28. september 2023 kl. 07:30,
2. hæð Helgafell
Fundinn sátu
- Halla Karen Kristjánsdóttir (HKK) formaður
- Anna Sigríður Guðnadóttir (ASG) varaformaður
- Ásgeir Sveinsson (ÁS) aðalmaður
- Rúnar Bragi Guðlaugsson (RBG) varamaður
- Lovísa Jónsdóttir (LJó) aðalmaður
- Dagný Kristinsdóttir (DK) áheyrnarfulltrúi
- Regína Ásvaldsdóttir (RÁ) bæjarstjóri
- Þóra Margrét Hjaltested bæjarlögmaður
- Ómar Karl Jóhannesson skrifstofa bæjarlögmanns
Fundargerð ritaði
Þóra Margrét Hjaltested bæjarlögmaður
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Endurnýjun lóðaleigusamninga hesthúsa við Varmárbakka202309636
Tillaga um að veitt verði heimild til framlengingar lóðaleigusamninga hesthúsa að Varmárbökkum til 1. júlí 2050.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum að veitt verði heimild til framlengingar lóðaleigusamninga hesthúsa að Varmárbökkum í samræmi við fyrirliggjandi tillögu.
2. Ósk Kirkjugarðs Lágafellskirkju um greiðslu á kostnaði fyrir efni og akstur vegna stígagerðar.202012377
Erindi frá Lágafellssókn þar sem óskað er eftir að Mosfellsbær greiði kostnað við fyllingarefni í stíga og vinnu við að koma efni í stígana.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum ósk Lágafellssóknar um greiðslu kostnaðar vegna stígagerðar og vísar erindinu til fjárhagsáætlunargerðar vegna ársins 2024.
3. Markaðsstofa höfuðborgarsvæðisins 2024-2025202309334
Inga Hlín Pálsdóttir, framkvæmdastjóri Markaðsstofu höfuðborgarsvæðisins, kynnir starfsemi Markaðsstofunnar.
Kynning á starfsemi Markaðsstofu höfuðborgarsvæðisins. Bæjarráð leggur til að starfsemi Markaðsstofunnar verði kynnt fyrir atvinnu- og nýsköpunarnefnd og menningar- og lýðræðisnefnd.
Gestir
- Inga Hlín Pálsdóttir, framkvæmdastjóri Markaðsstofu höfuðborgarsvæðisins
4. Skógarreitir og græn svæði innan byggðar202309433
Erindi frá Skógræktarfélagi Íslands með ályktun sem samþykkt var á aðalfundi félagsins um skógarreiti og græn svæði innan byggðar.
Lagt fram.
5. Ósk um lóðir og samstarf um uppbyggingu námsmannaíbúða202309482
Bréf frá Byggingafélagi námsmanna ses. þar sem óskað er eftir lóðum og samstarfi um uppbyggingu námsmannaíbúða.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum að fela bæjarstjóra að ræða við bréfritara.
6. Tillaga til þingsályktunar um réttlát græn umskipti202309607
Frá nefnda- og greiningarsviði Alþingis umsagnarbeiðni um tillögu til þingsályktunar um réttlát umskipti. Umsagnarfrestur er til 6. október nk.
Lagt fram.