10. október 2024 kl. 07:30,
2. hæð Helgafell
Fundinn sátu
- Aldís Stefánsdóttir (ASt) varamaður
- Valdimar Birgisson (VBi) varamaður
- Ásgeir Sveinsson (ÁS) aðalmaður
- Anna Sigríður Guðnadóttir (ASG) aðalmaður
- Jana Katrín Knútsdóttir (JKK) varamaður
- Dagný Kristinsdóttir (DK) áheyrnarfulltrúi
- Regína Ásvaldsdóttir (RÁ) bæjarstjóri
- Þóra Margrét Hjaltested bæjarlögmaður
Fundargerð ritaði
Gerður Jóhanna Jóhannsdóttir upplýsinga- og skjalastjóri
Anna Sigríður Guðnadóttir stýrði fundi í fjarveru formanns.
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Úttekt á upplýsingatæknimálum Mosfellsbæjar202401110
Niðurstöður úttektar á upplýsingatæknimálum hjá Mosfellsbæjar kynntar.
Ingveldur Dís Karlsdóttir frá Deloitte kynnti niðurstöðu úttektar á upplýsingatæknimálum hjá Mosfellsbæ og bæjarráð þakkar góða yfirferð.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum að fela bæjarstjóra að meta framkomnar tillögur og forgangsröðun þeirra.
Gestir
- Ólafía Dögg Ásgeirsdóttir
- Ingveldur Dís Karlsdóttir
- Sif Sturludóttir
2. Uppbygging á búsetuþjónustu fyrir fatlað fólk202409278
Tillaga vegna uppbyggingar á búsetuþjónustu fyrir fatlað fólk lögð fyrir bæjarráð til formlegrar meðferðar. Máli vísað frá velferðarnefnd.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum fyrirliggjandi tillögu um undirbúning byggingar nýs búsetukjarna fyrir fatlað fólk og vísar vinnu við skipulag og staðarval til skipulagsnefndar.
3. Áfangaskýrsla kostnaðar- og ábyrgðarskipting ríkis og sveitarfélaga í þjónustu við fatlað fólk202410085
Áfangaskýrsla um kostnaðar- og ábyrgðarskiptingu ríkis og sveitarfélaga í þjónustu við fatlað fólk lögð fram til kynningar.
Áfangaskýrslan lögð fram til kynningar. Bæjarráð vísar skýrslunni til kynningar og umfjöllunar í velferðarnefnd og notendaráði fatlaðs fólks.
Bæjarráð ítrekar nauðsyn þess að tillögur skýrslunnar komist til framkvæmda eins fljótt og kostur er en einn grundvöllur þess er að nægilegt fjármagn verði tryggt af hálfu ríkisins.
4. Ársreikningur Mosfellsbæjar 2023202401557
Bréf frá Eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaga vegna ársreiknings 2023 lagt fram til kynningar.
Bréf Eftirlitsnefndar með fjármálum sveitarfélaga (EFS) vegna ársreiknings 2023 lagt fram til kynningar. Upplýst var að samkvæmt bráðabirgðaákvæði í sveitarstjórnarlögum er heimild til að víkja frá skilyrðum um jafnvægisreglu og skuldareglu út árið 2025. Fyrir liggur að samkvæmt gildandi fjárhagsáætlun verður sveitarfélagið innan allra viðmiða EFS þegar bráðabirgðaákvæðið fellur úr gildi.
5. Lukku Láki, Þverholt 2, umsagnarbeiðni vegna rekstrarleyfis202409464
Bæjarstjóri víkur af fundi kl. 8.26.Umsagnarbeiðni frá sýslumannsembættinu á höfuðborgarsvæðinu varðandi umsókn Lucky Luke ehf. um leyfi til reksturs veitingaleyfis í flokki II- F (Krá í fl. II) að Þverholti 2.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum að vísa erindinu til umsagnar bæjarlögmanns.
6. Fjárhagsáætlun og gjaldskrár heilbrigðiseftirlits fyrir árið 2025202410107
Lagt fram bréf Heilbrigðiseftirlits varðandi fjárhagsáætlun fyrir árið 2025 ásamt tillögum að gjaldskrám.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum að vísa fjárhagsáætlun heilbrigðiseftirlitsins til afgreiðslu fjárhagsáætlunar fyrir árið 2025. Gjaldskrá heilbrigðiseftirlits er lögð fram til kynningar.
7. Reglugerð um framlög Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga vegna þjónustu við fatlað fólk202410045
Frá innviðaráðuneyti vakin athygli á drögum að reglugerð um framlög Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga vegna þjónustu við fatlað fólk í Samráðsgátt stjórnvalda. Umsagnarfrestur er til 17. október nk.
Lagt fram.
8. Drög að frumvarpi til laga um breytingu á 44. gr. laga um útlendinga nr. 802016 - beiðni um umsögn202410084
Frá dómsmálaráðuneyti vakin athygli á drögum að frumvarpi til laga um útlendinga (sameiginleg vernd vegna fjöldaflótta) sem er til umsagnar í Samráðsgátt stjórnvalda. Umsagnarfrestur er til 19. október nk.
Lagt fram.