf. Það er fagnaðarefni að það sé hægt miðað við núverandi aðstæður.</DIV><DIV>Varðandi tillögu á framlagi til UMFA er vísað til tillagna okkar um breytingar á fjárhagsáætlun um bein framlög til íþrótta- og tómstundafélaga.</DIV><DIV>Í fjárhagsáætluninni er gert ráð fyrir að eignfært framlag vegna framkvæmda við golfskála og íþróttaaðstöðu því tengt verði um 40% lægri en samningur þar um gerir ráð fyrir. Það er ekki skynsamlegt að slá þessari framkvæmd frekar á frest, þar sem skipulag á þessu svæði gerir ekki ráð fyrir golfskála á þeim stað sem hann er nú, auk þess sem sú aðstaða er orðin úrsérgengin og nær ónýt. Brýnt er einnig að bærinn fái til afnota það svæði þar sem núverandi skáli er ásamt æfingasvæði sem mun hafa fjárhagslegan ávinning fyrir sveitarfélagið þegar þar að kemur.</DIV><DIV>Hvað varðar hugmyndir S-lista um útgjaldalækkun vilja bæjarfulltrúar D og V-lista taka fram að í fjárhagsáætlun fyrir árið 2011 er gert ráð fyrir um 40% lækkun á auglýsingakostnaði og starfshlutfall kynningarstjóra lækki um 40%. Á umhverfissviði er gert ráð fyrir verulegri hagræðingu og lækkun kostnaðar. Þetta er gert með fækkun stöðugilda á sviðinu, lægri framlögum til opinna svæða, leikvalla og staðardagskrárverkefna og minni aðkeyptri vinnu svo eitthvað sé nefnt. Hvað varðar hagræðingu hjá millistjórnendum á stofnunum og það sem er nefnt er hlunnindi milli- og yfirstjórnenda skal á það bent að stjórnkerfi stofnananna er til sífelldrar endurskoðunnar og hefur verið breytt á undanförnum misserum, m.a. hefur stjórnendum fækkað. Launalækkun, sem er upp á 3-7%, hjá stjórnendum bæjarins hefur verið framlengd og laun bæjarstjóra hafa lækkað um 17%. <BR>Bæjarfulltrúar D og V-lista er að sjálfsögðu opnir fyrir hugmyndum og umræðum um frekari hagræðingu á þessum sviðum og því teljum við eðlilegt að þessi mál verði rædd frekar í bæjarráði þar sem fulltrúa S-lista gefist kostur á að kynna frekari útfærslu á þessum hugmyndum.</DIV><DIV>Bæjarfulltrúar D og V-lista.</DIV><DIV> </DIV><DIV>Tillaga bæjarfulltrúa S-lista borin upp og felld með fimm atkvæðum gegn tveimur atkvæðum.</DIV><DIV><BR>Tillaga bæjarfulltrúa D og V-lista um málsmeðferð borin upp og samþykkt með fimm atkvæðum.<BR>......................</DIV><DIV> </DIV><DIV>Tillaga S- lista Samfylkingar.<BR>Að reglur Mosfellsbæjar um fjárhagsaðstoð verði endurskoðaðar m.a. með tilliti til:<BR>- Að skoðað verði að grunnfjárhæð fjárhagsaðstoðar verði sú sama og fjárhæð atvinnuleysisbóta hverju sinni. Reiknaður verði út aukinn kostnaður annars vegar með viðmið við grunnatvinnleysisbætur eingöngu og hins vegar með viðmið við tekjutengdar atvinnuleysisbætur.<BR>- Að tekið verði tillit til afborgunarbyrði lána viðkomandi þegar tekjustaða er metin.<BR>- Að tekið verði tillit til vandkvæða við sölu eigna þegar eignastaða viðkomandi er metin.<BR>- Önnur efnisatriði sem ástæða er til að fjalla um í ljósi aðstæðna fjölskyldna og einstaklinga í fjárhagsvanda sem skapast hafa af efnahagshruninu.<BR>Jónas Sigurðsson.