Mál númer 201006126
- 22. desember 2010
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #549
<DIV><DIV><DIV><DIV>Haraldur Sverrisson bæjarstjóri vék af fundi undir þessum dagskrárlið.</DIV><DIV> </DIV><DIV>Til máls tóku: JJB, BH og JS.</DIV><DIV> </DIV><DIV>Bókun bæjarfulltrúa Íbúahreyfingarinnar. </DIV><DIV>Ráðning bæjarstjóra.</DIV><DIV>Kjörtímabil sveitarstjórnarmanna eru 4 ár, það á öllum frambjóðendum að vera ljóst, Íbúahreyfingin er andvíg því að sveitarstjórnarmenn tryggi sér laun umfram þann tíma nema þegar ekki verði við ráðið s.s. þegar að stjórnartímabil stangast á við kjörtímabilið í stjórnum utan bæjarfélagsins.<BR>Íbúahreyfingin er auk þess andvíg hverskonar starfslokasamningum umfram þann rétt sem venjulegir launþegar hafa.<BR>Þá gagnrýnir íbúahreyfingin framsetningu meirihlutans í grein í Mosfellingi þar sem látið er líta út fyrir að Kjararáð og ráðuneytissjórar hafi eitthvað með laun bæjarstjóra að gera. Þarna er engin tenging á milli og laun bæjarstjóra eru alfarið ákvörðun bæjarráðs og bæjarstjórnar og þar ræður meirihlutinn.</DIV><DIV>Jón Jósef Bjarnason bæjarfulltrúi Íbúahreyfingarinnar.</DIV><DIV> </DIV><DIV>Bókun S-lista Samfylkingar.</DIV><DIV>Ég vísa til afstöðu S-lista Samfylkingar við afgreiðslu á ráðningarsamningi bæjarstjóra.</DIV><DIV>Jónas Sigurðsson bæjarfulltrúi S-lista.</DIV><DIV> </DIV><DIV>Bókun D- og V-lista.</DIV><DIV>Það er öllum ljóst að kjörtímabil sveitarstjórnarmanna er 4 ár. Almennt er í upphafi hvers kjörtímabils ráðinn bæjarstjóri sem þá verður embættismaður sveitarfélagsins. Hefð er fyrir því að biðlaunaréttur bæjarstjóra Mosfellsbæjar sé 6 mánuðir vegna eðlis starfsins. Þetta er jafnframt viðurkennt ákvæði í ráðningarsamningum bæjarstjóra almennt að ógleymdum réttindum þingmanna.</DIV><DIV>Launakjör bæjarstjóra skv. ráðningarsamningi eru tengd launaflokki ráðuneytisstjóra eins og víða er gert í sveitarfélögum til þess að um breytingar á kjörum gildi ákvarðanir kjararáðs. Tenging við kjararáð hefur leitt til lækkunar á kjörum bæjarstjóra.</DIV><DIV>Í lokin er rétt að árétta að laun bæjarstjóra samkvæmt nýjum samningi hafa lækkað um 17%.</DIV><DIV> </DIV><DIV>Afgreiðsla 1009. fundar bæjarráðs, um leiðréttingu á prentvillu í ráðningarsamningi, samþykkt á 549. fundi bæjarstjórnar með fimm atkvæðum gegn einu atkvæði. Jónas Sigurðsson bæjarfulltrúi S-lista situr hjá við afgreiðslu þessa dagskrárliðs.</DIV></DIV></DIV></DIV>
- 16. desember 2010
Bæjarráð Mosfellsbæjar #1009
Haraldur Sverrisson bæjarstjóri vék af fundi undir þessum dagskrárlið.
Til máls tóku: HS, JJB, JS
Formaður bæjarráðs gerði grein fyrir prentvillu í áðurgerðum ráðningarsamningi bæjarstjóra og var leiðrétting þar að lútandi samþykkt með tveimur atkvæðum.
- 3. nóvember 2010
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #545
Frestað á 1000. fundi bæjarráðs. Fylgigögn þau sömu og þá voru send aðalmönnum í bæjarráði.
