14. september 2021 kl. 16:33,
2. hæð Helgafell
Fundinn sátu
- Sólveig Franklínsdóttir (SFr) formaður
- Björk Ingadóttir varaformaður
- Rafn Hafberg Guðlaugsson aðalmaður
- Ingibjörg B Jóhannesdóttir aðalmaður
- Guðrún Þórarinsdóttir (GÞ) aðalmaður
- Olga Jóhanna Stefánsdóttir áheyrnarfulltrúi
- Auður Halldórsdóttir ritari
Fundargerð ritaði
Auður Halldórsdóttir Forstöðumaður menningarmála
Við boðun fundarins þann 10. september kom fram að fundur ætti að fara fram 13. september í stað þann 14. september líkt og nefndarmenn höfðu samþykkt áður. Samþykkt með 6 atkvæðum að dagskrá fundar verði með þeim hætti sem greinir hér að neðan og kom fram í fundarboði.
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Þróunar- og nýsköpunarviðurkenning Mosfellsbæjar 2021202109321
Rætt um fyrirkomulag og áherslur þróunar- og nýsköpunarviðurkenningar Mosfellsbæjar 2021.
Samþykkt að fela forstöðumanni bókasafns og menningarmála að auglýsa eftir umsóknum um þróunar- og nýsköpunarviðurkenningu Mosfellsbæjar í samræmi við umræður á fundinum.
2. Útilistaverk á Kjarnatorgi202106053
Forstöðumaður bókasafns og menningarmála gerir grein fyrir stöðu mála.
Lagt fram minnisblað forstöðumanns bókasafns og menningarmála um stöðu verkefnisins.