12. janúar 2024 kl. 09:00,
í Kjarna
Fundinn sátu
- Árni Jón Sigfússon byggingarfulltrúi
- Þór Sigurþórsson
Fundargerð ritaði
Árni Jón Sigfússon byggingarfulltrúi
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Ástu-Sólliljugata 9 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi202103265
Jóhann Pétur Sturluson Heiðarvegi 34 Vestmannaeyjum sækir um leyfi til breytinga áður samþykktra aðaluppdrátta einbýlishúss á lóðinni Ástu-Sólliljugata nr. 9, í samræmi við framlögð gögn. Stærðir breytast ekki.
Samþykkt
2. Hamrabrekkur 10 - Umsókn um byggingarheimild eða -leyfi - Flokkur 1,202311218
Hafsteinn Helgi Halldórsson Granaskjól 15 Reykjavík sækir um leyfi til að byggja úr steinsteypu tveggja hæða frístundahús á lóðinni Hamrabrekkur nr. 10 í samræmi við framlögð gögn.Stærðir: 129,3 m², 505,95 m³.
Vísað til umsagnar skipulagsnefndar og skipulagsfulltrúa
þar sem ekki er í gildi deiliskipulag á svæðinu.3. Krókabyggð 2 - Umsókn um byggingarheimild eða -leyfi - Flokkur 3,202312332
Mineral ehf. sækir um leyfi til rifs og endurbyggingar eldhúsbyggingar skólahúsnæðis úr steinsteypu og Durisol einingum á lóðinni Krókabyggð nr. 2 í samræmi við framlögð gögn. Stærðir eldra húsnæði: 69,6 m², 307,0 m³. Stærðir nýbygging: 103,3 m², 379,2 m³.
Samþykkt. Niðurstaða afgreiðslufundar felur í sér samþykkt byggingaráforma í samræmi við 11. gr. laga um mannvirki nr. 160 / 2010. Óheimilt er að hefja framkvæmdir fyrr en byggingarfulltrúi hefur gefið út byggingarleyfi í samræmi við 13. gr. laga um mannvirki nr. 160 / 2010.
4. Krókabyggð 2 - tilkynning um framkvæmdir undanþegnar byggingarleyfi202401057
Bjarki Guðmundsson sækir um, fyrir hönd Mosfellsbæjar, stöðuleyfi fyrir tvo gáma 20 f. og 40 f. á landi Mosfellsbæjar vestan við lóðina Krókabyggð nr. 2 í samræmi við framlögð gögn.
Samþykkt
5. Skólabraut 6-10 6R - Umsókn um byggingarheimild eða -leyfi - Flokkur 3,202312160
Mosfellsbær Þverholti 2 sækir um leyfi til breytinga lofræsikerfis 2. hæðar skólahúsnæðis Kvíslarskóla við Skólabraut nr. 6-10 í samræmi við framlögð gögn. Stærðir breytast ekki.
Samþykkt. Niðurstaða afgreiðslufundar felur í sér samþykkt byggingaráforma í samræmi við 11. gr. laga um mannvirki nr. 160 / 2010. Óheimilt er að hefja framkvæmdir fyrr en byggingarfulltrúi hefur gefið út byggingarleyfi í samræmi við 13. gr. laga um mannvirki nr. 160 / 2010.
6. Sunnukriki 2 - Umsókn um byggingarheimild eða -leyfi - Flokkur 1,202311549
Atlantsolía ehf. Lónsbraut 2 Hafnarfirði sækir um leyfi til uppsetningar rafhleðslustöðva á lóðinni við Sunnukrika nr 2 í samræmi við framlögð gögn.
Samþykkt. Niðurstaða afgreiðslufundar felur í sér samþykkt byggingaráforma í samræmi við 11. gr. laga um mannvirki nr. 160 / 2010. Óheimilt er að hefja framkvæmdir fyrr en byggingarfulltrúi hefur gefið út byggingarleyfi í samræmi við 13. gr. laga um mannvirki nr. 160 / 2010.
7. Sölkugata 13 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi202205153
SBG & synir ehf. Uglugötu 34 sækir um leyfi til breytinga áður samþykktra aðaluppdrátta einbýlishúss með innbyggðri bílgeymslu og auka íbúð á neðri hæð á lóðinni Sölkugata nr. 13 í samræmi við framlögð gögn. Stærðir breytast ekki.
Samþykkt
8. Uglugata 40-46 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi202202132
Uglugata 40 ehf. Melhaga 22 Reykjavík sækir um leyfi til breytinga áður samþykktra aðaluppdrátta fjölbýlishúss á lóðinni Uglugata nr. 40-46 , í samræmi við framlögð gögn. Stærðir breytast ekki.
Samþykkt
9. Völuteigur 2 - Umsókn um byggingarheimild eða -leyfi - Flokkur 2,202311585
Brimgarðar ehf. Sundagörðum 8 Reykjavík sækir um leyfi til að byggja við atvinnuhúsnæði á lóðinni Völuteigur nr. 2 í samræmi við framlögð gögn. Stækkun: 182,5 m², 1.348,8 m³.
Samþykkt. Niðurstaða afgreiðslufundar felur í sér samþykkt byggingaráforma í samræmi við 11. gr. laga um mannvirki nr. 160 / 2010. Óheimilt er að hefja framkvæmdir fyrr en byggingarfulltrúi hefur gefið út byggingarleyfi í samræmi við 13. gr. laga um mannvirki nr. 160 / 2010.