<DIV><DIV><DIV><DIV><DIV><DIV>Haraldur Sverrisson bæjarstjóri vék af fundi undir þessum dagskrárlið.</DIV><DIV> </DIV><DIV>Til máls tóku: HBA, HS og HBA.</DIV><DIV> </DIV><DIV>Undirrituð, fulltrúi Samfylkingarinnar í Mosfellsbæ, leggur fram eftirfarandi tillögu að breytingu á ráðningarsamningi bæjarstjórnar Mosfellsbæjar og bæjarstjóra sveitarfélagsins sem lagður var fram á 1002. fundi bæjarráðs. <BR>Í ljósi niðurskurðar í fjármálum bæjarfélagsins og þeirrar kjaraskerðingar sem starfsmenn bæjarins hafa mátt þola vegna hans verður að teljast eðlilegt að greiðslur til bæjarstjóra lækki meira en framlagður ráðingarsamningur gerir ráð fyrir. <BR>Lagt er til að grunnlaun bæjarstjóra verði óbreytt en hækki ekki um tvo launaflokka eins og nýr samningur gerir ráð fyrir. Hætt verði að greiða fasta upphæð á mánuði í yfirvinnugreiðslu. Þá er lagt til að Mosfellsbær hætti að láta bæjarstjóra í té bifreið á kostnað bæjarfélagsins, í stað þess verði bæjarstjóra endurgreiddur útlagður aksturskostnaður samkvæmt akstursdagbók. Þá verði hætt að greiða fyrir heimasíma og nettengingu bæjarstjóra á eigin heimili. </DIV><DIV>Hanna Bjartmars Arnardóttir<BR>Samfylkingu.</DIV><DIV> </DIV><DIV>Tillaga bæjarfulltrúa S-lista borin upp og felld með fjórum atkvæðum gegn tveimur atkvæðum.</DIV><DIV> </DIV><DIV>Bókun D og V lista.<BR>Samningur við bæjarstjóra var endurnýjaður á sama grunni og fyrri samningur frá 2007, en laun lækkuð um liðlega 17% frá þeim samningi. Auk þess var starfslokaákvæði breytt í þá veru að segi bæjarstjóri samningnum upp skal hann hafa þriggja mánaða uppsagnarfrest og engan biðlaunarétt. Líkt og í fyrri samningi er miðað við launaflokk ráðuneytisstjóra og hafði það viðmið breyst úr flokki 139 í 141. Í samanburði við aðra bæjarstjóra verður bæjarstjóri Mosfellsbæjar sá lægst launaðasti á höfuðborgarsvæðinu, en sá 8. í röðinni ef miðað er við 10 stærstu sveitarfélög landsins.</DIV><DIV> </DIV><DIV> </DIV><DIV>Framlagður ráðningarsamningur við bæjarstjóra sem undirritaður er af formanni bæjarráðs og forseta bæjarstjórnar staðfestur með fjórum atkvæðum gegn tveimur atkvæðum.</DIV><DIV> </DIV><DIV> </DIV><DIV>Undirrituð, fulltrúi Samfylkingarinnar, harmar samþykkt nýs ráðningarsamnings bæjarstjórnar Mosfellsbæjar og bæjarstjóra sveitarfélagsins. Á meðan skorið er niður á flestum sviðum í starfsemi sveitarfélagsins eru kjör bæjarstjóra enn í takt við það sem tíðkaðist á því tímabili sem nú er almennt kennt við árið 2007. Starfsmenn sveitarfélagsins, sem flestir voru lágt launaðir fyrir, hafa mátt þola kjaraskerðingu á undanförnum árum. Fyrir þetta fólk og alla bæjarbúa er óþolandi að upplifa að meirihluti bæjarstjórnar Mosfellsbæjar er ekki tilbúinn að leggja meira af mörkum til sparnaðar en raun ber vitni þegar kemur að æðsta stjórnanda bæjarins. Bent skal á að fyrst nú er verið að ganga frá nýjum samningi við bæjarstjórann sem frá kosningum hefur haldið óbreyttum kjörum frá síðasta kjörtímabili. Þá er það einnig íhugunarefni að núverandi bæjarstjóri er jafnframt kjörinn bæjarfulltrúi og fær laun sem slíkur líkt og aðrir bæjarfulltrúar. Bæjarfulltrúar fá þessi laun því þeim er ætlað að setja sig inn í málefni bæjarfélagsins þannig að þeir séu færir um að taka afstöðu til þeirra. Bæjarstjóri hefur í sínu daglega starfi betri aðstöðu en nokkur annar til að kynna sér allt sem bæjarfélagið varðar.</DIV><DIV>Hanna Bjartmars Arnardóttir<BR>Samfylkingu.</DIV><DIV> </DIV><DIV>Bæjarfulltrúi M-lista tekur heilshugar undir bókun bæjarfulltrúa S-lista Samfylkingar.</DIV></DIV></DIV></DIV></DIV></DIV>
- 3. nóvember 2010
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #545
Lagður verður fram til afgreiðslu ráðningarsamningur við bæjarstjóra í samræmi við bókun þar um á 538. fundi bæjarstjórnar sem hljóðaði svo: "Tillaga er um að ráða Harald Sverrisson sem bæjarstjóra í Mosfellsbæ og samþykkt jafnframt að fela bæjarráði umboð til að ganga frá ráðningarsamningi við bæjarstjóra".
