Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða

29. nóvember 2023 kl. 16:30,
2. hæð Helgafell


Fundinn sátu

  • Aldís Stefánsdóttir (ASt) formaður
  • Leifur Ingi Eysteinsson (LIE) varaformaður
  • Elín María Jónsdóttir (EMJ) aðalmaður
  • Valdimar Birgisson (VBi) varamaður
  • Hjörtur Örn Arnarson (HÖA) aðalmaður
  • Elín Árnadóttir (EÁ) áheyrnarfulltrúi
  • Dagný Kristinsdóttir (DK) áheyrnarfulltrúi
  • Lísa Sigríður Greipsson áheyrnarfulltrúi
  • Tinna Rún Eiríksdóttir áheyrnarfulltrúi
  • Örlygur Þór Helgason (ÖÞH) varamaður
  • Elín Guðný Hlöðversdóttir (EGH) áheyrnarfulltrúi
  • Guðrún Guðmundsdóttir áheyrnarfulltrúi
  • Gunnhildur María Sæmundsdóttir sviðsstjóri fræðslu- og frístundasviðs
  • Þrúður Hjelm fræðslu- og frístundasvið
  • Páll Ásgeir Torfason fræðslu- og frístundasvið

Fundargerð ritaði

Gunnhildur Sæmundsdóttir sviðstjóri fræðslu- og frístundasviðs


Dagskrá fundar

Almenn erindi

  • 1. Grein­ing á 200 daga skóla202303607

    Tillögur frá Krikaskóla og Helgafellsskóla

    Þeg­ar Krika­skóli tók til starfa árið 2009 voru hug­mynd­ir að rekstr­ar­formi skól­ans og sú þjón­usta sem hann bauð upp á í svo­köll­uð­um 200 daga skóla mik­ið fram­fara­skref í skólastarfi á Ís­landi. Þar fór fram braut­ryðj­endast­arf hvað varð­ar sam­þætt­ingu skóla- og frí­stund­astarfs.
    Í dag er boð­ið upp á sum­ar­frístund öll­um grunn­skól­um Mos­fells­bæj­ar fyr­ir börn í 1. til 4. bekk. Með þeim hætti hef­ur 200 daga þjón­usta þró­ast í skóla­starf­inu.
    Fræðslu­nefnd sam­þykk­ir til­lögu skóla­stjórn­enda Helga­fells­skóla að frá og með haust­inu 2024 verði 180 nem­enda­dag­ar á yngsta stigi grunn­skól­ans og þann­ig verði skóla­da­ga­tal­ið sam­ræmt við mið- og elsta stig skól­ans. Sam­þykkt með fimm at­kvæð­um.

    Bók­un D lista:

    Í greina­gerð svið­stjóra fræðslu­sviðs kem­ur fram að íþrótta- og tóm­stund­ast­arf í Mos­fells­bæ sé ekki í sam­ræmi við 200 daga skóla­da­gatal og sam­kvæmt skóla­stjór­um bæði Krika- og Helga­fells­skóla hafa um 25% nem­end­ur ver­ið í leyfi frá skóla síð­ustu daga skóla­árs­ins.

    Full­trú­ar D-lista sam­þykkja beiðni skóla­stjóra Helga­fells­skóla um að fara með yngsta stig grunn­skóla Helga­fells­skóla nið­ur í 180 daga. Við hefð­um jafn­framt viljað taka sama skref fyr­ir Krika­skóla með því mynd­um við einn­ig gæta sam­ræm­is allra barna í Mos­fells­bæ því við telj­um heppi­leg­ast að all­ir skól­ar Mos­fells­bæj­ar starfi eft­ir sama skóla­da­ga­tali.

      Full­trúi L lista, Dagný Krist­ins­dótt­ir mætti á fund­inn eft­ir þenn­an fund­arlið.
    • 2. Skóla­da­gatal leik- og grunn­skóla 2024-2025202311545

      Lagt fram til staðfestingar

      Fræðslu­nefnd stað­fest­ir fram­lögð skóla­daga­töl grunn­skóla. Óskað er eft­ir því að skóla­daga­töl fyr­ir skóla­ár­ið 2025-2026 verði lögð fram á næsta fundi nefnd­ar­inn­ar til að fylgja eft­ir ákvörð­un henn­ar um að fyr­ir liggi á hverj­um tíma skóla­daga­töl tveggja skóla­ára.
      Minn­is­blaði og um­fjöllun vegna sum­arskóla er vísað inn í fyr­ir­hug­að­an starfs­hóp vegna end­ur­skoð­un­ar á gjaldskrá leik­skóla.
      Sam­þykkt með 5 at­kvæð­um.

      • 3. Fjár­hags­áætlun Mos­fells­bæj­ar 2024 til 2027202303627

        Full­trúi D lista, El­ína María Jóns­dótt­ir yf­ir­gaf fund­inn fyr­ir þenn­an fund­arlið

        Drög að fjárhagsáætlun fræðslu- og frístundasviðs 2024 kynnt

        Lagt fram.

      Fleira var ekki gert. Fundi slitið kl. 18:03