Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða

10. október 2024 kl. 07:30,
2. hæð Helgafell


Fundinn sátu

  • Aldís Stefánsdóttir (ASt) varamaður
  • Valdimar Birgisson (VBi) varamaður
  • Ásgeir Sveinsson (ÁS) aðalmaður
  • Anna Sigríður Guðnadóttir (ASG) aðalmaður
  • Jana Katrín Knútsdóttir (JKK) varamaður
  • Dagný Kristinsdóttir (DK) áheyrnarfulltrúi
  • Regína Ásvaldsdóttir (RÁ) bæjarstjóri
  • Þóra Margrét Hjaltested bæjarlögmaður

Fundargerð ritaði

Gerður Jóhanna Jóhannsdóttir upplýsinga- og skjalastjóri

Anna Sig­ríð­ur Guðna­dótt­ir stýrði fundi í fjar­veru formanns.


Dagskrá fundar

Almenn erindi

  • 1. Út­tekt á upp­lýs­inga­tækni­mál­um Mos­fells­bæj­ar202401110

    Niðurstöður úttektar á upplýsingatæknimálum hjá Mosfellsbæjar kynntar.

    Ing­veld­ur Dís Karls­dótt­ir frá Deloitte kynnti nið­ur­stöðu út­tekt­ar á upp­lýs­inga­tækni­mál­um hjá Mos­fells­bæ og bæj­ar­ráð þakk­ar góða yf­ir­ferð.

    Bæj­ar­ráð sam­þykk­ir með fimm at­kvæð­um að fela bæj­ar­stjóra að meta fram­komn­ar til­lög­ur og for­gangs­röðun þeirra.

    Gestir
    • Ólafía Dögg Ásgeirsdóttir
    • Ingveldur Dís Karlsdóttir
    • Sif Sturludóttir
  • 2. Upp­bygg­ing á bú­setu­þjón­ustu fyr­ir fatlað fólk202409278

    Tillaga vegna uppbyggingar á búsetuþjónustu fyrir fatlað fólk lögð fyrir bæjarráð til formlegrar meðferðar. Máli vísað frá velferðarnefnd.

    Bæj­ar­ráð sam­þykk­ir með fimm at­kvæð­um fyr­ir­liggj­andi til­lögu um und­ir­bún­ing bygg­ing­ar nýs bú­setukjarna fyr­ir fatlað fólk og vís­ar vinnu við skipu­lag og stað­ar­val til skipu­lags­nefnd­ar.

  • 3. Áfanga­skýrsla kostn­að­ar- og ábyrgð­ar­skipt­ing rík­is og sveit­ar­fé­laga í þjón­ustu við fatlað fólk202410085

    Áfangaskýrsla um kostnaðar- og ábyrgðarskiptingu ríkis og sveitarfélaga í þjónustu við fatlað fólk lögð fram til kynningar.

    Áfanga­skýrsl­an lögð fram til kynn­ing­ar. Bæj­ar­ráð vís­ar skýrsl­unni til kynn­ing­ar og um­fjöll­un­ar í vel­ferð­ar­nefnd og not­enda­ráði fatl­aðs fólks.

    Bæj­ar­ráð ít­rek­ar nauð­syn þess að til­lög­ur skýrsl­unn­ar kom­ist til fram­kvæmda eins fljótt og kost­ur er en einn grund­völl­ur þess er að nægi­legt fjár­magn verði tryggt af hálfu rík­is­ins.

  • 4. Árs­reikn­ing­ur Mos­fells­bæj­ar 2023202401557

    Bréf frá Eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaga vegna ársreiknings 2023 lagt fram til kynningar.

    Bréf Eft­ir­lits­nefnd­ar með fjár­mál­um sveit­ar­fé­laga (EFS) vegna árs­reikn­ings 2023 lagt fram til kynn­ing­ar. Upp­lýst var að sam­kvæmt bráða­birgða­ákvæði í sveit­ar­stjórn­ar­lög­um er heim­ild til að víkja frá skil­yrð­um um jafn­væg­is­reglu og skuld­a­reglu út árið 2025. Fyr­ir ligg­ur að sam­kvæmt gild­andi fjár­hags­áætlun verð­ur sveit­ar­fé­lag­ið inn­an allra við­miða EFS þeg­ar bráða­birgða­ákvæð­ið fell­ur úr gildi.

  • 5. Lukku Láki, Þver­holt 2, um­sagn­ar­beiðni vegna rekstr­ar­leyf­is202409464

    Bæj­ar­stjóri vík­ur af fundi kl. 8.26.

    Umsagnarbeiðni frá sýslumannsembættinu á höfuðborgarsvæðinu varðandi umsókn Lucky Luke ehf. um leyfi til reksturs veitingaleyfis í flokki II- F (Krá í fl. II) að Þverholti 2.

    Bæj­ar­ráð sam­þykk­ir með fimm at­kvæð­um að vísa er­ind­inu til um­sagn­ar bæj­ar­lög­manns.

  • 6. Fjár­hags­áætlun og gjald­skrár heil­brigðis­eft­ir­lits fyr­ir árið 2025202410107

    Lagt fram bréf Heilbrigðiseftirlits varðandi fjárhagsáætlun fyrir árið 2025 ásamt tillögum að gjaldskrám.

    Bæj­ar­ráð sam­þykk­ir með fimm at­kvæð­um að vísa fjár­hags­áætlun heil­brigðis­eft­ir­lits­ins til af­greiðslu fjár­hags­áætl­un­ar fyr­ir árið 2025. Gjaldskrá heil­brigðis­eft­ir­lits er lögð fram til kynn­ing­ar.

    • 7. Reglu­gerð um fram­lög Jöfn­un­ar­sjóðs sveit­ar­fé­laga vegna þjón­ustu við fatlað fólk202410045

      Frá innviðaráðuneyti vakin athygli á drögum að reglugerð um framlög Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga vegna þjónustu við fatlað fólk í Samráðsgátt stjórnvalda. Umsagnarfrestur er til 17. október nk.

      Lagt fram.

    • 8. Drög að frum­varpi til laga um breyt­ingu á 44. gr. laga um út­lend­inga nr. 802016 - beiðni um um­sögn202410084

      Frá dómsmálaráðuneyti vakin athygli á drögum að frumvarpi til laga um útlendinga (sameiginleg vernd vegna fjöldaflótta) sem er til umsagnar í Samráðsgátt stjórnvalda. Umsagnarfrestur er til 19. október nk.

      Lagt fram.

    Fleira var ekki gert. Fundi slitið kl. 08:39