Mál númer 202006337
- 19. ágúst 2020
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #765
Beiðni sveitarstjórnarráðherra vegna fasteignaskattsálagningar árið 2021
Afgreiðsla 1449.fundar bæjarráðs lögð fram á 765.fundi bæjarstjórnar
- 25. júní 2020
Bæjarráð Mosfellsbæjar #1449
Beiðni sveitarstjórnarráðherra vegna fasteignaskattsálagningar árið 2021
Bréf samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytis til sveitarfélaga um lækkun á álagningu fasteignaskatts sem nemur að lágmarki þeirri krónutölu sem hækkun fasteignamats milli ára mun leiða til lagt fram.
Bókun L-lista:
Í þessari beiðni frá Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu felst að ráðuneytið beinir þeim eindregnu tilmælum til sveitarfélaganna að þau lækki álagningu fasteignaskatts um því sem nemur hækkun fasteignamatsins milli gjaldáranna 2020 og 2021 og þá sérstaklega vegna álagningar á atvinnuhúsnæði.Bæjarfulltrúi L lista Vina Mosfellsbæjar minnir í þessu sambandi á að hann flutti tillögu þess efnis, við afgreiðslu fjárhagsáætlunar fyrir árið 2020, að fasteignaskattur á einmitt atvinnuhúsnæði í Mosfellsbæ yrði lækkaður um tæplega 6% en sú tillaga hlaut ekki samþykki þá.
Bókun D- og V-lista:
Rétt er að árétta að álagningarhlutföll fasteignagjalda í Mosfellsbæ hafa lækkað á undanförnum árum bæði af íbúðarhúsnæði og atvinnuhúsnæði til að að koma til móts við hækkun fasteignamats.