8. apríl 2021 kl. 07:30,
í fjarfundi
Fundinn sátu
- Ásgeir Sveinsson (ÁS) formaður
- Kolbrún G Þorsteinsdóttir (KGÞ) varaformaður
- Anna Sigríður Guðnadóttir (ASG) aðalmaður
- Bjarki Bjarnason (BBj) áheyrnarfulltrúi
- Stefán Ómar Jónsson (SÓJ) áheyrnarfulltrúi
- Haraldur Sverrisson bæjarstjóri
- Þóra Margrét Hjaltested embættismaður
Fundargerð ritaði
Þóra M. Hjaltested lögmaður Mosfellsbæjar
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Skarhólabraut 3 - úthlutun lóðar202103036
Tillaga um úthlutun lóðarinnar Skarhólabraut 3 ásamt samþykkt úthlutunarskilmála.
Bæjarráð samþykkir með þremur atkvæðum að auglýsa lóðina Skarhólabraut 3 lausa til umsóknar á grundvelli fyrirliggjandi úthlutunarskilmála og samþykkts mæli- og hæðarblaðs. Jafnframt samþykkt að sérstök þriggja manna matsnefnd, verði skipuð í samræmi við fyrirliggjandi minnisblað, sem fari yfir umsóknir m.t.t. krafa í útboðsskilmálum og meti sjálfstætt hvaða umsókn falli best að hugmyndum Mosfellsbæjar um starfsemi og uppbyggingu á lóðinni og geri tillögu til bæjarráðs um úthlutun lóðarinnar.
2. Íþróttahús við Helgafellsskóla202103584
Erindi frá foreldrafélagi Helgafellsskóla dags. 18. mars 2021, varðandi íþróttahús við Helgafellsskóla.
Bæjarráð samþykkir með þremur atkvæðum að vísa málinu til umsagnar framkvæmdastjóra fræðslu- og frístundasviðs.
3. Þóknanir notendaráðs um málefni fatlaðs fólks, öldungaráðs og ungmennaráðs202103627
Á 779. fundi bæjarstjórnar var samþykkt tillaga um að fela bæjarráði að taka til skoðunar þóknun notendaráðs um málefni fatlaðs fólks, öldungaráðs og ungmennaráðs.
Bæjarráð samþykkir með þremur atkvæðum að vísa málinu til umsagnar forstöðumanns þjónustu- og samskiptadeildar.
5. Frumvarp til laga um loftferðir - beiðni um umsögn202103654
Frumvarp til laga um loftferðir - beiðni um umsögn fyrir 15. apríl nk.
Lagt fram.
6. Mat á þörf fyrir öryggisíbúðir202103126
Umsögn framkvæmdastjóra fjölskyldusviðs um mat á þörf fyrir öryggisíbúðir.
Minnisblað framkvæmdastjóra fjölskyldusviðs um mat á þörf á öryggisíbúðum í Mosfellsbæ lagt fram til kynningar.
Gestir
- Sigurbjörg Fjölnisdóttir, framkvæmdastjóri fjölskyldusviðs
7. Skólaakstur útboð 2021202103630
Óskað er heimildar bæjarráðs til að hefja útboðsferli á skólaakstri fyrir Mosfellsbæ.
Bæjarráð samþykkir með þremur atkvæðum að heimila fræðslu- og frístundasviði að hefja útboðsferli á skólaakstri fyrir Mosfellsbæ í samstarfi við Ríkiskaup.