Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða

7. desember 2023 kl. 15:30,
í Kjarna


Fundinn sátu

  • Kristinn Pálsson skipulagsfulltrúi

Fundargerð ritaði

Kristinn Pálsson skipulagsfulltrúi


Dagskrá fundar

Almenn erindi

  • 1. Sveins­stað­ir - deili­skipu­lags­breyt­ing202305873

    Skipulagsnefnd samþykkti á 597. fundi sínum að auglýsa og kynna tillög að deiliskipulagsbreytingu fyrir íbúðarhúsið Sveinsstaði, innan Íb-329, í samræmi við framlögð gögn. Tillagan felur í sér nýjan byggingarreit innan lóðar, 2 x 15 m, þar sem heimilt verður að byggja allt að 150 m² bílskúr. Hámarks vegghæð er 3,6 m, hámarks mænishæð sem liggur norður suður er 5,0 m. Deiliskipulagsbreytingin var framsett í sakalanum 1:1000 og 1:2000, með greinargerð, unnin af Valhönnun, dags. 05.09.2023. Tillaga að breytingu var kynnt og aðgengileg á vef sveitarfélagsins, mos.is, og auglýst með kynningarbréfi auk gagna sem send voru til aðliggjandi landeigenda lóða Háeyri, 1, 2, Káraleyni L125597 og Reykjalundarlands L125400. Athugasemdafrestur var frá 16.10.2023 til 15.11.2023. Umsögn barst frá Guðmundi Löve, f.h. SÍBS og Reykjalundar, dags. 15.11.2023. Engar efnislegar athugasemdir bárust.

    Þar sem eng­ar at­huga­semd­ir bár­ust við til­lög­una, með vís­an í 3. mgr. 41. gr. skipu­lagslaga nr. 123/2010 og afgreiðsluheimildir skipulagsfulltrúa í samþykktum um stjórn Mosfellsbæjar, skoð­ast til­lag­an sam­þykkt og mun skipu­lags­full­trúi ann­ast gildistöku deiliskipulagsins skv. 2. mgr. 43.gr. sömu laga.

  • 2. Bjarg­slund­ur 4 - deili­skipu­lags­breyt­ing202311179

    Borist hefur erindi frá Val Þór Sigurðssyni, Valhönnun, f.h. Sveins Sveinssonar, dags. 09.11.2023, með ósk um deiliskipulagsbreytingu fyrir Bjargslund 4. Lögð er fram til kynningar og afgreiðslu tillaga sem felur í sér að stækka byggingarreit lóðar til vesturs um 1,5 m, þar sem heimilt verður að byggja allt að 50 m² bílskúr. Hámarks hæð er 3,4 m. Deiliskipulagsbreytingin var framsett í sakalanum 1:1000, með greinargerð, unnin af Valhönnun, dags. 07.11.2023.

    Í sam­ræmi við af­greiðslu­heim­ild­ir skipu­lags­full­trúa í sam­þykkt­um um stjórn Mos­fells­bæj­ar, sam­þykk­ir skipu­lags­full­trúi að deili­skipu­lags­breyt­ing­in skuli aug­lýst og kynnt skv. 2. mgr. 43. gr. skipu­lagslaga nr. 123/2010. Með hliðsjón af 5.8.2. gr. skipulagsreglugerðar er breytingin talin óveruleg vegna eðli og umfangs þar sem landnotkun er hin sama en nýtingarhlutfall, útlit og form húss tekur minniháttar breytingum. Innsýn, útsýni og skuggavarp telst nær óbreytt fyrir aðliggjandi hagaðila.
    Breytingin skal auglýst og kynnt á vef sveitarfélagsins, www.mos.is, Skipulagsgáttinni og með grenndarkynningu þar sem gögn skulu send aðliggjandi hagaðilum og eigendum húsa að Bjargslundi 2A, 4, 6A-B, 8A-B, Birkilunds L125640 og Ráðagerðis L201220 til umsagnar.

    Fleira var ekki gert. Fundi slitið kl. 16:00