</DIV><DIV> </DIV><DIV>Borin er fram málsmeðferðartillaga þess efnis að tillögu bæjarfulltrúa S-lista Samfylkingar verði vísað til framkvæmdastjóra fjölskyldusviðs til skoðunar og fari síðan til umfjöllunar í fjölskyldunefnd og þaðan til bæjarstjórnar.</DIV><DIV> </DIV><DIV>Málsmeðferðartillagan borin upp og samþykkt með sex atkvæðum.<BR>......................</DIV><DIV> </DIV><DIV>Helstu niðurstöðutölur í fyrirliggjandi rekstrar- og fjárhagsáætlun fyrir árið 2011 eru eftirfarandi í þús. kr.:</DIV><DIV>Tekjur: 5.072.479 <BR>Gjöld: 4.654.986<BR>Fjármagnsgjöld: 399.569<BR>Rekstrarniðurstaða: 17.925</DIV><DIV>Eignir í árslok: 11.860.869<BR>Eigið fé í árslok: 3.606.756<BR>Fjárfestingar: 498.000 <BR>-------------------------------------------------------------<BR>Álagningarprósentur útsvars og fasteignagjalda fyrir árið 2011 eru eftirfarandi:<BR>Útsvarsprósenta árið 2011 14,48%<BR> <BR>Fasteignagjöld íbúðarhúsnæðis (A - skattflokkur)<BR>Fasteignaskattur A 0,265% af fasteignamati húss og lóðar<BR>Vatnsgjald 0,110% af fasteignamati húss og lóðar<BR>Holræsagjald 0,130% af fasteignamati húss og lóðar<BR>Lóðarleiga A 0,340% af fasteignamati lóðar<BR>Sorphirðugjald kr. 17.500 pr. íbúð fyrir 240L tunnu<BR> <BR>Fasteignagjöld stofnana skv. 3. gr. reglugerðar 1160/2005 (B - skattflokkur)<BR>Fasteignaskattur B 1,320% af fasteignamati húss og lóðar<BR>Vatnsgjald 0,110% af fasteignamati húss og lóðar<BR>Holræsagjald 0,130% af fasteignamati húss og lóðar<BR>Lóðarleiga B 1,100% af fasteignamati lóðar</DIV><DIV>Fasteignagjöld annars húsnæðis (C - skattflokkur)<BR>Fasteignaskattur C 1,500% af fasteignamati húss og lóðar<BR>Fasteignaskattur, hesthús 0,450% af fasteignamati húss og lóðar<BR>Vatnsgjald 0,110% af fasteignamati húss og lóðar<BR>Holræsagjald 0,130% af fasteignamati húss og lóðar<BR>Lóðarleiga C 1,100% af fasteignamati lóðar<BR> <BR>Gjalddagar fasteignagjalda eru níu, fimmtánda dag hvers mánaðar frá 15. janúar til og með 15. september. Eindagi fasteignagjalda er þrjátíu dögum eftir gjalddaga og fellur allur skattur ársins í gjalddaga ef vanskil verða. Sé fjárhæð fasteignagjalda undir kr. 20.000 er gjalddagi þeirra 15. janúar með eindaga 14. febrúar.<BR>-------------------------------------------------------------<BR>Eftirfarandi breyting er gerð á reglum um afslátt af fasteignagjöldum til elli- og örorkulífeyrisþega hvað varðar 9. og 10. grein, aðrar greinar óbreyttar frá gildandi reglum:</DIV><DIV>9. gr.<BR>Tekjumörk elli- og örorkulífeyrisþega á árinu 2011 eru sem hér segir: <BR>2011 Tekjur einstaklinga á árinu 2010 2011 Tekjur hjóna á árinu 2010</DIV><DIV>Afsláttur Frá Til Afsláttur Frá Til<BR>100% 0 2.331.999 100% 0 3.264.999<BR>80% 2.332.000 2.565.999 80% 3.265.000 3.591.999<BR>60% 2.566.000 2.796.999 60% 3.592.000 3.914.999<BR>40% 2.797.000 3.019.999 40% 3.915.000 4.227.999<BR>20% 3.020.000 3.231.999 20% 4.228.000 4.523.999</DIV><DIV>10. gr.<BR>Reglur þessar taka gildi frá 1. janúar 2011.<BR>-------------------------------------------------------------<BR>Eftirtaldar gjaldskrár liggja fyrir og taka breytingum um 1.1.2011.