Mál númer 201809299
- 17. október 2018
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #726
Ósk frá Sorpu um samþykki Mosfellsbæjar fyrir lántöku hjá Lánasjóði sveitarfélaga vegna framkvæmda við gas- og jarðgerðarstöð í Álfsnesi.
Afgreiðsla 1368. fundar bæjarráðs Mosfellsbæjar samþykkt á 726. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 17. október 2018
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #726
Frestað frá síðasta fundi. Ósk frá Sorpu um samþykki Mosfellsbæjar fyrir lántöku hjá Lánasjóði sveitarfélaga vegna framkvæmda við gas- og jarðgerðarstöð í Álfsnesi.
Afgreiðsla 1369. fundar bæjarráðs Mosfellsbæjar samþykkt á 726. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 11. október 2018
Bæjarráð Mosfellsbæjar #1369
Frestað frá síðasta fundi. Ósk frá Sorpu um samþykki Mosfellsbæjar fyrir lántöku hjá Lánasjóði sveitarfélaga vegna framkvæmda við gas- og jarðgerðarstöð í Álfsnesi.
Bæjarráð Mosfellsbæjar samþykkir með þremur atkvæðum á 1369. fundi sínum þann 11. október 2018 að veita einfalda ábyrgð og veðsetja til tryggingar ábyrgðinni tekjur Mosfellsbæjar í samræmi við hlutfall eignarhalds, sbr. heimild í 2. mgr. 68. gr. og 2. mgr. 69. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011, til tryggingar láns SORPU bs. hjá Lánasjóði sveitarfélaga að höfuðstól allt að kr. 750.000.000,- með lánstíma allt að 15 ár, í samræmi við skilmála að lánasamningi sem liggja fyrir á fundinum og sem sveitarstjórnin hefur kynnt sér. Ábyrgðin tekur til allra greiðslna sem og hvers kyns kostnaðar sem hlýst af vanskilum. Nær samþykkið jafnframt til undirritunar lánasamnings og að sveitarfélagið beri þær skyldur sem þar greinir.
Er lánið tekið til fjármögnunar á byggingu á gas- og jarðgerðarstöð í Álfsnesi sem felur í sér að vera verkefni sem hefur almenna efnahagslega þýðingu, sbr. 3. gr. laga um stofnun opinbers hlutafélags um Lánasjóð sveitarfélaga nr. 150/2006.
Bæjarráð samþykkir að skuldbinda hér með sveitarfélagið sem eiganda SORPU bs til að breyta ekki ákvæði samþykkta SORPU bs sem leggur hömlur á eignarhald að félaginu að því leyti að félagið megi ekki fara að neinu leyti til einkaaðila.
Fari svo að Mosfellsbær selji eignarhlut í SORPU bs til annarra opinberra aðila, skuldbindur Mosfellsbær sig til að sjá til þess að jafnframt yfirtaki nýr eigandi á sig ábyrgð á láninu að sínum hluta.
Jafnframt er Haraldi Sverrissyni, kt. 141261-7119 veitt fullt og ótakmarkað umboð til þess f.h. Mosfellsbæjar að undirrita lánssamning við Lánasjóð sveitarfélaga sbr. framangreint, sem og til þess að móttaka, undirrita og gefa út, og afhenda hvers kyns skjöl, fyrirmæli og tilkynningar, sem tengjast lántöku þessari, þ.m.t. beiðni um útborgun láns. - 4. október 2018
Bæjarráð Mosfellsbæjar #1368
Ósk frá Sorpu um samþykki Mosfellsbæjar fyrir lántöku hjá Lánasjóði sveitarfélaga vegna framkvæmda við gas- og jarðgerðarstöð í Álfsnesi.
Frestað