Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða

9. september 2022 kl. 07:00,
2. hæð Helgafell


Fundinn sátu

  • Valdimar Birgisson (VBi) formaður
  • Aldís Stefánsdóttir (ASt) varaformaður
  • Ásgeir Sveinsson (ÁS) aðalmaður
  • Helga Jóhannesdóttir (HJó) aðalmaður
  • Ómar Ingþórsson (ÓI) aðalmaður
  • Stefán Ómar Jónsson (SÓJ) áheyrnarfulltrúi
  • Kristinn Pálsson skipulagsfulltrúi
  • Árni Jón Sigfússon byggingarfulltrúi

Fundargerð ritaði

Árni Jón Sigfússon Byggingarfulltrúi


Dagskrá fundar

Almenn erindi

  • 1. Bjark­ar­holt 32-34 - upp­bygg­ing202208559

    Í samræmi við ákvæði deiliskipulags miðbæjarins eru lagðar fram til kynningar og umsagnar útlitsteikningar af Bjarkarholti 32-34, áður Bjarkarholt 4-5. Erindinu var frestað vegna tímaskorts á síðasta fundi nefndarinnar.

    Í sam­ræmi við um­ræð­ur tel­ur skipu­lags­nefnd að drög að út­liti, sem hér hef­ur ver­ið kynnt, falli ekki að mark­mið­um og skil­mál­um deili­skipu­lags­ins um ásýnd, yf­ir­bragð, byggð­ar­mynst­ur eða hlut­föll mið­bæj­ar­ins. Skipu­lags­nefnd fel­ur skipu­lags­full­trúa og bygg­ing­ar­full­trúa að ræða við hönn­uð og fram­kvæmda­að­ila um ásýnd bygg­inga og teikn­ing­ar. Skipu­lags­nefnd get­ur ekki fall­ist á að gef­ið verði út bygg­ing­ar­leyfi fyr­ir Bjark­ar­holt 32-34 á grund­velli fyr­ir­liggj­andi teikn­inga og eða kynnt­um drög­um.
    Sam­þykkt með fimm at­kvæð­um.

    • 2. Völu­teig­ur 31 - stækk­un á húsi202201306

      Lagt er fram umbeðið minnsiblað skipulagsfulltrúa í samræmi við afgreiðslu á 570. fundi nefndarinnar. Auk þess eru meðfylgjandi viðbótargögn og teikningar málsaðila. Hjálagt er upprunalegt erindi um stækkun athafnarhúsnæðis að Völuteig 31 og ósk um aukið nýtingarhlutfall lóðar.

      Í sam­ræmi við minn­is­blað skipu­lags­full­trúa tel­ur skipu­lags­nefnd rétt að líta skuli til gild­andi skipu­lags­skil­mála lóð­ar frá 2005 um hæð­ir og stærð­ir hús­kroppa. Skipu­lags­nefnd sam­þykk­ir að óveru­legt frá­vik skipu­lags, um auk­ið nýt­ing­ar­hlut­fall úr 0,35 í 0,368, skuli með­höndlað í sam­ræmi við 3. mgr. 43. gr. skipu­lagslaga nr. 123/2010. Bygg­ing­ar­full­trúa er heim­ilt að gefa út bygg­ing­ar­leyfi þeg­ar að um­sókn sam­ræm­ist lög­um um mann­virki nr. 160/2010, bygg­ing­ar­reglu­gerð nr. 112/2012 og kynnt­um gögn­um.
      Sam­þykkt með fimm at­kvæð­um.

    • 3. Litlikriki 37- ósk um auka fasta­núm­er202208217

      Lagt er fram umbeðið minnisblað skipulagsfulltrúa í samræmi við afgreiðslu á 570. fundi nefndarinnar. Hjálagt er upprunalegt erindi um auka fastanúmer einbýlis að Litlakrika 37.

      Skipu­lags­nefnd vís­ar fyr­ir­spurn­inni frá nefnd­inni. Máls­að­ila skal bent á að það er á verk­sviði bygg­ing­ar­full­trúa að af­greiða um­sókn­ir um bygg­ing­ar­leyfi og breytta notk­un húsa skv. 1. mgr. 9. gr. laga um mann­virki nr. 160/2010, eins og fram kem­ur með­al ann­ars í ný­leg­um úr­skurði Úr­skurð­ar­nefnd­ar um­hverf­is- og auð­linda­mála nr. 85/2020. Um­sókn þarf að sam­ræm­ast lög­um um mann­virki og bygg­ing­ar­reglu­gerð nr. 112/2012. Bygg­ing­ar­full­trúi ann­ast af­greiðslu bygg­ing­ar­leyfa sem hon­um berast og sam­ræm­ast skipu­lagi. Breyt­ing­ar á húsa­gerð­um í hverf­inu varð­ar þó í eðli sínu breyt­ingu á deili­skipu­lagi.
      Sam­þykkt með fimm at­kvæð­um.

