6. júní 2024 kl. 07:30,
2. hæð Helgafell
Fundinn sátu
- Halla Karen Kristjánsdóttir (HKK) formaður
- Anna Sigríður Guðnadóttir (ASG) varaformaður
- Ásgeir Sveinsson (ÁS) aðalmaður
- Rúnar Bragi Guðlaugsson (RBG) varamaður
- Lovísa Jónsdóttir (LJó) aðalmaður
- Dagný Kristinsdóttir (DK) áheyrnarfulltrúi
- Regína Ásvaldsdóttir (RÁ) bæjarstjóri
- Þóra Margrét Hjaltested bæjarlögmaður
Fundargerð ritaði
Þóra Margrét Hjaltested bæjarlögmaður
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Ósk Víghóls um göngustíga og göngubrýr í Mosfellsdal202405310
Erindi frá stjórn Víghóls, íbúasamtaka í Mosfellsdal, þar sem óskað er eftir göngustíg og göngubrú í Mosfellsdal.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum að vísa erindinu til umsagnar umhverfissviðs.
2. Húsnæðisáætlun 2024202403099
Lögð er fram til kynningar og afgreiðslu tillaga að húsnæðisáætlun Mosfellsbæjar, í samræmi reglugerð um húsnæðisáætlanir sveitarfélaga og stafrænt áætlanakerfi Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum fyrirliggjandi húsnæðisáætlun Mosfellsbæjar fyrir 2024. Jafnframt er samþykkt að vísa áætluninni til kynningar í skipulagsnefnd.
Gestir
- Kristinn Pálsson, skipulagsfulltrúi
3. Samningur um afnot landsvæðis undir motocrossbraut202405475
Tillaga um endurnýjun samnings um afnot landsvæðis undir motorcrossbraut á Leirvogstungumelum.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum fyrirliggjandi tillögu og samning um afnot af landsvæði undir motorcrossbraut.
Gestir
- Arnar Jónsson, sviðsstjóri menningar-, íþrótta- og lýðheilsusviðs
4. Könnun meðal notenda í heimaþjónustu202403134
Kynning á niðurstöðum könnunar meðal notenda í heimaþjónustu á vegum Mosfellsbæjar.
Niðurstöður könnunar meðal notenda í heimaþjónustu á vegum Mosfellsbæjar kynntar og ræddar.
Bæjarráð lýsir ánægju sinni með framkvæmd og þátttöku þjónustuþega í þjónustukönnun meðal notenda heimaþjónustu Mosfellsbæjar. Ánægjulegt er að sjá fjölmörg jákvæð ummæli notenda varðandi þá aðstoð sem þegin er. Niðurstöður þessarar könnunar nýtast Mosfellsbæ vel í áframhaldandi uppbyggingu heimaþjónustu bæjarins.
Gestir
- Ólafía Dögg Ásgeirsdóttir, skrifstofustjóri skrifstofu umbóta og þróunar
- Sigurbjörg Fjölnisdóttir, sviðsstjóri velferðarsviðs
5. Áhættugreining á fjárfestingu og rekstri Mosfellsbæjar202406020
Tillaga um að framkvæmd verði verðfyrirspurnar vegna gerðar áhættugreiningar og ráðgjafar fyrir fjárfestingar og rekstur Mosfellsbæjar.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum fyrirliggjandi tillögu um framkvæmd verðfyrirspurnar vegna áhættugreiningar á fjárfestingu og rekstri Mosfellsbæjar.