Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða

25. ágúst 2021 kl. 16:30,
í fjarfundi


Fundinn sátu

 • Kolbrún G Þorsteinsdóttir (KGÞ) formaður
 • Valgarð Már Jakobsson (VMJ) varaformaður
 • Arna Björk Hagalínsdóttir (ABH) aðalmaður
 • Friðbert Bragason (FB) aðalmaður
 • Elín Anna Gísladóttir (EAG) aðalmaður
 • Michele Rebora (MR) áheyrnarfulltrúi
 • Gerður Pálsdóttir (GP) áheyrnarfulltrúi
 • Lísa Sigríður Greipsson áheyrnarfulltrúi
 • Kristín Einarsdóttir áheyrnarfulltrúi
 • Freyja Leópoldsdóttir (FL) áheyrnarfulltrúi
 • Þórunn Ósk Þórarinsdóttir áheyrnarfulltrúi
 • Dagný Björk Sævarsdóttir áheyrnarfulltrúi
 • Elísa Hörn Ásgeirsdóttir áheyrnarfulltrúi
 • Guðbjörg Linda Udengard (LU) framkvæmdastjóri fræðslusviðs
 • Gunnhildur María Sæmundsdóttir skólafulltrúi

Fundargerð ritaði

Gunnhildur Sæmundsdóttir skólafulltrúi


Dagskrá fundar

Almenn erindi

 • 1. Inn­rit­un í grunn­skóla Mos­fells­bæj­ar haust­ið 2021202105200

  Lagt fram til kynningar.

  Lagð­ar fram upp­lýs­ing­ar um inn­rit­un í leik- og grunn­skóla fyr­ir kom­andi vet­ur. Í leik­skól­um Mos­fells­bæj­ar verða um 804 börn sem er 9,2% fjölg­un milli ára og í grunn­skól­um verða 1888 nem­end­ur sem er um 1% fjölg­un milli ára.

 • 2. Upp­lýs­ing­ar til fræðslu­nefnd­ar vegna Covid19202008828

  Lagt fram til upplýsingar

  Fram­kvæmda­stjóri fræðslu- og frí­stunda­sviðs fór yfir helstu regl­ur og fyr­ir­komulag í skól­um Mos­fells­bæj­ar með til­liti til Covid19 far­sótt­ar.

 • 3. Lengri við­vera fatl­aðra grunn- og fram­halds­skóla­nema202106342

  Nýtt frístundaúrræði fyrir fatlaða nemendur á aldrinum 10-20 ára Bæjarráð samþykkir með þremur atkvæðum að settur verði af stað frístundaklúbbur fyrir fatlaða nemendur á aldrinum 10-20 ára með lögheimili í Mosfellsbæ sem hefjis starfsemi um miðjan ágúst 2021. Jafnframt er samþykkt með þremur atkvæðum að gengið verði til samninga við Skálatún um leigu á húsnæði undir starfsemina frá og með upphafi haustannar, eða eigi síðar en 15. ágúst næst komandi. Fjármálastjóra falið að undirbúa viðauka við fjárhagsáætlun Mosfellsbæjar vegna þessa verkefnis. Verkefnið verði kynnt í fjölskyldunefnd, fræðslunefnd, notendaráði fatlaðs fólks og ungmennaráði.

  Fræðslu­nefnd fagn­ar opn­un Frí­stunda­klúbbs í Mos­fells­bæ. Klúbbur­inn er ætl­að­ur fötl­uð­um börn­um og ung­menn­um á aldr­in­um 10-20 ára með lög­heim­ili í Mos­fells­bæ og verð­ur hann stað­sett­ur í Skála­túni. Frí­stunda­klúbbur­inn hef­ur feng­ið nafn­ið Úlf­ur­inn.

  Gestir
  • Ragnheiður Axelsdóttir verkefnastjóri Skólaþjónustu, Kristbjörg Hjaltadóttir stjórnandi félagsþjónustu og Edda Davíðsdóttir tómstundafulltrúi
  • 4. Staða barna með fjöl­þætt­an vanda202106179

   Erindi frá SSH, dags. 11. júní 2021, varðandi skýrslu stjórnenda í barnavernd á höfuðborgarsvæðinu um stöðu barna með fjölþættan vanda lagt fram til kynningar.

   Lagt fram til kynn­ing­ar.

  • 5. Að­gerðaráætlun um for­varn­ir með­al barna og ung­menna gegn kyn­ferð­is­legu og kyn­bundnu of­beldi og áreitni202106075

   Erindi frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, dags. 3. júní 2021, varðandi aðgerðaráætlun um forvarnir meðal barna og ungmenna gegn kynferðislegu og kynbundnu ofbeldi og áreitni lögð fram til kynningar.

   Lagt fram til kynn­ing­ar.

  • 6. Er­indi frá Sam­mos202009189

   Þórhildur Elfarsdóttir kynnir tilraunaverkefni í Kvíslarskóla um seinkun skólasdags.

   Á fundi fræðslu­nefnd­ar þann 9. sept­em­ber 2020 var lögð fram til­laga frá SAM­MOS (Sam­tök for­eldra­fé­laga í Mos­fells­bæ) um að seinka skóla­byrj­un á morgn­ana í ung­linga­deild­um, í þeim til­gangi að koma til móts við svefn­þörf ung­linga. Til­lög­unni var vísað til fræðslu- og frí­stunda­svið til um­sagn­ar og úr­vinnslu.
   Ný­stofn­að­ur Kvísl­ar­skóli verð­ur með til­rauna­verk­efni á þessu skóla­ári þar sem skóli hefst kl. 8:30. Verk­efn­inu verð­ur fylgt eft­ir með könn­un til for­eldra og barna í haust. Fræðslu­nefnd fagn­ar verk­efn­inu og mun fylgjast með fram­vindu þess.

   Gestir
   • Þórhildur Elfarsdóttir skólastjóri Kvíslarskóla
  • 7. Ytra mat Helga­fells­skóla202106167

   Lagt fram til upp­lýs­ing­ar.

   • 8. Skóla­stjórn­un Leik­skól­inn Hlíð og Hlað­hamr­ar202108818

    Kynning að skólastjórnun í Hlíð og Hlaðhömrum

    Fræðslu­nefnd sam­þykk­ir til­lögu í fyr­ir­liggj­andi minn­is­blaði um breytt stjórn­un­ar­fyr­ir­komulag á Hlað­hömr­um og Hlíð í eitt ár.

     Áheyrn­ar­full­trú­ar leik- og grunn­skóla yf­ir­gáfu fund­inn eft­ir þenn­an fund­arlið.
    • 9. Trún­að­ar­bók fræðslu­nefnd­ar202105330

     Upplýsingar um stöðu mála.

     Fund­ar­gerð rit­uð í trún­að­ar­mála­bók fræðslu­nefnd­ar.

     Fleira var ekki gert. Fundi slitið kl. 19:00