9. september 2022 kl. 07:00,
2. hæð Helgafell
Fundinn sátu
- Valdimar Birgisson (VBi) formaður
- Aldís Stefánsdóttir (ASt) varaformaður
- Ásgeir Sveinsson (ÁS) aðalmaður
- Helga Jóhannesdóttir (HJó) aðalmaður
- Ómar Ingþórsson (ÓI) aðalmaður
- Stefán Ómar Jónsson (SÓJ) áheyrnarfulltrúi
- Kristinn Pálsson skipulagsfulltrúi
- Árni Jón Sigfússon byggingarfulltrúi
Fundargerð ritaði
Árni Jón Sigfússon Byggingarfulltrúi
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Bjarkarholt 32-34 - uppbygging202208559
Í samræmi við ákvæði deiliskipulags miðbæjarins eru lagðar fram til kynningar og umsagnar útlitsteikningar af Bjarkarholti 32-34, áður Bjarkarholt 4-5. Erindinu var frestað vegna tímaskorts á síðasta fundi nefndarinnar.
Í samræmi við umræður telur skipulagsnefnd að drög að útliti, sem hér hefur verið kynnt, falli ekki að markmiðum og skilmálum deiliskipulagsins um ásýnd, yfirbragð, byggðarmynstur eða hlutföll miðbæjarins. Skipulagsnefnd felur skipulagsfulltrúa og byggingarfulltrúa að ræða við hönnuð og framkvæmdaaðila um ásýnd bygginga og teikningar. Skipulagsnefnd getur ekki fallist á að gefið verði út byggingarleyfi fyrir Bjarkarholt 32-34 á grundvelli fyrirliggjandi teikninga og eða kynntum drögum.
Samþykkt með fimm atkvæðum.2. Völuteigur 31 - stækkun á húsi202201306
Lagt er fram umbeðið minnsiblað skipulagsfulltrúa í samræmi við afgreiðslu á 570. fundi nefndarinnar. Auk þess eru meðfylgjandi viðbótargögn og teikningar málsaðila. Hjálagt er upprunalegt erindi um stækkun athafnarhúsnæðis að Völuteig 31 og ósk um aukið nýtingarhlutfall lóðar.
Í samræmi við minnisblað skipulagsfulltrúa telur skipulagsnefnd rétt að líta skuli til gildandi skipulagsskilmála lóðar frá 2005 um hæðir og stærðir húskroppa. Skipulagsnefnd samþykkir að óverulegt frávik skipulags, um aukið nýtingarhlutfall úr 0,35 í 0,368, skuli meðhöndlað í samræmi við 3. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Byggingarfulltrúa er heimilt að gefa út byggingarleyfi þegar að umsókn samræmist lögum um mannvirki nr. 160/2010, byggingarreglugerð nr. 112/2012 og kynntum gögnum.
Samþykkt með fimm atkvæðum.3. Litlikriki 37- ósk um auka fastanúmer202208217
Lagt er fram umbeðið minnisblað skipulagsfulltrúa í samræmi við afgreiðslu á 570. fundi nefndarinnar. Hjálagt er upprunalegt erindi um auka fastanúmer einbýlis að Litlakrika 37.
Skipulagsnefnd vísar fyrirspurninni frá nefndinni. Málsaðila skal bent á að það er á verksviði byggingarfulltrúa að afgreiða umsóknir um byggingarleyfi og breytta notkun húsa skv. 1. mgr. 9. gr. laga um mannvirki nr. 160/2010, eins og fram kemur meðal annars í nýlegum úrskurði Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 85/2020. Umsókn þarf að samræmast lögum um mannvirki og byggingarreglugerð nr. 112/2012. Byggingarfulltrúi annast afgreiðslu byggingarleyfa sem honum berast og samræmast skipulagi. Breytingar á húsagerðum í hverfinu varðar þó í eðli sínu breytingu á deiliskipulagi.
Samþykkt með fimm atkvæðum.4. Reykjahvoll 30-38 - reiðgata202103601
Lagt er fram til kynningar skipulagsnefndar, sem jafnframt er umferðarnefnd, minnisblað skipulagsfulltrúa og merkingaráætlun fyrir tímabundna tilfærsla reiðleiðar um Reykjahvoll vegna fyrirhugaðrar uppbyggingar lóða.
Skipulagsnefnd samþykkir að settar verða upp umferðarmerkingar um hjáleið reiðgötu í samræmi við fyrirliggjandi gögn. Hjáleið er tímabundin meðan unnið verður að öðrum lausnum. Tilfærsla skal kynnt hagsmunaaðilum.
Samþykkt með fimm atkvæðum.5. Reykjahvoll 38 - ósk um undanþágu skipulagsskilmála202208679
Erindi hefur borist frá Sylgju Dögg Sigurjónsdóttur, lóðareiganda Reykjahvolls 38, dags. 24.08.2022, með ósk um frávik skipulagsskilmála um hámarkshæðir. Meðfylgjandi eru teikningar sem sýna hús á þremur hæðum, 10,8 m. Hjálagt er gildandi deiliskipulag.
