Mál númer 201802290
- 17. október 2018
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #726
Samkomulag um greiðslur til Skálatúns 2018 lagt fram.
Afgreiðsla 1368. fundar bæjarráðs Mosfellsbæjar samþykkt á 726. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 4. október 2018
Bæjarráð Mosfellsbæjar #1368
Samkomulag um greiðslur til Skálatúns 2018 lagt fram.
Samkomulag um greiðslur til Skálatúns samþykkt með þremur atkvæðum.
Bókun M-lista Að Skálatúni, í allt að 65 ár, hefur verið rekið göfugt starf þar sem Mosfellsbær hefur, allt frá því fyrir nokkrum árum, starfað þétt og með alúð við að efla þar starf og tryggja rekstrargrundvöll heimilisins. Á Skálatúni býr fjöldi einstaklinga með þroskahömlun. Um árabil hafa forsvarsmenn Skálatúns leitað til Mosfellsbæjar varðandi leiðréttingu á framlögum bæjarins og á lögbundnum skyldum bæjarins. Má í því efni m.a. benda á erindi frá lögmönnum Skálatúns frá því í mars 2017. Á fundi 1291 í bæjarráði var tillaga samþykkt um óháða úttekt á heimilinu. Kallað er eftir umfjöllun um þá skýrslu í bæjarráði og bæjarstjórn. Hvers vegna fylgir skýrslan ekki með undir þessum dagskrárlið? Fulltrúi Miðflokksins óskar eftir því að gengið sé án tafar til formlegra samningaviðræðna um þjónustusamning við Skálatún með það að augnarmiði að leita allra leiða til að tryggja lögbundin framlög til heimilisins. Hér þarf að höggva á þann hnút sem hefur staðið í veginum fyrir að rekstur að Skálatúni í Mosfellsbæ geti tryggt velferð þeirra sem þar búa. Miðflokkurinn mun ekki standa í veginum fyrir gerð þess samnings sem liggur fyrir fundinum þó svo að um sé að ræða skammtímalausn en ekki langtímalausn enda ástandið orðið alvarlegt.
Bókun D og V lista
Málefni Skálatúns hafa og mun vera áfram til umfjöllunar hjá Mosfellsbæ. Viðræður um nýjan þjónustusamning hafa staðið yfir um skeið. Ljóst er að til að leysa rekstrarmál Skálatúns til framtíðar þarf aðkomu ríkisvaldsins. Að öðru leiti er vísað í greiningar og minnisblöð sérfræðinga hjá fjölskyldusviði Mosfellsbæjar hvað þetta mál varðar. - 3. október 2018
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #725
Samkomulag við Skálatún vegna fjárframlaga 2018. Heimild til undirritunar.
Afgreiðsla 1367. fundar bæjarráðs samþykkt á 725. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 20. september 2018
Bæjarráð Mosfellsbæjar #1367
Samkomulag við Skálatún vegna fjárframlaga 2018. Heimild til undirritunar.
Samþykkt með 2 atkvæðum að fela lögmanni Mosfellsbæjar að veita umsögn um lengd og efni bókana. Samþykkt með 2 atkvæðum 1367. fundar bæjarráðs að fresta afgreiðslu málsins til næsta fundar. Fulltrúi M- lista er kýs gegn afgreiðslunni.
- 18. apríl 2018
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #715
Framlag til Skálatúns 2018.
Afgreiðsla 1349. fundar bæjarráðs samþykkt á 715. fundi bæjarstjórnar með átta atkvæðum.
- 5. apríl 2018
Bæjarráð Mosfellsbæjar #1349
Framlag til Skálatúns 2018.
Bæjarráð samþykkir með þremur atkvæðum að fela fjármálastjóra gerð viðauka við fjárhagsáætlun ársins 2018 til samræmis við framlögð gögn.