1. júlí 2021 kl. 07:30,
2. hæð Helgafell
Fundinn sátu
- Ásgeir Sveinsson (ÁS) formaður
- Kolbrún G Þorsteinsdóttir (KGÞ) varaformaður
- Stefán Ómar Jónsson (SÓJ) aðalmaður
- Bjarki Bjarnason (BBj) áheyrnarfulltrúi
- Sveinn Óskar Sigurðsson (SÓS) áheyrnarfulltrúi
- Haraldur Sverrisson bæjarstjóri
- Arnar Jónsson forstöðumaður þjónustu- og samskiptadeildar
Fundargerð ritaði
Arnar Jónsson forstöðumaður þjónustu- og samskiptadeildar
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Stefnuráð byggðasamlaga202106272
Stjórnsýsla byggðasamlaga. Viðaukar við stofnsamninga Sorpu bs. og Strætó bs., þar sem kveðið er á um skipan, hlutverk og umboð stefnuráðs, stefnuþing byggðasamlaga og bráðabirgðahlutverk stefnuráðs, lagðir fram til afgreiðslu og staðfestingar. Jafnframt er óskað tilnefningar á fulltrúum í stefnuráð. Gert er ráð fyrir að stefnuráð taki formlega til starfa í september.
Bókun M-lista
Hér er stefnt að stefnuráði sem sjá á um að byggðasamlögum sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu sé spyrt saman í eitt mjög stórt opinbert félag. Geldur fulltrúi Miðflokksins varúð við því að byggðasamlögin og stjórnsýsla þeirra fjarlægist þar með almenning og lýðræðislega kjörna umboðsmenn skattgreiðenda. Spurning hvort að slökkvilið eigi vel saman með rekstri skíðasvæða, sorphirðun og rekstur borgarlínu eða strætisvagna.***
Bæjarráð samþykkir með þremur atkvæðum fyrirliggjandi viðauka við stofnsamning Sorpu bs. og Strætó bs. þar sem kveðið er á um skipan, hlutverk og umboð stefnuráðs, stefnuþing byggðasamlaga og bráðabirgðahlutverk stefnuráðs. Bæjarstjóra er jafnframt falið að undirrita viðaukana fyrir hönd Mosfellsbæjar.
2. Áskorun vegna stöðuleyfisgjalda202103415
Umbeðin umsögn framkvæmdastjóra umhverfissviðs um erindi samtaka iðnaðarins lögð fram.
Bæjarráð samþykkir með þremur atkvæðum að fela umhverfissviði með liðsinni fjármáladeildar að leggja fyrir bæjarráð endurskoðaða gjaldskrá um stöðuleyfi fyrir gáma í samræmi við tillögu í fyrirliggjandi minnisblaði.
3. Þóknanir notendaráðs um málefni fatlaðs fólks, öldungaráðs og ungmennaráðs202103627
Umbeðin umsögn forstöðumanns þjónustu- og samskiptadeildar lögð fram.
Bæjarráð samþykkir með þremur atkvæðum að þóknun verði greidd fyrir setu í öldungaráði, notendaráði um málefni fatlaðs fólks og ungmennaráð í samræmi við tillögu í fyrirliggjandi minnisblaði. Jafnframt samþykkt að fela þjónustu- og samskiptadeild að endurskoða samþykktir framangreindra ráða þar sem m.a. verði sett inn skýr ákvæðu um að fjöldi funda verði að hámarki fjórir á ári og eftir atvikum önnur atriði sem styrkt geta umgjörð ráðanna og stuðning starfsmanna Mosfellsbæjar við þau. Fjármálastjóra er falið að undirbúa viðauka við fjárhagsáætlun Mosfellsbæjar 2021 til að unnt veðri að hefja greiðslur til ráðanna í haust.