Skipulagsnefnd synjar ósk umsækjenda um undanþágu frá deiliskipulagsskilmálum. Í samræmi við byggðarmynstur og skipulag skulu hús við götuna aðeins vera á tveimur hæðum og mesta hæð þeirra 7,5 m.
Samþykkt með fimm atkvæðum.6. Brú yfir Víkingslæk - framkvæmdaleyfi202208698
Borist hefur erindi frá Orkuveitu Reykjavíkur OR, dags. 24.08.2022, með ósk um framkvæmdaleyfi til þess að fjarlægja brú við Víkingslæk í Helgadal og þar fyrri vegræsi sem yrði burðugra fyrir stærri ökutæki sem fara þurfa um veginn.
Þegar að gögn samræmast ákvæðum reglugerðar um framkvæmdaleyfi nr. 772/2012 er skipulagsfulltrúa heimilt að gefa út framkvæmdaleyfi í samræmi við 13. og 15. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, á grunni aðalskipulags Mosfellsbæjar.
Samþykkt með fimm atkvæðum.7. L125340 Í Miðdalsl - ósk um gerð deiliskipulags202208818
Borist hefur erindi frá Karli Bernburg, dags. 30.08.2022, með undirritaði heimild landeigenda, með ósk um gerð deiliskipulags og uppskiptingu frístundalands L125340 í Miðdal. Óskað er eftir að gera 5 frístundalóðir úr 2,13 ha landi í samræmi við meðfylgjandi gögn.
Skipulagsnefnd heimilar umsækjanda skv. 2. mgr. 38. gr. skipulagslaga, að leggja fram tillögu að nýju deiliskipulagi í samræmi við 40. og 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Skipulagsnefnd bendir á að deiliskipulag skuli fylgja ákvæðum aðalskipulags Mosfellsbæjar 2011-2030 um stærðir nýrra frístundalóða og heimilar ekki þann fjölda eða stærðir sem umsækjandi fjallar um í erindi. Skipulagsnefnd bendir á að landeigandi er ábyrgur fyrir og kostar uppbyggingu veitna, innviða og aðkomuvega um svæðið og eftir atvikum með samþykki nærliggjandi eigenda einkalanda.
Samþykkt með fimm atkvæðum.8. Starfshópur til að skoða og gera tillögur til umhverfis- orku- og loftslagsráðuneytis um nýtingu vindorku202208650
Borist hefur erindi frá Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytinu, dags. 23.08.2022, til þess að kynna starfshóp sem ætlað er að skoða og gera tillögur um nýtingu vindorku þar sem sveitarfélaginu er boðið að leggja fram sjónarmið. Erindinu var vísað til umfjöllunar skipulagsnefndar og umhverfisnefndar á 1547. fundi bæjarráðs.
Lagt fram og kynnt. Skipulagsnefnd óskar þess að sveitarfélaginu, kjörnum fulltrúum og starfsfólki er starfar við tengda málaflokka verði kynntar tillögurnar þegar þær liggja fyrir.
Samþykkt með fimm atkvæðum.
Fundargerðir til kynningar
9. Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 479202208028F
Fundargerð lögð fram til kynningar.
Lagt fram.
9.1. Hamrabrekkur 11 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi 202206006
Blueberry Hills ehf. Kalkofnsvegi 2 Reykjavík sækir um leyfi til að byggja úr timbri einnar hæðar frístundahús á lóðinni Hamrabrekkur nr. 11, í samræmi við framlögð gögn. Stærðir: 97,5 m², 376,6 m³.
Niðurstaða þessa fundar:
Lagt fram.
9.2. Leirutangi 13A - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi 202205045
Jóna Magnea Magnúsdóttir Hansen Leirutanga 13A sækir um leyfi til að byggja viðbyggingu úr steinsteypu og gleri við núverandi einbýlishús á lóðinni Leirutangi nr. 13A, í samræmi við framlögð gögn. Stækkun: 13,2 m², 35,5 m³.
Niðurstaða þessa fundar:
Lagt fram.
10. Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 480202208033F
Fundargerð lögð fram til kynningar.
Lagt fram.
10.1. Akurholt 5 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi 202207015
Kristinn Þór Runólfsson Akurholti 5 sækir um leyfi til að byggja úr timbri viðbyggingu við núverandi einbýlishús á lóðinni Akurholt nr. 5 í samræmi við framlögð gögn.
Stækkun: 40,8 m², 118,3 m³.Niðurstaða þessa fundar:
Lagt fram.
10.2. Hamrabrekkur 18 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi 202208699
Júlíus Baldvin Helgason Langholtsvegi 67 Reykjavík sækir um leyfi til að byggja úr timbri viðbyggingu við núverandi frístundahús á lóðinni Hamrabrekkur nr. 18 í samræmi við framlögð gögn. Stækkun: 16,0 m², 53,4 m³.
Niðurstaða þessa fundar:
Lagt fram.
10.3. Vefarastræti 2-6 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi 202206344
Mosfellsbær Þverholti 2 sækir um leyfi til að byggja úr steinsteypu leikskólabyggingu á tveimur hæðum ásamt útigeymslum á lóðinni Vefarastræti nr. 2-6, í samræmi við framlögð gögn. Stærðir: 1.807,6 m², 7.438,7 m³.
Niðurstaða þessa fundar:
Lagt fram.