8. nóvember 2012 kl. 07:30,
2. hæð Helgafell
Fundinn sátu
- Hafsteinn Pálsson (HP) formaður
- Herdís Sigurjónsdóttir varaformaður
- Jónas Sigurðsson (JS) aðalmaður
- Jón Jósef Bjarnason (JJB) áheyrnarfulltrúi
- Karl Tómasson áheyrnarfulltrúi
- Haraldur Sverrisson bæjarstjóri
- Stefán Ómar Jónsson (SÓJ) bæjarritari
Fundargerð ritaði
Stefán Ómar Jónsson bæjarritari
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Erindi Margrétar Tryggvadóttur varðandi uppskipti á jörðinni Miðdal I200605022
Áður á dagskrá 971. fundar bæjarráðs þar sem framkvæmdastjóra stjórnsýslusviðs var falið að svara bréfritara. Síðast frestað á 1096. fundi bæjarráðs. Áheyrnarfulltrúi Jón Jósef Bjarnason óskar eftir erindinu á dagskrá fundarins og mun hann gera grein fyrir því á fundinum.
Erindi Margrétar Tryggvadóttur varðandi uppskipti á jörðinni Miðdal I
Til máls tóklu: JJB, SÓJ, HSv, HP, HS og JS.
Samþykkt með þremur atkvæðum að fresta afgreiðslu erindisins.
2. Hjólreiðar á höfuðborgarsvæðinu - Tillögur Landssamtaka hjólreiðamanna201210041
Afrit af bréfi Landssambands hjólreiðamanna til SSH og sveitarstjórna á höfuðborgarsvæðinu þar sem óskað er eftir því að erindið fái afgreiðslu, en í erindinu er óskað eftir því að samgöngur hjólandi verði greiðar, samfelldar, þægilegar, öruggar og sambærilegar við það sem öðrum samgöngumátum er boðið upp á. Bæjarráð óskaði á 1093. fundi sínum eftir umsögn skipulagsnefndar sem liggur fyrir.
Afrit af bréfi Landssambands hjólreiðamanna til SSH og sveitarstjórna á höfuðborgarsvæðinu þar sem óskað er eftir því að erindið fái afgreiðslu, en í erindinu er óskað eftir því að samgöngur hjólandi verði greiðar, samfelldar, þægilegar, öruggar og sambærilegar við það sem öðrum samgöngumátum
er boðið upp á.Samþykkt með þremur atkvæðum til samræmis við umsögn skipulagsnefndar að það sé heppilegast að grunnvinna og stefnumörkun fari fram á vettvangi samtaka sveitafélaganna á höfuðborgarsvæðinu eins og lagt er upp með í erindi Landssamtaka hjólreiðamanna, og fái síðan inngang í skipulag einstakra sveitarfélaga.
3. Erindi Þorsteins Péturssonar hdl varðandi eignarnahald á spildu í landi Dallands200903237
Kynnt er ákvörðun fasteignaskrár Þjóðskrár um að fella landspilduna 195745 undir jörðina Dalland.
Kynnt er ákvörðun fasteignaskrár Þjóðskrár um að fella landspilduna 195745 undir jörðina Dalland.
Til máls tóku: SÓJ, JS, HP og HSv.
Framkvæmdastjóri stjórnsýslusviðs lagði fram og kynnti bæjarráði þann ásetning fasteignaskrár Þjóðskrár að fella landspilduna 195745 undir jörðina Dalland og hvað sá gjörningur kynni að hafa í för með sér.
4. Malbikun og yfirlagnir í Mosfellsbæ 2012201206066
Vegna fyrirspurnar áhryernarfulltrúa í bæjarráði Jóns Jósefs Bjarnasonar varðandi kaup á malbiki.
Vegna fyrirspurnar áhryernarfulltrúa í bæjarráði Jóns Jósefs Bjarnasonar varðandi kaup á malbiki.
Til máls tóku: JJB, HP, JS og HSv.
Umræður fóru fram um kaup á malbiki og var erindið lagt fram.
