Mál númer 201701283
- 14. júní 2017
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #697
Ársreikningur Hitaveitu Mosfellsbæjar fyrir árið 2016 lagður fram til staðfestingar.
Afgreiðsla 1310. fundar bæjarráðs samþykkt á 697. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 1. júní 2017
Bæjarráð Mosfellsbæjar #1308
Ársreikningur Hitaveitu Mosfellsbæjar fyrir árið 2016 lagður fram til staðfestingar.
Bæjarráð samþykkir ársreikning Hitaveitu Mosfellsbæjar vegna ársins 2016 með áritun sinni.
- 19. apríl 2017
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #693
Ársreikningur Mosfellsbæjar 2016 lagður fram til annarrar umræðu.
Tillaga S lista:
Gerum tillögu um að ábendingar endurskoðenda til stjórnenda bæjarins er varða innra eftirlit, fjárhagskerfi, stjórnsýslu sveitarfélagsins og önnur atriði sem tengjast vinnu þeirra ásamt skýrslu endurskoðenda til bæjarstjóra verði kynntar í bæjarráði.Anna Sigríður Guðnadóttir
Ólafur Ingi ÓskarssonTillagan samþykkt með níu atkvæðum.
Bókun D og V lista
Rekstur Mosfellsbæjar gekk vel á árinu 2016. Veltufé frá rekstri er 1.109 milljónir eða rúmlega 12% af tekjum. Eigið fé í árslok nam 4.681 milljónum og eiginfjárhlutfall 29,4%. Skuldaviðmið er 108,5% sem er vel innan þess 150% hámarks sem kveðið er á um í lögum.
Rekstrarniðurstaða A og B hluta er talsvert betri en gert var ráð fyrir í fjárhagsáætlun ársins. Það má helst skýra með hærri óreglulegum tekjum vegna lóðasölu og byggingarréttargjöldum og lægra verðlagi en gert var ráð fyrir, sem hefur áhrif á fjármagnsliði.Framundan er áframhaldandi uppbygging innviða í Mosfellsbæ. Á síðustu árum hefur verið verið lögð áhersla á uppbyggingu framhaldsskóla, íþróttahús, hjúkrunarheimili og stórbætt aðstaða fyrir félagsstarf eldri borgara. Stærsta verkefnið sem sveitarfélagið hefur með höndum nú er bygging Helgafellsskóla. Það er leik- og grunnskóli í nýbyggingarhverfi í hraðri uppbyggingu sem áætlað er að muni kosta um 3500 milljónir á næstu tíu árum.
Skuldastaða sveitarfélagsins er vel viðunandi miðað við þá uppbyggingu sem átt hefur sér stað á undanförnum árum og er skuldaviðmiðið komið niður í 108% af tekjum. Sú uppbygging er í samræmi við markmið sveitarfélagsins um góða heildstæða þjónustu við alla aldurshópa og fjölgun íbúa.
Fjárhagsstaða Mosfellsbæjar er traust og reksturinn ábyrgur. Fræðslumál eru langstærsti málaflokkurinn en til hans runnu 3.604 milljónir eða 51% skatttekna. Til félagsþjónustu var veitt 1.382 milljónum og eru þar meðtalin málefni fatlaðs fólks. Íþrótta- og tómstundamál eru þriðja stærsta verkefni bæjarins en til þeirra mála var varið um 803 milljónum. Samtals er því 82% skatttekna Mosfellsbæjar varið til fræðslu-, félagsþjónustu, íþrótta- og tómstundamála.
Við viljum þakka starfsmönnum Mosfellsbæjar öllum fyrir að hafa staðið vel að verki við rekstur sveitarfélagsins á árinu 2016Bókun S-lista við ársreikning 2016
Það er vissulega gleðiefni að rekstrarniðurstaða Mosfellsbæjar fyrir árið 2016 sé jákvæð eftir undangengin nokkur mögur ár og rétt er að þakka starfsfólki bæjarins fyrir þeirra framlag til betri rekstrar. Þar hjálpar verulega til að verðbólga var lægri en áætlanir gerðu ráð fyrir sem m.a. kemur fram í lægri fjármagnskostnaði. Einnig skiluðu eins skiptis tekjur eins og t.d. byggingarréttargjöld sér í meira mæli en gert hafði verið ráð fyrir.Það sem þó gerir útslagið í rekstrarniðurstöðunni eru auknar tekjur. Þó ekki vegna útsvars og fasteignagjalda sem voru nokkurn veginn á pari við áætlun heldur vegna s.k. annarra tekna. Aðrar tekjur eru um 20% hærri en gert var ráð fyrir í fjárhagsáætlun eða sem nemur röskum 240 milljónum af heildar rekstrarniðurstöðu A hluta. Inni í þeirri upphæð eru fyrrgreind byggingarréttargjöld. Þá er líka vert að hafa í huga að greiðslur frá Jöfnunarsjóði voru þar að auki um 100 milljónum hærri en gert hafði verið ráð fyrir.
