16. apríl 2021 kl. 07:00,
í fjarfundi
Fundinn sátu
- Ásgeir Sveinsson (ÁS) formaður
- Bryndís Brynjarsdóttir (BBr) varaformaður
- Stefán Ómar Jónsson (SÓJ) aðalmaður
- Helga Jóhannesdóttir (HJó) aðalmaður
- Jón Pétursson aðalmaður
- Lovísa Jónsdóttir (LJó) áheyrnarfulltrúi
- Ólafur Ingi Óskarsson (ÓIÓ) áheyrnarfulltrúi
- Jóhanna Björg Hansen framkvæmdastjóri umhverfissviðs
- Árni Jón Sigfússon byggingarfulltrúi
- Kristinn Pálsson skipulagsfulltrúi
Fundargerð ritaði
Árni Jón Sigfússon Byggingarfulltrúi
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Heytjarnarheiði L252202, L125204 - deiliskipulag frístundabyggðar202010045
Skipulagsnefnd samþykkti á 530. fundi sínum að auglýsa nýtt deiliskipulag fyrir frístundahús við Heytjarnarheiði L252202 og L125204. Skipulagið var auglýst í Mosfellingi, Lögbirtingarblaðinu, á vef Mosfellsbæjar og með dreifibréfi til hagsmunaaðila og stofnanna. Athugasemdafrestur var frá 11.02.2021 til og með 28.03.2021. Umsagnir bárust frá Veðurstofu Íslands, dags. 04.03.2021 og Minjastofnun Íslands, dags. 12.02.2021, aðrir skiluðu ekki. Athugasemdir bárust frá Hjörleifi B. Kvaran, f.h. Gunnars B. Dungal, dags. 10.03.2021 og heilbrigðiseftirliti Kjósarsvæðis, dags. 04.03.2021. Brugðist hefur verið við athugasemdum heilbrigðiseftirlitsins og uppdrættir uppfærðir. Meðfylgjandi eru drög að svörum við athugasemdum. Skipulagstillagan er lögð fram til afgreiðslu.
Deiliskipulag samþykkt og skal hljóta afgreiðslu skv. 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Skipulagsfulltrúa falið að svara innsendum athugasemdum í samræmi við fyrirliggjandi drög.
2. Fundarritari skipulagsnefndar202104070
Lögð er fram tillaga að nýjum fundarritara skipulagsnefndar í samræmi við minnisblað skipulagsfulltrúa.
Skipulagsnefnd er samþykk breytingunni og boðar nýjan fundarritara velkominn.
3. Leirutangi 10 - höfnun á stækkun húss kærð til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála202011349
Lagður er fram til kynningar úrskurður úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála í máli 124/2020 vegna kæru á synjun byggingarleyfis fyrir Leirutanga 10. Nefndin fellir úr gildi ákvörðun og afgreiðslu byggingarfulltrúa Mosfellsbæjar frá 23.10.2020.
Lagt fram og kynnt.
4. Leirutangi 10 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi202009193
Borist hefur umsókn um byggingarleyfi frá Ásgrími Hauk Helgasyni, fyrir stækkun á húsi við Leirutanga 10. Erindinu var vísað til skipulagsnefndar á 413. afgreiðslufundi byggingarfulltrúa þar sem ekki er í gildi deiliskipulag fyrir hverfið.
Jón Pétursson fulltrúi M-lista, Miðflokks, víkur af fundi undir þessum dagskrárlið.
Stefán Ómar Jónsson fulltrúi L-lista, Vina Mosfellsbæjar, situr hjá við afgreiðslu málsins.
Skipulagsnefnd samþykkir að byggingaráform verði grenndarkynnt í samræmi við 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, þegar fullnægjandi gögn liggja fyrir.5. Arnartangi 18 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi202011385
Borist hefur umsókn um byggingarleyfi frá Arnari Þór Björgvinssyni, fyrir stækkun á húsi við Arnartanga 18. Erindinu var vísað til skipulagsnefndar á 432. afgreiðslufundi byggingarfulltrúa þar sem ekki er í gildi deiliskipulag fyrir hverfið.