<BR> <BR>Gjaldskrá fyrir ljósritun á bæjarskrifstofum<BR>Gjaldskrá hitaveitu (hækkar 1.7.2011 um 6%) <BR>Gjaldskrá skipulags- og byggingarmála í Mosfellsbæ <BR>Gjaldskrá um hundahald <BR>Gjaldskrá sorphirðu <BR>Gjaldskrá vatnsveitu <BR>Gjaldskrá gæsluvalla <BR>Gjaldskrá íþróttamiðstöðva Mosfellsbæjar <BR>Gjaldskrá v styrks til fjölskyldna ungra barna <BR>Gjaldskrá fyrir leikskóla Mosfellsbæjar <BR>Hámarks gjald foreldra vegna gæslu hjá dagforeldri með þjónustusamning <BR>Gjaldskrá fyrir mötuneyti grunnskóla <BR>Gjaldskrá ávaxtabita í grunnskóla <BR>Gjaldskrá í frístundaseljum <BR>Gjaldskrá skólahljómsveitar</DIV><DIV>Gjaldskrá bókasafns <BR>Gjaldskrá tónlistardeildar Listaskóla Mos <BR>Gjaldskrá dagvist aldraðra <BR>Gjaldskrá ferðaþjónusta í félagsstarfi aldraðra <BR>Gjaldskrá ferðaþjónusta fatlaðra <BR>Gjaldskrá félagsleg heimaþjónusta <BR>Gjaldskrá heimsending fæðis <BR>Gjaldskrá húsaleiga í félagslegum íbúðum <BR>Gjaldskrá húsaleiga í íbúðum aldraðra <BR>Gjaldskrá húsnæðisfulltrúa <BR>Gjaldskrá námskeiðisgjalda í félagsst. aldraðra</DIV><DIV> </DIV><DIV>Upp er borið til samþykktar ofangreint, þ.e. rekstrar- og fjárhagsáætlun Mosfellsbæjar fyrir árið 2011, álagningarprósentur útsvars og fasteignagjalda fyrir árið 2011 og ofangreindar gjaldskrár. </DIV><DIV> </DIV><DIV>Samþykkt með fimm atkvæðum gegn einu atkvæði.</DIV><DIV><BR>Bókun bæjarfulltrúa M-lista Íbúahreyfingarinnar.<BR>Það er ljóst að efnahagshrunið hefur komið við Mosfellsbæ eins og aðra, en Íbúahreyfingin telur að núverandi meirihluti velti öllu farginu yfir á íbúa í stað þess að taka til í rekstrinum og yfirstjórn sveitarfélagsins.</DIV><DIV>Hækkun fasteignaskatta á íbúðarhúsnæði um 20%, atvinnuhúsnæðis um 15%, gjaldskrár gæsluvalla um 25%, gjaldskrá leikskóla um 8%, gjaldskrá dagforeldra um 7%, mötuneytisgjald grunnskólabarna um 10%, ávaxta til grunnskólabarna um 29%, gjaldskrá í frístundaseli um 7%, gjaldskrár fyrir dagvist aldraðra, aksturs í tengslum við félagsstarf aldraðra um 11%, stakra ferða fyrir ellilífeyrisþega um 100% og annan akstur ellilífeyrisþega um 1100%, gjald fyrir heimsendan mat um 33%, gjaldskrá námskeiða fyrir aldraða um 36%. <BR>Þessi upptalning þykir okkur ekki í samræmi við aðra málsgrein greinargerðar bæjarstjóra sem fylgir fjárhagsáætluninni, en þar segir, megináherslur í fjárhagsáætlun 2011 er að standa vörð um grunn- og velferðarþjónustu.</DIV><DIV>Meirihlutinn stendur þó vörð um suma hluti, áætlað er að hækka framlag til golfklúbbsins Kjalar um 11% og merkja þeim 13 milljónir án þess að þeir hafi beðið um það og án þess að bæjarráð eða bæjarstjórn sé kunnugt um í hvað þessir fjármunir eigi að fara. Meirihlutinn og Samfylkingin neitar að rifta samningi við golfklúbbinn um gerð golfskála sem vitað er að verður ekki byggður. Og á sama tíma er skorið niður um 11% hjá UMFA. <BR>Þá hækkar bæjarstjóri um 2 launaflokka.