5. Erindi Sorpu, staðarval fyrir nýjan urðunarstað201207154
Erindi Sorpu bs. varðandi urðunarstaði fyrir úrgang þar sem óskað er eftir því að sveitarfélögin sendi inn tilnefningu á mögulegum urðunarstöðum.
Erindi Sorpu bs. varðandi urðunarstaði fyrir úrgang þar sem óskað er eftir því að sveitarfélögin sendi inn tilnefningu á mögulegum urðunarstöðum.
Til máls tók: HP.
Samþykkt með þremur atkvæðum að vísa erindinu til umsagnar framkvæmdastjóra umhverfissviðs.
6. Erindi Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins (SHS) varðandi sjúkraflutninga201210280
Merkt aftur inná bæjarráð ef ráðið vill taka upp bókun líkt og Seltjarnarnes.
Erindi Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins (SHS) varðandi sjúkraflutninga þar sem kynnt er áháð úttekt KMPG á samlegðaráhrifum þess að slökkvilið höfuðborgarsvæðisins annist sjúkraflutninga.
Samþykkt með þremur atkvæðum að skora á velferðarráðuneytið að úttekt KPMG verði lögð til grundvallar samningi milli ráðuneytisins og slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins um að slökkviliðið annist áfram sem hingað til sjúkraflutninga fyrir ríkið.
7. Erindi Ragnars Garðarssonar varðandi byggingaleyfi að Reykjahvoli 14201210314
Ragnar Garðarsson varðandi byggingarleyfi, vegagerð, fráveitur og aðveitur að Reykjarhvoli 14.
Ragnar Garðarsson varðandi byggingarleyfi, vegagerð, fráveitur og aðveitur að Reykjarhvoli 14.
Samþykkt með þremur atkvæðum að vísa erindinu til umsagnar framkvæmdastjóra umhverfissviðs.
8. Erindi Lögreglustjóra varðandi umsögn um rekstrarleyfi heimagistingar að Jónstótt201210317
Lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu óskar eftir umsögn Mosfellsbæjar vegna rekstrarleyfis fyrir heimagistingar að Jónstótt.
Lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu óskar eftir umsögn Mosfellsbæjar vegna rekstrarleyfis fyrir heimagistingar að Jónstótt.
Samþykkt með þremur atkvæðum að bæjarráð gerir ekki fyrir sitt leyti athugasemd við útgáfu rekstrarleyfis hvað varðar opnunartíma eða önnur atriði eins og þau eru tilgreind í fyrirliggjandi umsókn, en vísar að öðru leyti til umsagnar byggingarfulltrúa Mosfellsbæjar hvað varðar atriði eins og byggingar- og skipulagsskilmála, lokaúttekt og fleiri þætti sem þar kunna að koma fram.
9. Erindi Alþingis varðandi umsögn um tillögu til þingsályktunar um jafnt búsetuform barna sem búa á tveimur heimilum201210331
Erindi Alþingis þar sem Mosfellsbæ er gefinn kostur á að senda inn umsögn vegna tillögu til þingsályktunar um jafnt búsetuform bara sem búa á tveimur heimilum.
Erindi Alþingis þar sem Mosfellsbæ er gefinn kostur á að senda inn umsögn vegna tillögu til þingsályktunar um jafnt búsetuform bara sem búa á tveimur heimilum.
Samþykkt með þremur atkvæðum að vísa erindinu til umsagnar fjölskyldunefndar.
10. Erindi Alþingis varðandi umsögn um tillögu til þingsályktunar um málefni barna og ungmenna með tal- og málþroskaröskun201210332
Erindi Alþingis þar sem Mosfellsbæ er gefinn kostur á að senda inn umsögn vegna tillögu til þingsályktunar um málefni barna og ungmenna með tal- og málþroskaröskun.
Erindi Alþingis þar sem Mosfellsbæ er gefinn kostur á að senda inn umsögn vegna tillögu til þingsályktunar um málefni barna og ungmenna með tal- og málþroskaröskun.