    • 4. Reykja­hvoll 30-38 - reið­gata202103601

      Lagt er fram til kynningar skipulagsnefndar, sem jafnframt er umferðarnefnd, minnisblað skipulagsfulltrúa og merkingaráætlun fyrir tímabundna tilfærsla reiðleiðar um Reykjahvoll vegna fyrirhugaðrar uppbyggingar lóða.

      Skipu­lags­nefnd sam­þykk­ir að sett­ar verða upp um­ferð­ar­merk­ing­ar um hjá­leið reið­götu í sam­ræmi við fyr­ir­liggj­andi gögn. Hjá­leið er tíma­bund­in með­an unn­ið verð­ur að öðr­um lausn­um. Til­færsla skal kynnt hags­muna­að­il­um.
      Sam­þykkt með fimm at­kvæð­um.

    • 5. Reykja­hvoll 38 - ósk um und­an­þágu skipu­lags­skil­mála202208679

      Erindi hefur borist frá Sylgju Dögg Sigurjónsdóttur, lóðareiganda Reykjahvolls 38, dags. 24.08.2022, með ósk um frávik skipulagsskilmála um hámarkshæðir. Meðfylgjandi eru teikningar sem sýna hús á þremur hæðum, 10,8 m. Hjálagt er gildandi deiliskipulag.

      Skipu­lags­nefnd synj­ar ósk um­sækj­enda um und­an­þágu frá deili­skipu­lags­skil­mál­um. Í sam­ræmi við byggð­ar­mynst­ur og skipu­lag skulu hús við göt­una að­eins vera á tveim­ur hæð­um og mesta hæð þeirra 7,5 m.
      Sam­þykkt með fimm at­kvæð­um.

    • 6. Brú yfir Vík­ingslæk - fram­kvæmda­leyfi202208698

      Borist hefur erindi frá Orkuveitu Reykjavíkur OR, dags. 24.08.2022, með ósk um framkvæmdaleyfi til þess að fjarlægja brú við Víkingslæk í Helgadal og þar fyrri vegræsi sem yrði burðugra fyrir stærri ökutæki sem fara þurfa um veginn.

      Þeg­ar að gögn sam­ræm­ast ákvæð­um reglu­gerð­ar um fram­kvæmda­leyfi nr. 772/2012 er skipu­lags­full­trúa heim­ilt að gefa út fram­kvæmda­leyfi í sam­ræmi við 13. og 15. gr. skipu­lagslaga nr. 123/2010, á grunni að­al­skipu­lags Mos­fells­bæj­ar.
      Sam­þykkt með fimm at­kvæð­um.

    • 7. L125340 Í Mið­dalsl - ósk um gerð deili­skipu­lags202208818

      Borist hefur erindi frá Karli Bernburg, dags. 30.08.2022, með undirritaði heimild landeigenda, með ósk um gerð deiliskipulags og uppskiptingu frístundalands L125340 í Miðdal. Óskað er eftir að gera 5 frístundalóðir úr 2,13 ha landi í samræmi við meðfylgjandi gögn.

      Skipu­lags­nefnd heim­il­ar um­sækj­anda skv. 2. mgr. 38. gr. skipu­lagslaga, að leggja fram til­lögu að nýju deili­skipu­lagi í sam­ræmi við 40. og 41. gr. skipu­lagslaga nr. 123/2010. Skipu­lags­nefnd bend­ir á að deili­skipu­lag skuli fylgja ákvæð­um að­al­skipu­lags Mos­fells­bæj­ar 2011-2030 um stærð­ir nýrra frí­stunda­lóða og heim­il­ar ekki þann fjölda eða stærð­ir sem um­sækj­andi fjall­ar um í er­indi. Skipu­lags­nefnd bend­ir á að land­eig­andi er ábyrg­ur fyr­ir og kost­ar upp­bygg­ingu veitna, inn­viða og að­komu­vega um svæð­ið og eft­ir at­vik­um með sam­þykki nær­liggj­andi eig­enda einkalanda.
      Sam­þykkt með fimm at­kvæð­um.