<DIV><DIV>Erindinu frestað á 545. fundi bæjarstjórnar.</DIV></DIV>
- 28. október 2010
Bæjarráð Mosfellsbæjar #1002
Frestað á 1000. fundi bæjarráðs. Fylgigögn þau sömu og þá voru send aðalmönnum í bæjarráði.
Haraldur Sverrisson bæjarstjóri sat ekki fundinn undir þessum dagskrárlið.
Til máls tóku: HS, JJB, HP og KT.
Tillaga kom fram frá bæjarráðsmanni Jóni Jósefi Bjarnasyni um að samningi við bæjarstjóra verði frestað þar til unnið hefur verið úr niðurstöðum íbúafundar og óskir bæjarbúa sem þar koma fram ljósar.
Tillagan borin upp og felld með tveimur atkvæðum.
Tillaga kom fram frá bæjarráðsmanni Jóni Jósefi Bjarnasyni um að samningur við bæjarstjóra verði miðaður við þingfararkaup.
Tillagan borin upp og felld með tveimur atkvæðum.
Tillaga kom fram frá bæjarráðsmanni Jóni Jósefi Bjarnasyni um að 2. gr. um bifreiðarhlunnindi falli brott.
Tillagan borin upp og felld með tveimur atkvæðum.
Tillaga kom fram frá bæjarráðsmanni Jóni Jósefi Bjarnasyni um að 3. gr. um önnur hlunnindi falli brott.
Tillagan borin upp og felld með tveimur atkvæðum.
Bókun bæjarráðmanna D og V-lista.
Samningur við bæjarstjóra er endurnýjaður á sama grunni og fyrri samningur frá 2007, en laun lækkuð um liðlega 17%.
Samþykkt með tveimur atkvæðum að fela formanni bæjarráðs og forseta bæjarstjórnar að ganga frá ráðningarsamningi við bæjarstjóra og leggja fyrir bæjarstjórn til staðfestingar.
- 21. október 2010
Bæjarráð Mosfellsbæjar #1000
Lagður verður fram til afgreiðslu ráðningarsamningur við bæjarstjóra í samræmi við bókun þar um á 538. fundi bæjarstjórnar sem hljóðaði svo: "Tillaga er um að ráða Harald Sverrisson sem bæjarstjóra í Mosfellsbæ og samþykkt jafnframt að fela bæjarráði umboð til að ganga frá ráðningarsamningi við bæjarstjóra".
Haraldur Sverrisson bæjarstjóri vék af fundi undir þessum dagskrárlið.
Til máls tóku: HS, JJB, SÓJ, JS, KT og BH.
Erindinu frestað.
- 16. júní 2010
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #538
Lögð verður fram tillaga um ráðningu bæjarstjóra
Tillaga er um að ráða Harald Sverrisson sem bæjarstjóra í Mosfellsbæ og samþykkt jafnframt að fela bæjarráði umboð til að ganga frá ráðningarsamningi við bæjarstjóra.
Til máls tóku: JBS, HS og JS.
