Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða

16. apríl 2021 kl. 07:00,
í fjarfundi


Fundinn sátu

  • Ásgeir Sveinsson (ÁS) formaður
  • Bryndís Brynjarsdóttir (BBr) varaformaður
  • Stefán Ómar Jónsson (SÓJ) aðalmaður
  • Helga Jóhannesdóttir (HJó) aðalmaður
  • Jón Pétursson aðalmaður
  • Lovísa Jónsdóttir (LJó) áheyrnarfulltrúi
  • Ólafur Ingi Óskarsson (ÓIÓ) áheyrnarfulltrúi
  • Jóhanna Björg Hansen framkvæmdastjóri umhverfissviðs
  • Árni Jón Sigfússon byggingarfulltrúi
  • Kristinn Pálsson skipulagsfulltrúi

Fundargerð ritaði

Árni Jón Sigfússon Byggingarfulltrúi


Dagskrá fundar

Almenn erindi

  • 1. Heytjarn­ar­heiði L252202, L125204 - deili­skipu­lag frí­stunda­byggð­ar202010045

    Skipulagsnefnd samþykkti á 530. fundi sínum að auglýsa nýtt deiliskipulag fyrir frístundahús við Heytjarnarheiði L252202 og L125204. Skipulagið var auglýst í Mosfellingi, Lögbirtingarblaðinu, á vef Mosfellsbæjar og með dreifibréfi til hagsmunaaðila og stofnanna. Athugasemdafrestur var frá 11.02.2021 til og með 28.03.2021. Umsagnir bárust frá Veðurstofu Íslands, dags. 04.03.2021 og Minjastofnun Íslands, dags. 12.02.2021, aðrir skiluðu ekki. Athugasemdir bárust frá Hjörleifi B. Kvaran, f.h. Gunnars B. Dungal, dags. 10.03.2021 og heilbrigðiseftirliti Kjósarsvæðis, dags. 04.03.2021. Brugðist hefur verið við athugasemdum heilbrigðiseftirlitsins og uppdrættir uppfærðir. Meðfylgjandi eru drög að svörum við athugasemdum. Skipulagstillagan er lögð fram til afgreiðslu.

    Deili­skipu­lag sam­þykkt og skal hljóta af­greiðslu skv. 42. gr. skipu­lagslaga nr. 123/2010. Skipu­lags­full­trúa fal­ið að svara inn­send­um at­huga­semd­um í sam­ræmi við fyr­ir­liggj­andi drög.

  • 2. Fund­ar­rit­ari skipu­lags­nefnd­ar202104070

    Lögð er fram tillaga að nýjum fundarritara skipulagsnefndar í samræmi við minnisblað skipulagsfulltrúa.

    Skipu­lags­nefnd er sam­þykk breyt­ing­unni og boð­ar nýj­an fund­ar­rit­ara vel­kom­inn.

  • 3. Leiru­tangi 10 - höfn­un á stækk­un húss kærð til úr­skurð­ar­nefnd­ar um­hverf­is- og auð­linda­mála202011349

    Lagður er fram til kynningar úrskurður úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála í máli 124/2020 vegna kæru á synjun byggingarleyfis fyrir Leirutanga 10. Nefndin fellir úr gildi ákvörðun og afgreiðslu byggingarfulltrúa Mosfellsbæjar frá 23.10.2020.

    Lagt fram og kynnt.

  • 4. Leiru­tangi 10 - Um­sókn um bygg­ingaráform og bygg­ing­ar­leyfi202009193

    Borist hefur umsókn um byggingarleyfi frá Ásgrími Hauk Helgasyni, fyrir stækkun á húsi við Leirutanga 10. Erindinu var vísað til skipulagsnefndar á 413. afgreiðslufundi byggingarfulltrúa þar sem ekki er í gildi deiliskipulag fyrir hverfið.

    Jón Pét­urs­son full­trúi M-lista, Mið­flokks, vík­ur af fundi und­ir þess­um dag­skrárlið.
    Stefán Ómar Jóns­son full­trúi L-lista, Vina Mos­fells­bæj­ar, sit­ur hjá við af­greiðslu máls­ins.
    Skipu­lags­nefnd sam­þykk­ir að bygg­ingaráform verði grennd­arkynnt í sam­ræmi við 44. gr. skipu­lagslaga nr. 123/2010, þeg­ar full­nægj­andi gögn liggja fyr­ir.

  • 5. Arn­ar­tangi 18 - Um­sókn um bygg­ingaráform og bygg­ing­ar­leyfi202011385

    Borist hefur umsókn um byggingarleyfi frá Arnari Þór Björgvinssyni, fyrir stækkun á húsi við Arnartanga 18. Erindinu var vísað til skipulagsnefndar á 432. afgreiðslufundi byggingarfulltrúa þar sem ekki er í gildi deiliskipulag fyrir hverfið.

    Skipu­lags­nefnd sam­þykk­ir að bygg­ingaráform verði grennd­arkynnt í sam­ræmi við 44. gr. skipu­lagslaga nr. 123/2010, þeg­ar full­nægj­andi gögn liggja fyr­ir.

  • 6. Helga­fells­land 1 L199954 - ósk um upp­skipt­ingu lands202103629

    Borist hefur erindi frá Krisjáni Þór Valdimarssyni, dags. 07.04.2021, með ósk um uppskiptingu lands í Helgafelli L199954.

