20. júlí 2021 kl. 07:05,
2. hæð Helgafell
Fundinn sátu
- Rúnar Bragi Guðlaugsson (RBG) formaður
- Þorbjörg Inga Jónsdóttir aðalmaður
- Ólafur Ingi Óskarsson (ÓIÓ) aðalmaður
- Margrét Guðjónsdóttir (MGu) áheyrnarfulltrúi
- Harpa Lilja Júníusdóttir (HLJ) varaformaður
- Örlygur Þór Helgason (ÖÞH) áheyrnarfulltrúi
- Guðrún Marinósdóttir fjölskyldusvið
- Sigurbjörg Fjölnisdóttir fjölskyldusvið
- Kristbjörg Hjaltadóttir fjölskyldusvið
Fundargerð ritaði
Sigurbjörg Fjölnisdóttir framkvæmdastjóri fjölskyldusviðs
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Lengri viðvera fatlaðra grunn- og framhaldsskólanema202106342
Nýtt frístundaúrræði í Mosfellsbæ fyrir fötluð börn 10-20 ára lagt fram til kynningar. Máli vísað til fjölskyldunefndar frá bæjarráði.
Lagt fram til kynningar og rætt.
Fjölskyldunefnd lýsir yfir ánægju með að fötluðum börnum og ungmennum í Mosfellsbæ standi til boða að sækja sérhæft frístundastarf í heimabyggð, eftir að hefðbundnum skóladegi lýkur, til viðbótar við þau almennu úrræði sem standa öllum börnum og ungmennum til boða í sveitarfélaginu.2. Aðgerðaráætlun um forvarnir meðal barna og ungmenna gegn kynferðislegu og kynbundnu ofbeldi og áreitni202106075
Harpa Lilja Júníusdóttir mætti til fundar kl. 7:30Erindi frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, dags. 3. júní 2021, varðandi aðgerðaráætlun um forvarnir meðal barna og ungmenna gegn kynferðislegu og kynbundnu ofbeldi og áreitni lögð fram til kynningar.
Aðgerðaráætlun lögð fram og rædd.
4. Staða barna með fjölþættan vanda202106179
Erindi frá SSH, dags. 11. júní 2021, varðandi skýrslu stjórnenda í barnavernd á höfuðborgarsvæðinu um stöðu barna með fjölþættan vanda. Bæjarráð vísaði erindinu til umsagnar og afgreiðslu fjölskyldunefndar á 1494. fundi.
Erindi lagt fram og rætt.
Fjölskyldunefnd leggur áherslu á mikilvægi þess að úrræði fyrir börn með fjölþættan vanda verði tryggð sem fyrst og farið verði eftir þeim tillögum sem fram koma í skýrslu stjórnenda í barnavernd á höfuðborgarsvæðinu.5. Lykiltölur fjölskyldusviðs202006316
Lykiltölur fjölskyldusviðs janúar - júní 2021 lagðar fyrir til kynningar og umræðu.
Lykiltölur janúar-júní lagðar fram og ræddar.
Barnaverndarmál/Trúnaðarmál
3. Kærumál - fjárhagsaðstoð202106246
Kæra einstaklings til úrskurðarnefndar velferðarmála lögð fyrir fjölskyldunefnd til kynningar.
Kæra einstaklings til Úrskurðanefndar velferðarmála ásamt greinagerð fjölskyldusviðs lögð fram til kynningar.
Fundargerðir til staðfestingar
6. Trúnaðarmálafundur 2018-2022 - 1484202107008F