Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða

8. apríl 2021 kl. 07:30,
í fjarfundi


Fundinn sátu

  • Ásgeir Sveinsson (ÁS) formaður
  • Kolbrún G Þorsteinsdóttir (KGÞ) varaformaður
  • Anna Sigríður Guðnadóttir (ASG) aðalmaður
  • Bjarki Bjarnason (BBj) áheyrnarfulltrúi
  • Stefán Ómar Jónsson (SÓJ) áheyrnarfulltrúi
  • Haraldur Sverrisson bæjarstjóri
  • Þóra Margrét Hjaltested embættismaður

Fundargerð ritaði

Þóra M. Hjaltested lögmaður Mosfellsbæjar


Dagskrá fundar

Almenn erindi

  • 1. Skar­hóla­braut 3 - út­hlut­un lóð­ar202103036

    Tillaga um úthlutun lóðarinnar Skarhólabraut 3 ásamt samþykkt úthlutunarskilmála.

    Bæj­ar­ráð sam­þykk­ir með þrem­ur at­kvæð­um að aug­lýsa lóð­ina Skar­hóla­braut 3 lausa til um­sókn­ar á grund­velli fyr­ir­liggj­andi út­hlut­un­ar­skil­mála og sam­þykkts mæli- og hæð­ar­blaðs. Jafn­framt sam­þykkt að sér­stök þriggja manna mats­nefnd, verði skip­uð í sam­ræmi við fyr­ir­liggj­andi minn­is­blað, sem fari yfir um­sókn­ir m.t.t. krafa í út­boðs­skil­mál­um og meti sjálf­stætt hvaða um­sókn falli best að hug­mynd­um Mos­fells­bæj­ar um starf­semi og upp­bygg­ingu á lóð­inni og geri til­lögu til bæj­ar­ráðs um út­hlut­un lóð­ar­inn­ar.

  • 2. Íþrótta­hús við Helga­fells­skóla202103584

    Erindi frá foreldrafélagi Helgafellsskóla dags. 18. mars 2021, varðandi íþróttahús við Helgafellsskóla.

    Bæj­ar­ráð sam­þykk­ir með þrem­ur at­kvæð­um að vísa mál­inu til um­sagn­ar fram­kvæmda­stjóra fræðslu- og frí­stunda­sviðs.

  • 3. Þókn­an­ir not­enda­ráðs um mál­efni fatl­aðs fólks, öld­unga­ráðs og ung­menna­ráðs202103627

    Á 779. fundi bæjarstjórnar var samþykkt tillaga um að fela bæjarráði að taka til skoðunar þóknun notendaráðs um málefni fatlaðs fólks, öldungaráðs og ungmennaráðs.

    Bæj­ar­ráð sam­þykk­ir með þrem­ur at­kvæð­um að vísa mál­inu til um­sagn­ar for­stöðu­manns þjón­ustu- og sam­skipta­deild­ar.

    • 4. Frum­varp til laga um al­manna­varn­ir - beiðni um um­sögn202103658

      Frumvarp til laga um almannavarnir - beiðni um umsögn fyrir 9. apríl

      Lagt fram.

    • 5. Frum­varp til laga um loft­ferð­ir - beiðni um um­sögn202103654

      Frumvarp til laga um loftferðir - beiðni um umsögn fyrir 15. apríl nk.

      Lagt fram.

    • 6. Mat á þörf fyr­ir ör­yggis­íbúð­ir202103126

      Umsögn framkvæmdastjóra fjölskyldusviðs um mat á þörf fyrir öryggisíbúðir.

      Minn­is­blað fram­kvæmda­stjóra fjöl­skyldu­sviðs um mat á þörf á ör­yggis­íbúð­um í Mos­fells­bæ lagt fram til kynn­ing­ar.

      Gestir
      • Sigurbjörg Fjölnisdóttir, framkvæmdastjóri fjölskyldusviðs
    • 7. Skóla­akst­ur út­boð 2021202103630

      Óskað er heimildar bæjarráðs til að hefja útboðsferli á skólaakstri fyrir Mosfellsbæ.

      Bæj­ar­ráð sam­þykk­ir með þrem­ur at­kvæð­um að heim­ila fræðslu- og frí­stunda­sviði að hefja út­boðs­ferli á skóla­akstri fyr­ir Mos­fells­bæ í sam­starfi við Rík­iskaup.

    Fleira var ekki gert. Fundi slitið kl. 08:32