</DIV><DIV>Íbúahreyfingin harmar að ekki skuli hafa verið farið í að marka skýra stefnu í hugbúnaðarmálum bæjarins í tengslum við fjárhagsáætlunargerð en eins og Íbúahreyfingin hefur ítrekað bent á er töluverður og varanlegur sparnaður af opnum hugbúnaði bæði í rekstri skóla og öðrum rekstri bæjarfélagsins en ekki síður fyrir fjölskyldur með börn í skólum. Auk þess að spara gjaldeyri og auka atvinnu í landinu. </DIV><DIV>Íbúahreyfingin lýsir einnig þungum áhyggjum á efnahag sveitarfélagsins vegna áhrifa sjálfskuldarábyrgðar sem fyrrverandi bæjarstjórn undirgekkst fyrir hönd Mosfellsbæjar á 240 milljóna króna kúluláni Helgafellsbygginga ehf. en það lán gjaldfellur næsta haust. </DIV><DIV>Íbúahreyfingin styður tillögu S lista um breytingar á forgangsröð niðurskurðar í fjárhagsáætlun.<BR>Jón Jósef Bjarnason.</DIV><DIV> </DIV><DIV><BR>Bókun S- lista Samfylkingar við afgreiðslu fjárhagsáætlunar fyrir árið 2011.</DIV><DIV>Fárhagsáætlunin sem hér hefur verið afgreidd byggir á sýn meirihlutans um forgangsröðun og áherslur í starfsemi og þjónustu bæjarins. Eins og síðastliðin tvö ár hafa afleiðingar efnahagshrunsins afgerandi áhrif á áætlunina. Við slíkar aðstæður er enn mikilvægara en áður í anda hverra gilda er forgangsraðað í þjónustu bæjarins. Ég tel að í fjárhagsáætluninni hafi m.a. ekki verið nægjanlega horft til málefna barna og unglinga og þá einkum þeirra sem höllum fæti standa sem og til mikilvægi þess að þétt sé haldið utan um þennan hóp með tilliti til þeirra aðstæðna sem nú ríkja í samfélaginu. <BR>Vegna þessa lagði ég fram beinar tillögur um breytingar á drögum að áætluninni í þessa átt sem ekki var fallist á og er það miður.<BR>Jónas Sigurðsson.</DIV><DIV> </DIV><DIV> </DIV><DIV>Bókun V- og D-lista</DIV><DIV>Bókun bæjarfulltrúa Íbúahreyfingarinnar vekur furðu. Fulltrúum framboðsins hefur verið tíðrætt um um opna og gagnsæja umræðu og nauðsyn þess að veittar séu réttar upplýsingar til íbúa bæjarfélagsins. </DIV><DIV>Í ræðu og riti hefur fulltrúunum hinsvegar heldur betur orðið á í þeim efnum.</DIV><DIV>Bókun Íbúahreyfingarinnar nú er enn ein sönnun þess. Of langt mál væri að tiltaka allt sem rangfært er í þessari bókun en hér eru nokkur dæmi:<BR>Leikskólagjölda hækka um 7% en ekki 8%<BR>Hækkun álagningarstuðla fasteignagjalda er fyrst og fremst til að mæta lækkun fasteignamats.<BR>Upptalning á tugum, hundruða eða jafnvel þúsund prósenta hækkunum eru til komnar til að vekja tortryggni bæjarbúa. En þar er fyrst og fremst um verulega lágar upphæðir að ræða.<BR>Jafnræði er í breytingum á framlögum til íþrótta- og tómstundafélaga eins og marg oft hefur verið útskýrt fyrir bæjarfulltrúa Íbúahreyfingarinnar.<BR>Laun bæjarstjóra eru að lækka sbr bókun okkar fyrr á fundinum. <BR>Varðandi svokallað kúlulán til Helgafellsbygginga þá er um að ræða uppgjör á viðskiptaskuld sem bærinn hefur veð fyrir eins og fulltrúum Íbúahreyfingarinnar er fullkunnugt um.</DIV><DIV>Meirihluti D- og V-lista harmar þessi vinnubrögð sem eru ekki til þess að auka trúverðugleika stjórnmálamanna sem full þörf er á að gera við núverandi aðstæður. </DIV><DIV>Það er á ábyrgð bæjarfulltrúa að koma fram með staðreyndir en ekki rangfærslur.</DIV><DIV>Hvað bókun S-lista varðar vísar meirihluti V- og D lista til málsmeðferðartillögu okkar.</DIV><DIV> </DIV><DIV><BR>Bókun D- og V-lista vegna fjárhagsáætlunar 2011</DIV><DIV>Megináherslur fjárhagsáætlunar Mosfellsbæjar fyrir árið 2011, sem hér er lögð fram, eru að standa vörð um grunn- og velferðarþjónustu Mosfellsbæjar en jafnframt að skila hallalausum rekstri.