Tillaga fulltrúa Íbúahreyfingarinnar og Samfylkingarinnar varðandi ráðningu bæjarstjóra.<BR>Í mannauðststefnu Mosfellsbæjar segir:<BR>Starfsmenn Mosfellsbæjar eru ráðnir á grundvelli reynslu, hæfni, menntunar og hæfileika til að takast á við starfið. Laus störf skulu auglýst á opinberum vettvangi og til að tryggja sanngirni og fagmennsku skulu allar ráðningar hjá Mosfellsbæ byggjast á samræmdu ráðningarferli. Kjör starfsmanna taka mið af kjarasamningum viðkomandi stéttarfélaga.<BR>Með vísan til þessa leggja bæjarfulltrúar M og S lista til að staða bæjarstjóra verði auglýst.
Tillaga M og S lista borin upp og felld með fimm atkvæðum gegn tveimur.
Upphafleg tillaga um að ráða Harald Sverrisson sem bæjarstjóra samþykkt með fimm atkvæðum.
Bókun fulltrúa M lista varðandi ráðningu bæjarstjóra Mosfellsbæjar á fundi bæjarstjórnar þann 16. júní 2010.
<BR>Eftirfaranandi má lesa á heimasíðu Mosfellsbæjar um stefnur gildi og framtíðarsýn. Þegar Haraldur Sverrisson tók við sem bæjarstjóri haustið 2007 var eitt hans fyrsta verkefni að leggja til við bæjarráð að hafin yrði vinna við stefnumótun hjá Mosfellsbæ með það að markmiði að gera gott bæjarfélag enn betra enda sé það frumskylda bæjaryfirvalda hverju sinni að spyrja spurninga um það hvort unnið sé í samræmi við stefnu sem stuðlar að bættum hag og velferð bæjarbúa.<BR>Í þessum anda var mannauðsstefna Mosfellsbæjar skrifuð síðar. Í henni segir. Starfsmenn Mosfellsbæjar eru ráðnir á grundvelli reynslu, hæfni, menntunar og hæfileika til að takast á við starfið. Laus störf skulu auglýst á opinberum vettvangi og til að tryggja sanngirni og fagmennsku skulu allar ráðningar hjá Mosfellsbæ byggjast á samræmdu ráðningarferli. Kjör starfsmanna taka mið af kjarasamningum viðkomandi stéttarfélaga.<BR>Með vísan til mannauðsstefnu Mosfellsbæjar var lögð fram tillaga á fundi bæjarstjórnar um að staða bæjarstjóra yrði auglýst og starfskjör endurskoðuð. Því miður fór svo fyrir tillögunni að henni var hafnað af sitjandi meirihluta. Ætlun meirihlutans að ráða bæjarstjóra á pólitískum forsendum, án auglýsingar, gengur þvert gegn mannauðsstefnu Mosfellsbæjar. Það er slæmt fordæmi og vanvirðing við faglega stjórnsýslu.
Þórður Björn Sigurðsson bæjarfulltrúi M lista.
Bókun S lista.
<BR>Í mannauðsstefnu Mosfellsbæjar segir meðal annars:<BR>Starfsmenn Mosfellsbæjar eru ráðnir á grundvelli reynslu, hæfni, menntunar og hæfileika til að takast á við starfið. Laus störf skulu auglýst á opinberum vettvangi og til að tryggja sanngirni og fagmennsku skulu allar ráðningar hjá Mosfellsbæ byggjast á samræmdu ráðningarferli.<BR>Það er því gagnrýnisvert að meirihlutinn í bæjarstjórn Mosfellsbæjar skuli ekki hafa í heiðri samþykkta mannauðsstefnu bæjarins.
<BR>Jónas Sigurðsson bæjarfulltrúi S lista.
Bókun D og V lista.
<BR>D og V listi hafa lagt til að Haraldur Sverrisson verði ráðinn bæjarstjóri enda hefur hann sinnt starfi bæjarstjóra sl. 2 ár og sýnt að hann er starfinu vaxinn. <BR>Haraldur Sverrisson var bæjarstjóraefni sjálfstæðismanna í Mosfellsbæ og hlaut mikinn stuðning kjósenda. Hann hefur menntun á sviði viðskiptafræði og stjórnunar og áratuga starfsreynslu í stjórnsýslu sem nýtist vel í starfi bæjarstjóra. <BR>Því lögðum við til að Haraldur Sverrisson yrði ráðinn bæjarstjóri í Mosfellsbæ.