Mál númer 202004063
- 19. ágúst 2020
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #765
Leiðréttingar á kjörskrá í samræmi við tilkynningar Þjóðskrár Íslands vegna nýs ríkisfangs og andláts, sbr. 4. mgr. 27. gr. laga um kosningar til Alþingis, sbr. lög um framboð og kjör forseta Íslands.
Afgreiðsla 1449.fundar bæjarráðs lögð fram á 765.fundi bæjarstjórnar
- 25. júní 2020
Bæjarráð Mosfellsbæjar #1449
Leiðréttingar á kjörskrá í samræmi við tilkynningar Þjóðskrár Íslands vegna nýs ríkisfangs og andláts, sbr. 4. mgr. 27. gr. laga um kosningar til Alþingis, sbr. lög um framboð og kjör forseta Íslands.
Bæjarráð samþykkir með þremur atkvæðum að gera eftirfarandi leiðréttingar á kjörskrá samkvæmt heimild í 4. mgr. 27. gr. laga nr. 24/2000 um kosningar til Alþingis, sbr. 1. gr. laga nr. 35/1945 um framboð og kjör forseta Íslands.
Bæjarráð samþykkir að gera leiðréttingar á kjörskrá samkvæmt tilkynningu Þjóðskrár Íslands. Einn einstaklingur bætist við kjörskrá þar sem hann hlaut ríkisborgararétt eftir viðmiðunardag kjörskrár sem var 6. júní 2020. Jafnframt breytingar vegna andláts tveggja einstaklinga eftir viðmiðunardag kjörskrár og vísast um heimild til framangreinds lagaákvæðis. - 24. júní 2020
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #764
Tillaga kjörstjórnar um kjörstað vegna forsetakosninga.
Afgreiðsla 1448. fundar bæjarráðs samþykkt á 764. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 18. júní 2020
Bæjarráð Mosfellsbæjar #1448
Tillaga kjörstjórnar um kjörstað vegna forsetakosninga.
Bæjarráð samþykkir með vísan til 68. gr. laga um kosningar til Alþingis nr. 24/2000, tillögu kjörstjórnar um að kjörstaður vegna forsetakosninga sem fram eiga að fara laugardaginn 27. júní nk. verði í Lágafellsskóla í átta kjördeildum.
- 10. júní 2020
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #763
Staðfesting kjörskrár vegna forsetakosninga 27. júní nk.
Fyrir fundinum lá eintak af kjörskrá fyrir Mosfellsbæ vegna forsetakosninga sem fram eiga að fara 27. júní 2020. Á kjörskrá eru samtals 8.497 kjósendur.
Bæjarstjórn staðfestir með vísan til 22. gr. laga um kosningar til Alþingis nr. 24/2000, sbr. lög um framboð og kjör forseta Íslands nr. 36/1945 kjörskrá Mosfellsbæjar til að gilda við forsetakosningar 27. júní 2020.
Kjörskráin skal auglýst og liggja frammi almenningi til sýnis í þjónustuveri Mosfellsbæjar frá 16. júní til kjördags.
Bæjarstjórn samþykkir að veita bæjarráði umboð til að taka til meðferðar athugasemdir vegna kjörskrár og gera viðeigandi leiðréttingar á henni samkvæmt 27. gr. laga um kosningar til Alþingis nr. 24/2000, sbr. 6. gr. laga um framboð og kjör forseta Íslands nr. 36/1945.