</DIV><DIV>Eftir mikla hagræðingu undanfarin tvö ár var ljóst að þær ákvarðanir sem sveitarfélagið stæði frammi fyrir væru langt frá því auðveldar. Mosfellsbær leitaði til íbúa eftir leiðum til hagræðingar og var haldinn sérstakur íbúafundur um fjárhagsáætlun. Á íbúafundinum kom fram eindregin ósk um að standa vörð um velferð. Fjárhagsáætlun 2011 ber þess vitni að eftir því var farið eins og kostur var. Fjárframlög til málaflokksins aukast milli ára í samræmi við aukna þörf á aðstoð og þjónustu á því sviði á meðan um talsverða hagræðingu er að ræða á flestum öðrum sviðum. Íbúar létu jafnframt í ljós óskir um að ekki yrði hagrætt í skólamálum eða dagvistarmálum barna. Reynt var að koma til móts við þá óskir eins og frekast var unnt. Til marks um það hækka útgjöld til málaflokksins um 2% á milli ára án tillits til verðlagsbreytinga.</DIV><DIV>Veruleg hagræðingarkrafa hefur verið gerð á yfirstjórn sveitarfélagsins, sem og stjórnunardeildir stofnana. Starfsfólk Mosfellsbæjar tekur að sér aukinn fjölda verkefna og lagt hefur verið áhersla á enn frekara samstarf milli stofnana og deilda í því skyni að ná sem mestri hagræðingu.</DIV><DIV>Helstu áherslur í fjárhagsáætlun 2011 eru eftirfarandi:<BR> Að haldið verði áfram að byggja upp okkar samfélag og þjónustu þrátt fyrir erfitt árferði eftir því sem hægt er. <BR>Að standa vörð um skóla- og æskulýðsstarf og að forgangsraðað verði í þágu barna og velferðar.<BR> Að veltufé frá rekstri sé jákvætt og að afkoma bæjarins án óreglulegra tekna verði í jafnvægi.<BR> Að samdrætti á tekjum verði m.a. mætt með sparnaði og hagræðingu í rekstri og að sérstaklega verði hagrætt í yfirstjórn og stjórnun almennt, ásamt í eignaliðum og rekstri fasteigna.<BR> Að framkvæmdir hefjist við byggingu nýs framhaldsskóla í miðbæ Mosfellsbæjar og hjúkrunarheimili að Hlaðhömrum í samvinnu við ríkisvaldið. <BR>Að samkomulag um lækkun launa stjórnenda bæjarins um 3-7% gildi áfram að undanskildum bæjarstjóra en laun hans hafa lækkað alls um 17% skv. nýjum ráðningarsamningi.</DIV><DIV>Dæmi um aðgerðir sem nauðsynlegt verður að ráðast í eru eftirfarandi:<BR> Gjaldskrár hækka um 5-10%<BR> Útsvar hækkar úr 13,19% í 13,28%<BR> Álagningarstuðlar fasteignagjalda verða hækkaðir til að mæta lækkun fasteignamats.<BR> Heimgreiðslur verða lagðar af.<BR> Frístundaávísanir lækka úr kr. 18.000 í kr. 15.000.<BR> Gjaldfrjálsum tíma í fimm ára deild fækkar úr 8 í 3.<BR> Samningar um fjárfestingar í íþróttamannvirkjum verða endurskoðaðir, svo og styrktarsamningar.</DIV><DIV>Meirihluti D- og V-lista þakkar framkvæmdastjórum sviða, forstöðumönnum stofnana og öðrum þeim starfsmönnum sem komu að vinnu við fjárhagsáætlunina fyrir óeigingjarna vinnu og sýndan skilning á aðstæðunum.</DIV><DIV> </DIV><DIV><BR>Forseti óskaði bæjarfulltrúum, starfsmönnum öllum og fjölskyldum þeirra gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári og sleit síðan fundi.</DIV></DIV></DIV></DIV></DIV></DIV></DIV></DIV>