Anna Sigríður Guðnadóttir
Ólafur Ingi Óskarsson
Forseti bar upp ársreikning bæjarins og stofnana hans í einu lagi og var ársreikningur ársins 2016 staðfestur með níu atkvæðum, en helstu niðurstöðutölur eru þessar:Rekstrarreikningur A og B hluta:
Rekstrartekjur: 9.105 mkr.
Laun og launatengd gjöld 4.151 mkr.
Annar rekstrarkostnaður 3.640 mkr.
Afskriftir 336 mkr.
Fjármagnsgjöld 567 mkr.
Tekjuskattur 31 mkr.
Rekstrarniðurstaða jákvæð um 380 mkr.Efnahagsreikningur A og B hluta:
Eignir alls: 15.917 mkr.
Skuldir og skuldbindingar: 11.236 mkr.
Eigið fé: 4.681 mkr. - 19. apríl 2017
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #693
Ársreikningur Mosfellsbæjar 2016 lagður fram.
Afgreiðsla 1301. fundar bæjarráðs samþykkt á 693. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 5. apríl 2017
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #692
Kynning á stöðu vinnu við gerð ársreiknings. Gögn lögð fram á fundinum.
Afgreiðsla 1300. fundar bæjarráðs samþykkt á 692. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 5. apríl 2017
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #692
Ársreikningur Mosfellsbæjar 2016 lagður fram til fyrri umræðu í bæjarstjórn.
Á fundinn undir þessum dagskrárlið mættu Magnús Jónsson (MJ) endurskoðandi Mosfellsbæjar, Pétur J. Lockton fjármálastjóri, Anna María Axelsdóttir verkefnastjóri í fjármáladeild, Jóhanna B. Hansen framkvæmdastjóri umhverfissviðs, Unnur V. Ingólfsdóttir framkvæmdastjóri fjölskyldusviðs, Linda Udengard framkvæmdastjóri fræðslusviðs og Aldís Stefánsdóttir forstöðumaður þjónustu- og samskiptadeildar.
Bæjarstjóri hóf umræðuna og þakkaði endurskoðanda og starfsmönnum fyrir vel unnin störf í tengslum við gerð ársreiknings. Þá fór endurskoðandi yfir helstu efnisatriði í drögum ársreiknings 2016 og endurskoðunarskýrslu sinni vegna ársins 2016. Í kjölfarið fóru fram umræður.
Samþykkt með níu atkvæðum að vísa ársreikningi Mosfellsbæjar 2016 til annarrar og síðari umræðu á næsta fundi bæjarstjórnar.
- 5. apríl 2017
Bæjarráð Mosfellsbæjar #1301
Ársreikningur Mosfellsbæjar 2016 lagður fram.
Á fundinn undir þessum dagskrárlið mætti Pétur J. Lockton (PJL) fjármálastjóri Mosfellsbæjar.
Bæjarráð samþykkir ársreikning Mosfellsbæjar vegna ársins 2016 með áritun sinni og telst hann tilbúinn til endurskoðunar og afgreiðslu í bæjarstjórn. Samþykkt með þremur atkvæðum að vísa ársreikningi Mosfellsbæjar 2016 til fyrri umræðu á næsta fundi bæjarstjórnar.
- 30. mars 2017
Bæjarráð Mosfellsbæjar #1300
Kynning á stöðu vinnu við gerð ársreiknings. Gögn lögð fram á fundinum.
Á fundinn undir þessum lið mættu Pétur J. Lockton, fjármálastjóri, Magnús Jónsson (MJ) og Sigurður Rúnar Pálsson (SRP) frá KPMG, mættu á fundinn undir þessum lið.
Farið var yfir stöðu vinnu við gerð ársreiknings.