Skipulagsnefnd samþykkir að byggingaráform verði grenndarkynnt í samræmi við 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, þegar fullnægjandi gögn liggja fyrir.
6. Helgafellsland 1 L199954 - ósk um uppskiptingu lands202103629
Borist hefur erindi frá Krisjáni Þór Valdimarssyni, dags. 07.04.2021, með ósk um uppskiptingu lands í Helgafelli L199954.
Skipulagsnefnd vísar erindinu til umsagnar bæjarlögmanns vegna fyrirliggjandi samkomulags um uppbyggingu á svæðinu dags. 16.05.2017.
7. Silungatjörn L125175 - breyting á deiliskipulagi201811056
Lögð er fram til kynningar og afgreiðslu deiliskipulagsbreyting fyrir frístundahús við Silungatjörn L125175 í samræmi við afgreiðslu 471. fundi skipulagsnefndar.
Stefán Ómar Jónsson fulltrúi L-lista, Vina Mosfellsbæjar, víkur af fundi undir þessum dagskrárlið.
Skipulagsnefnd samþykkir að auglýsa tillögu að deiliskipulagsbreytingu skv. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.8. Brúarfljót 5-8 - deiliskipulagsbreyting202104131
Lögð er fram til kynningar og afgreiðslu deiliskipulagsbreyting á athafnasvæði Tungubakka vegna sameiningar lóða Brúarfljóts 5-7 og 6-8, í samræmi við samþykktir á 533. og 537. fundi nefndarinnar.
Skipulagsnefnd samþykkir að tillagan hljóti afgreiðslu skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Skipulagsnefnd metur breytinguna það óverulega og hagsmuni aðeins lóðareiganda að falla megi frá kröfum um grenndarkynningu skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga, með vísan í 3. mgr. 43. og 44, gr. sömu laga um kynningarferli grenndarkynninga. Breytingartillaga deiliskipulags telst því samþykkt og skal hljóta afgreiðslu skv. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og annast skipulagsfulltrúi staðfestingu skipulagsins.
Jón Pétursson fulltrúi M-lista, Miðflokks, greiðir atkvæði gegn afgreiðslu málsin.
Fundargerðir til staðfestingar
9. Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 432202103043F
Fundargerð lögð fram til kynningar.
Lagt fram.
9.1. Arnartangi 18 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi 202011385
Arnar Þór Björgvinsson Arnartanga 18 sækir um leyfi til að byggja við og breyta innra skipulagi einbýlishúss á lóðinni Arnartangi nr. 18, í samræmi við framlögð gögn.
Núverandi stærðir:
Íbúð 138,6 m², bílgeymsla 35,6 m², 438,4 m³
Stærðir eftir stækkun:
Íbúð 188,0 m², bílgeymsla 38,3 m², 548,95 m³.9.2. Tungufoss í Leirvogst - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi 202101126
Bjarni Sveinbjörn Guðmundsson Urðarholti 5 sækir um leyfi til breyttrar notkunar húss á lóðinni Fossatunga nr. 30, í samræmi við framlögð gögn. Húsið er skráð félagsheimili og verður skráð íbúðarhúsnæði eftir breytingu til samræmis breyttu deiliskipulagi svæðisins.
Stærðir breytast ekki.9.3. Sunnukriki 3 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi 202010344
Sunnubær ehf. Katrínartúni 2 Reykjavík sækir leyfi til breytinga áður samþykktra aðaluppdrátta á lóðinni Sunnukriki nr. 3 í samræmi við framlögð gögn. Breyting felur í sér innréttingu kjötverslunar á 1. hæð ásamt smávægilegum breytingum innra skipulags heilsugæslu á 2. hæð.
10. Afgreiðslufundur skipulagsfulltrúa - 52202104009F
Fundargerð lögð fram til kynningar.
Lagt fram
10.1. Grundartangi 32-36 - hækkun á þaki 202004168
Skipulagsnefnd samþykkti á 535. fundi sínum að grenndarkynna byggingaráform í samræmi við 1. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og fyrirliggjandi gögn.
Áformin voru kynnt með dreifibréfi sem send voru út í öll hús við Grundartanga.
Athugasemdafrestur var frá 10.03.2021 til og með 09.04.2021. Engar athugasemdir bárust.