Mál númer 201707003
- 23. ágúst 2017
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #699
Á 440 fundi skipulagsnefndar 7. júlí 2017 var gerð eftirfarandi bókun:"Skipulagsnefnd vísar í 18. gr. lögreglusamþykktar Mosfellsbæjar sem samþykkt var á 677. fundi bæjarstjórnar 31. ágúst 2016 þar sem m.a. er fjallað um bann við stöðu eftirvagna og tengivagna á götum og almennum bifreiðastæðum." Borist hefur nýtt erindi varðandi málið.
Afgreiðsla 442. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 699. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 18. ágúst 2017
Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar #442
Á 440 fundi skipulagsnefndar 7. júlí 2017 var gerð eftirfarandi bókun:"Skipulagsnefnd vísar í 18. gr. lögreglusamþykktar Mosfellsbæjar sem samþykkt var á 677. fundi bæjarstjórnar 31. ágúst 2016 þar sem m.a. er fjallað um bann við stöðu eftirvagna og tengivagna á götum og almennum bifreiðastæðum." Borist hefur nýtt erindi varðandi málið.
Skipulagsnefnd felur umhverfissviði í samvinnu við bæjarlögmann að leita leiða til úrlausnar málsins.
- 13. júlí 2017
Bæjarráð Mosfellsbæjar #1314
Borist hefur erindi frá Línu Dagbjörtu Friðriksdóttur dags. 27. júní 2017 varðandi bílastæðismál við Tröllateig.
Afgreiðsla 440. fundar Skipulagsnefndar samþykkt á 1314. fundi bæjarráðs með þremur atkvæðum.
- 7. júlí 2017
Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar #440
Borist hefur erindi frá Línu Dagbjörtu Friðriksdóttur dags. 27. júní 2017 varðandi bílastæðismál við Tröllateig.
Skipulagsnefnd vísar í 18. gr. lögreglusamþykktar Mosfellsbæjar sem samþykkt var á 677. fundi bæjarstjórnar 31. ágúst 2016 þar sem m.a. er fjallað um bann við stöðu eftirvagna og tengivagna á götum og almennum bifreiðastæðum.