    • 8. Starfs­hóp­ur til að skoða og gera til­lög­ur til um­hverf­is- orku- og lofts­lags­ráðu­neyt­is um nýt­ingu vindorku202208650

      Borist hefur erindi frá Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytinu, dags. 23.08.2022, til þess að kynna starfshóp sem ætlað er að skoða og gera tillögur um nýtingu vindorku þar sem sveitarfélaginu er boðið að leggja fram sjónarmið. Erindinu var vísað til umfjöllunar skipulagsnefndar og umhverfisnefndar á 1547. fundi bæjarráðs.

      Lagt fram og kynnt. Skipu­lags­nefnd ósk­ar þess að sveit­ar­fé­lag­inu, kjörn­um full­trú­um og starfs­fólki er starf­ar við tengda mála­flokka verði kynnt­ar til­lög­urn­ar þeg­ar þær liggja fyr­ir.
      Sam­þykkt með fimm at­kvæð­um.

    Fundargerðir til kynningar

    • 9. Af­greiðslufund­ur bygg­ing­ar­full­trúa - 479202208028F

      Fundargerð lögð fram til kynningar.

      Lagt fram.

      • 9.1. Hamra­brekk­ur 11 - Um­sókn um bygg­ingaráform og bygg­ing­ar­leyfi 202206006

        Blu­e­berry Hills ehf. Kalkofns­vegi 2 Reykja­vík sæk­ir um leyfi til að byggja úr timbri einn­ar hæð­ar frí­stunda­hús á lóð­inni Hamra­brekk­ur nr. 11, í sam­ræmi við fram­lögð gögn. Stærð­ir: 97,5 m², 376,6 m³.

        Niðurstaða þessa fundar:

        Lagt fram.

      • 9.2. Leiru­tangi 13A - Um­sókn um bygg­ingaráform og bygg­ing­ar­leyfi 202205045

        Jóna Magnea Magnús­dótt­ir Han­sen Leiru­tanga 13A sæk­ir um leyfi til að byggja við­bygg­ingu úr stein­steypu og gleri við nú­ver­andi ein­býl­is­hús á lóð­inni Leiru­tangi nr. 13A, í sam­ræmi við fram­lögð gögn. Stækk­un: 13,2 m², 35,5 m³.

        Niðurstaða þessa fundar:

        Lagt fram.

      • 10. Af­greiðslufund­ur bygg­ing­ar­full­trúa - 480202208033F

        Fundargerð lögð fram til kynningar.

        Lagt fram.

        • 10.1. Ak­ur­holt 5 - Um­sókn um bygg­ingaráform og bygg­ing­ar­leyfi 202207015

          Krist­inn Þór Run­ólfs­son Ak­ur­holti 5 sæk­ir um leyfi til að byggja úr timbri við­bygg­ingu við nú­ver­andi ein­býl­is­hús á lóð­inni Ak­ur­holt nr. 5 í sam­ræmi við fram­lögð gögn.
          Stækk­un: 40,8 m², 118,3 m³.

          Niðurstaða þessa fundar:

          Lagt fram.

        • 10.2. Hamra­brekk­ur 18 - Um­sókn um bygg­ingaráform og bygg­ing­ar­leyfi 202208699

          Júlí­us Bald­vin Helga­son Lang­holts­vegi 67 Reykja­vík sæk­ir um leyfi til að byggja úr timbri við­bygg­ingu við nú­ver­andi frí­stunda­hús á lóð­inni Hamra­brekk­ur nr. 18 í sam­ræmi við fram­lögð gögn. Stækk­un: 16,0 m², 53,4 m³.

          Niðurstaða þessa fundar:

          Lagt fram.

        • 10.3. Vefara­stræti 2-6 - Um­sókn um bygg­ingaráform og bygg­ing­ar­leyfi 202206344

          Mos­fells­bær Þver­holti 2 sæk­ir um leyfi til að byggja úr stein­steypu leik­skóla­bygg­ingu á tveim­ur hæð­um ásamt útigeymsl­um á lóð­inni Vefara­stræti nr. 2-6, í sam­ræmi við fram­lögð gögn. Stærð­ir: 1.807,6 m², 7.438,7 m³.

          Niðurstaða þessa fundar:

          Lagt fram.

        Fleira var ekki gert. Fundi slitið kl. 09:00