Mál númer 201411049
- 19. nóvember 2014
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #638
Lagt fram minnisblað Einars Kristjánssonar hjá Strætó bs. þar sem fram kemur að kostnaður við innanbæjarleið er áætlaður 15-42 millj. kr. á ári, allt eftir þjónustustigi.
Tillaga M-lista Íbúahreyfingarinnar$line$Fulltrúi M-lista leggur til að gerð verði úttekt á mögulegu leiðakerfi innanbæjarstrætó í Mosfellsbæ. Akstursleiðin væri frá Háholti í úthverfin að Háholti þar sem vagninn tengist utanbæjarleiðunum. Upplýsingarnar er síðan hægt að nota til að meta raunverulegan kostnað strætisvagnaferða innanbæjar. $line$Mosfellsbær hefur sjálfbæra þróun leiðarljósi og er fátt sem þjónar því markmiði betur en að draga úr notkun einkabílsins. Eitt brýnasta verkefni samtímans er að stemma stigu við mengun andrúmsloftsins og er bætt þjónusta stætó stórt skref í þá átt. Kostnaður við rekstur einkabíls hefur einnig aukist mikið á undanförnum árum og því búbót fyrir íbúa að eiga þess kost að ferðast með strætó.$line$$line$Málsmeðferðartillaga lögð fram um að tillögunni verði vísað til Skipulagsnefndar samþykkt með níu atkvæðum. $line$$line$Afgreiðsla 377. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 638. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 11. nóvember 2014
Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar #377
Lagt fram minnisblað Einars Kristjánssonar hjá Strætó bs. þar sem fram kemur að kostnaður við innanbæjarleið er áætlaður 15-42 millj. kr. á ári, allt eftir þjónustustigi.
Lagt fram til kynningar.