11. febrúar 2021 kl. 07:30,
í fjarfundi
Fundinn sátu
- Ásgeir Sveinsson (ÁS) formaður
- Kolbrún G Þorsteinsdóttir (KGÞ) varaformaður
- Anna Sigríður Guðnadóttir (ASG) aðalmaður
- Bjarki Bjarnason (BBj) áheyrnarfulltrúi
- Stefán Ómar Jónsson (SÓJ) áheyrnarfulltrúi
- Haraldur Sverrisson bæjarstjóri
- Þóra Margrét Hjaltested embættismaður
Fundargerð ritaði
Þóra M. Hjaltested lögmaður Mosfellsbæjar
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Kæra Hreinna Garða á útboði Mosfellsbæjar - sláttur og hirðing í Mosfellsbæ 2020-2022.202006319
Úrskurður kærunefndar útboðsmála lagður fram til kynningar.
Úrskurður kærunefndar útboðsmála lagður fram til kynningar.
2. Ósk um niðurfellingu eða breytingu gatnagerðargjalda202102096
Erindi Ólafs Sigurðssonar, dags. 2. febrúar 2021, þar sem óskað er niðurfellingar eða breytingar á gatnagerðargjöldum vegna viðbyggingar/stækkunar við Markholt 2.
Samþykkt með þremur atkvæðum að vísa málinu til umsagnar byggingarfulltrúa og lögmanns Mosfellsbæjar.
3. Frumvarp til laga um áætlanir á sviði samgangna, fjarskipta og byggðamála - beiðni um umsögn202102109
Frumvarp til laga um áætlanir á sviði samgangna, fjarskipta og byggðamála - beiðni um umsögn fyrir 18. febrúar nk.
Lagt fram.
4. Frumvarp til laga um breytingar á málefnum sveitarfélaga - beiðni um umsögn202102110
Frumvarp til laga um breytingar á ýmsum lögum tengdum málefnum sveitarfélaga (sveitarfélög og kórónuveirufaraldur)- beiðni um umsögn fyrir 18. febrúar nk.
Lagt fram.
5. Stafrænt ráð sveitarfélaga202012176
Umsögn forstöðumanns þjónustu- og samskiptadeildar um stofnun stafræns teymis hjá Sambandi íslenskra sveitarfélaga.
Samþykkt með þremur atkvæðum að Mosfellsbær taki þátt í samstarfi um stafrænt teymi hjá Sambandi íslenskra sveitarfélaga og verji kr. 1.849.456 til verkefnisins í ár og sömu fjárhæð vegna ársins 2022, sbr. tillögu í fyrirliggjandi minnisblaði. Bæjarráð telur mikilvægt að í samningi um samstarfið verði sett skýr mælanleg markmið og afurðir verkefnisins skilgreindar fyrirfram.
Gestir
- Arnar Jónsson, forstöðumaður þjónustu- og samskiptadeildar
6. Borgarlínan - skýrslan Borgarlína 1. lota forsendur og frumdrög202102116
Hrafnkell Á. Proppé, forstöðumaður Borgarlínuverkefnis, mun kynna skýrsluna Borgarlínan, 1. lota forsendur og frumdrög. Skýrsluna og önnur gögn er að finna á vef Borgarlínunnar www.borgarlinan.is
Hrafnkell Á. Proppé, forstöðumaður Borgarlínuverkefnis kynnti skýrsluna Borgarlínan, 1. lota forsendur og frumdrög.
Bæjarráð samþykkir með þremur atkvæðum að vísa málinu til kynningar í skipulagsnefnd, umhverfisnefnd og ungmennaráði. Jafnframt samþykkt að taka skýrsluna til frekari umræðu eftir að málið hefur verið kynnt í nefndum.
Gestir
- Linda Udengård, framkvæmdastjóri fræðslu- og frístundasviðs
- Rúnar Bragi Guðlaugsson, bæjarfulltrúi D-lista
- Hrafnkell Á. Proppé, forstöðumaður Borgarlínuverkefnis
- Arnar Jónsson, forstöðumaður þjónustu- og samskiptadeildar
- Lovísa Jónsdóttir, bæjarfulltrúi C-lista
- Jóhanna B. Hansen, framkvæmdastjóri umhverfissviðs