    Skipu­lags­nefnd vís­ar er­ind­inu til um­sagn­ar bæj­ar­lög­manns vegna fyr­ir­liggj­andi sam­komu­lags um upp­bygg­ingu á svæð­inu dags. 16.05.2017.

  • 7. Sil­unga­tjörn L125175 - breyt­ing á deili­skipu­lagi201811056

    Lögð er fram til kynningar og afgreiðslu deiliskipulagsbreyting fyrir frístundahús við Silungatjörn L125175 í samræmi við afgreiðslu 471. fundi skipulagsnefndar.

    Stefán Ómar Jóns­son full­trúi L-lista, Vina Mos­fells­bæj­ar, vík­ur af fundi und­ir þess­um dag­skrárlið.
    Skipu­lags­nefnd sam­þykk­ir að aug­lýsa til­lögu að deili­skipu­lags­breyt­ingu skv. 1. mgr. 43. gr. skipu­lagslaga nr. 123/2010.

    • 8. Brú­arfljót 5-8 - deili­skipu­lags­breyt­ing202104131

      Lögð er fram til kynningar og afgreiðslu deiliskipulagsbreyting á athafnasvæði Tungubakka vegna sameiningar lóða Brúarfljóts 5-7 og 6-8, í samræmi við samþykktir á 533. og 537. fundi nefndarinnar.

      Skipu­lags­nefnd sam­þykk­ir að til­lag­an hljóti af­greiðslu skv. 2. mgr. 43. gr. skipu­lagslaga nr. 123/2010. Skipu­lags­nefnd met­ur breyt­ing­una það óveru­lega og hags­muni að­eins lóð­ar­eig­anda að falla megi frá kröf­um um grennd­arkynn­ingu skv. 2. mgr. 43. gr. skipu­lagslaga, með vís­an í 3. mgr. 43. og 44, gr. sömu laga um kynn­ing­ar­ferli grennd­arkynn­inga. Breyt­ing­ar­til­laga deili­skipu­lags telst því sam­þykkt og skal hljóta af­greiðslu skv. 43. gr. skipu­lagslaga nr. 123/2010 og ann­ast skipu­lags­full­trúi stað­fest­ingu skipu­lags­ins.
      Jón Pét­urs­son full­trúi M-lista, Mið­flokks, greið­ir at­kvæði gegn af­greiðslu máls­in.

    Fundargerðir til staðfestingar

    • 9. Af­greiðslufund­ur bygg­ing­ar­full­trúa - 432202103043F

      Fundargerð lögð fram til kynningar.

      Lagt fram.

      • 9.1. Arn­ar­tangi 18 - Um­sókn um bygg­ingaráform og bygg­ing­ar­leyfi 202011385

        Arn­ar Þór Björg­vins­son Arn­ar­tanga 18 sæk­ir um leyfi til að byggja við og breyta innra skipu­lagi ein­býl­is­húss á lóð­inni Arn­ar­tangi nr. 18, í sam­ræmi við fram­lögð gögn.
        Nú­ver­andi stærð­ir:
        Íbúð 138,6 m², bíl­geymsla 35,6 m², 438,4 m³
        Stærð­ir eft­ir stækk­un:
        Íbúð 188,0 m², bíl­geymsla 38,3 m², 548,95 m³.

      • 9.2. Tungu­foss í Leir­vogst - Um­sókn um bygg­ingaráform og bygg­ing­ar­leyfi 202101126

        Bjarni Svein­björn Guð­munds­son Urð­ar­holti 5 sæk­ir um leyfi til breyttr­ar notk­un­ar húss á lóð­inni Fossa­tunga nr. 30, í sam­ræmi við fram­lögð gögn. Hús­ið er skráð fé­lags­heim­ili og verð­ur skráð íbúð­ar­hús­næði eft­ir breyt­ingu til sam­ræm­is breyttu deili­skipu­lagi svæð­is­ins.
        Stærð­ir breyt­ast ekki.

      • 9.3. Sunnukriki 3 - Um­sókn um bygg­ingaráform og bygg­ing­ar­leyfi 202010344

        Sunnu­bær ehf. Katrín­ar­túni 2 Reykja­vík sæk­ir leyfi til breyt­inga áður sam­þykktra að­al­upp­drátta á lóð­inni Sunnukriki nr. 3 í sam­ræmi við fram­lögð gögn. Breyt­ing fel­ur í sér inn­rétt­ingu kjöt­versl­un­ar á 1. hæð ásamt smá­vægi­leg­um breyt­ing­um innra skipu­lags heilsu­gæslu á 2. hæð.

      • 10. Af­greiðslufund­ur skipu­lags­full­trúa - 52202104009F

        Fundargerð lögð fram til kynningar.

        Lagt fram

        • 10.1. Grund­ar­tangi 32-36 - hækk­un á þaki 202004168

          Skipu­lags­nefnd sam­þykkti á 535. fundi sín­um að grennd­arkynna bygg­ingaráform í sam­ræmi við 1. mgr. 44. gr. skipu­lagslaga nr. 123/2010 og fyr­ir­liggj­andi gögn.
          Áformin voru kynnt með dreifi­bréfi sem send voru út í öll hús við Grund­ar­tanga.
          At­huga­semda­frest­ur var frá 10.03.2021 til og með 09.04.2021. Eng­ar at­huga­semd­ir bár­ust.

        Fleira var ekki gert. Fundi slitið kl. 08:30