25. febrúar 2025 kl. 07:00,
4. hæð Mosfell
Fundinn sátu
- Ólafur Ingi Óskarsson (ÓIÓ) formaður
- Sigríður Dóra Sigtryggsdóttir varaformaður
- Ölvir Karlsson (ÖK) áheyrnarfulltrúi
- Brynja Hlíf Hjaltadóttir (BHH) aðalmaður
- Dögg Harðardóttir Fossberg áheyrnarfulltrúi
- Örvar Jóhannsson (ÖJ) varamaður
- Rúnar Bragi Guðlaugsson (RBG) varamaður
- Sigurbjörg Fjölnisdóttir sviðsstjóri velferðarsviðs
- Una Dögg Evudóttir embættismaður
Fundargerð ritaði
Sigurbjörg Fjölnisdóttir sviðsstjóri velferðarsviðs
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Leikvöllur með aðgengi fyrir alla, Nýframkvæmd202501529
Kynning á kaupum Mosfellsbæjar á leiktækjum sem uppfylla kröfur um aðgengi fyrir alla sem fyrirhugað er að setja niður á leiksvæði sem staðsett er á milli Klapparhlíðar og Lækjarhlíðar.
Mál kynnt og velferðarnefnd hvetur til áframhaldandi þróunar á leikvöllum með aðgengi fyrir alla.
2. Málefni barna með fjölþættan vanda202502527
Staða í málaflokki barna og ungmenna með fjölþættan vanda lögð fyrir til kynningar og umræðu.
Velferðarnefnd Mosfellsbæjar tekur undir með stjórn Samtaka stjórnenda í velferðarþjónustu sveitarfélaga, þar sem stjórnin lýsti áhyggjum sínum af þeirri alvarlegu stöðu sem upp er komin vegna skorts á þjónustuúrræðum af hálfu ríkisins við börn og ungmenni með fjölþættan vanda og fjölskyldur þeirra. Velferðarnefnd Mosfellsbæjar skorar á nýja ríkisstjórn að koma að þessum málum af krafti og hefja þegar í stað markvissa uppbyggingu þjónustuúrræða fyrir börn og ungmenni með fjölþættan vanda.
3. Fundur UNICEF og Umboðsmanns barna með börnum um Strætó202410438
Erindi frá umboðsmanni barna ásamt greinargerð með niðurstöðum frá samráðsfundi barna og Strætó lagt fram til kynningar.
Lagt fram og kynnt.
Fundargerð
4. Trúnaðarmálafundur 2022-2026 - 1754202502027F