Samþykkt með þremur atkvæðum að vísa erindinu til umsagnar framkvæmdastjóra fræðslusviðs.
11. Erindi Heilbrigðiseftirlits Kjósarsvæðis varðandi verkferla við hundaeftirlit201211007
Heilbrigðiseftirlit Kjósarsvæðis leggur fram til umfjöllunar og afgreiðslu verkferla varðandi hundaeftirlit á starfssvæði sínu.
Heilbrigðiseftirlit Kjósarsvæðis leggur fram til umfjöllunar og afgreiðslu verkferla varðandi hundaeftirlit á starfssvæði sínu.
Til máls tóku: HP, HS og JS.
Samþykkt með þremur atkvæðum að vísa erindinu til umsagnar framkvæmdastjóra umhverfissviðs.
12. Erindi Foreldrasamtaka gegn áfengisauglýsingum201211009
Erindi Foreldrasamtaka gegn áfengisauglýsingum þar sem vakin er athygli sveitarstjórna á áfengisauglýsingum á íþróttasvæðum o.fl.
Erindi Foreldrasamtaka gegn áfengisauglýsingum þar sem vakin er athygli sveitarstjórna á áfengisauglýsingum á íþróttasvæðum o.fl.
Samþykkt að vísa erindinu til umsagnar og afgreiðslu framkvæmdastjóra menningarsviðs og íþrótta- og tómstundanefndar.
13. Erindi Bændasamtaka Íslands varðandi dreifingu búfjáráburðar í Laxnesi í Mosfellsbæ201211010
Erindi Bændasamtaka Íslands þar sem óskað er upplýsinga um það hvort og þá hvers vegna Mosfellsbær leggist gegn dreifingu búfjáráburðar í Laxnesi.
Erindi Bændasamtaka Íslands þar sem óskað er upplýsinga um það hvort og þá hvers vegna Mosfellsbær leggist gegn dreifingu búfjáráburðar í Laxnesi.
Til máls tóku: HP, JJB og HS.
Samþykkt með þremur atkvæðum að fela stjórnsýslusviði að svara erindinu í samræmi við fyrri afgreiðslu málsins.
14. Erindi Lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu varðandi hraðamælingar í Mosfellsbæ201211011
Erindi Lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu þar sem kynntar eru niðurstöður hraðamælinga í Mosfellsbæ sem fram hafa farið nokkur undanfarin ár.
Erindi Lögreglustjórnas á höfuðborgarsvæðinu þar sem kynntar eru niðurstöður hraðamælinga í Mosfellsbæ sem fram hafa farið nokkur undanfarin ár.
Til máls tóku: HP, HS og JJB.
Samþykkt með þremur atkvæðum að vísa erindinu til skipulagsnefndar til umsagnar og afgreiðslu.
15. Hjúkrunarheimili nýbygging201101392
Umhverfissvið óskar heimildar til útboðs á lóðarframkvæmdum við nýbyggingu hjúkrunarheimilisins.
Umhverfissvið óskar heimildar til útboðs á lóðarframkvæmdum við nýbyggingu hjúkrunarheimilisins.
Til máls tóku: HP, JS, HSv og JJB.
Samþykkt með þremur atkvæðum að heimila umhverfissviði að bjóða út lóðarframkvæmdir við nýbyggingu hjúkrunarheimilisins.
16. Úthlutun lóða Í Desjamýri og Krikahverfi201009047
Áður á dagskrá 1095. fundar bæjarráðs þar sem erindinu var frestað. Lagðir eru fram til samþykktar úthlutunarskilmálar iðnaðar- og verslunarlóða í Desjamýri og Sunnukrika í tengslum við átak í sölu lóða.
Úthlutun lóða Í Desjamýri og Krikahverfi.
Lagðir eru fram til samþykktar úthlutunarskilmálar iðnaðar- og verslunarlóða í Desjamýri og Sunnukrika í tengslum við átak í sölu lóða.Til máls tóku: HP og HSv.
Samþykkt með þremur atkvæðum framlagðir úthlutunarskilmálar vegna lóða við Desjamýri og Sunnukrika.