Mál númer 202501529
- 28. janúar 2025
Umhverfisnefnd Mosfellsbæjar #256
Tillaga um nýjan leikvöll með aðgengi fyrir alla lögð fyrir umhverfisnefnd til kynningar
Tillaga um leikvöll með aðgengi fyrir alla lögð fram og kynnt fyrir umhverfisnefnd.
Umhverfisnefnd lýsir yfir ánægju með verkefnið. - 23. janúar 2025
Bæjarráð Mosfellsbæjar #1654
Óskað er heimildar bæjarráðs til að kaupa sérhæfð leiktæki sem uppfylla kröfur um aðgengi fyrir alla sem fyrirhugað er að setja niður á leiksvæði sem staðsett er á milli Klapparhlíðar og Lækjarhlíðar.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum fyrirliggjandi tillögu um leiksvæði fyrir alla. Málinu vísað til kynningar í viðeigandi nefndum.