20. ágúst 2020 kl. 07:30,
fundarherbergi bæjarráðs
Fundinn sátu
- Ásgeir Sveinsson (ÁS) formaður
- Kolbrún G Þorsteinsdóttir (KGÞ) varaformaður
- Ólafur Ingi Óskarsson (ÓIÓ) 1. varabæjarfulltrúi
- Bjarki Bjarnason (BBj) áheyrnarfulltrúi
- Stefán Ómar Jónsson (SÓJ) áheyrnarfulltrúi
- Haraldur Sverrisson bæjarstjóri
- Þóra Margrét Hjaltested embættismaður
Fundargerð ritaði
Þóra M. Hjaltested lögmaður Mosfellsbæjar
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Litlikriki 37, sótt um fastanúmer á aukaíbúð.202003225
Húseigendafélagið óskar fyrir hönd eiganda Litlakrika 37 að ákvörðun skipulagsnefndar, þar sem hafnað var beiðni um fastanúmer á aukaíbúð hússins, verði endurupptekin.
Beiðni um endurskoðun ákvörðunar skipulagsnefndar og bæjarstjórnar á erindi málshefjanda hafnað með tveimur atkvæðum. Fulltrúi S-lista situr hjá við afgreiðslu málsins. Ákvæði 24. gr. stjórnsýslulaga um skilyrði fyrir endurupptöku stjórnvaldsákvarðana eru ekki uppfyllt, enda hafi ákvörðun hvorki byggst á ófullnægjandi eða röngum upplýsingum né hafi atvik breyst verulega frá því ákvörðun var tekin. Óheimilt er að samþykkja breytingar í andstöðu við gildandi skipulag, fordæmi sem vísað er til breyti engu þar um.
2. Stjórn sumarhúsaeigenda við Krókatjörn, Myrkutjörn og Silungatjörn vegna hitaveituframkvæmda202005346
Lögð fyrir bæjarráð umsögn um erindi sumarhúsaeigenda við Króka- og Myrkurtjörn
Samþykkt með þremur atkvæðum að fela framkvæmdastjóra umhverfissviðs að svara erindinu í samræmi við tillögu í minnisblaði framkvæmdastjóra umhverfissviðs.
3. Umferðarhraði Álafosskvos202006397
Lagt fyrir umbeðið minnisblað framkvæmdastjóra umhverfissviðs um úrbætur varðandi umferðarhraða í Álafosskvos.
Samþykkt með þremur atkvæðum að fela framkvæmdastjóra umhverfissviðs að svara erindinu í samræmi við framlagt minnisblað. Að öðru leyti er erindinu vísað til umfjöllunar umhverfissviðs.
4. Land við Hafravatn nr. 208-4792201805043
Ósk um að Mosfellsbær kaupi eignarlandið Óskotsland L125388. Umsögn lögmanns Mosfellsbæjar.
Samþykkt með þremur atkvæðum að hafna beiðni um að Mosfellsbær kaupi landið Óskosland (lnr. 125388)
5. Skipulag á Esjumelum - Kæra202006563
Úrskurður úrskurðarnefndar. Máli vísað frá.
Úrskurður úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála í máli nr. 56/2020, kæra á ákvörðun borgarráðs Reykjavíkur frá 2. apríl 2020 um að samþykkja breytingu á deiliskipulagi Esjumela á Kjalarnesi vegna lóðarinnar nr. 6-8 við Koparsléttu, lagður fram. Samþykkt með þremur atkvæðum að fela bæjarstjóra, lögmanni Mosfellsbæjar og skipulagsfulltrúa að skoða næstu skref í málinu.
6. Hjúkrunarheimili í Mosfellsbæ-stækkun Hamra.201812038
Stækkun hjúkrunarheimilisins Hamra, upplýsingar um stöðu mála
Minnisblað um mögulegar leiðir í sambandi við stækkun hjúkrunarheimilisins Hamra lagt fram og kynnt. Samþykkt með þremur atkvæðum að fela bæjarstjóra áframhaldandi meðferð málsins.
7. Ráðning framkvæmdastjóra fjölskyldusviðs 2020202007152
Ráðning framkvæmdastjóra fjölskyldusviðs Mosfellsbæjar. Umsögn bæjarráðs.
Lögð er fram tillaga bæjarstjóra vegna ráðningar framkvæmdastjóra fjölskyldusviðs. Bæjarráð samþykkir með þremur atkvæðum tillögu bæjarstjóra og vísar henni til afgreiðslu bæjarstjórnar.
Gestir
- Arnar Jónsson, forstöðumaður þjónustu- og samskiptadeildar
- Hanna Guðlaugsdóttir, mannauðsstjóri
8. Starfsmannahandbók Mosfellsbæjar201201480
Mannauðsstefna Mosfellsbæjar lögð fram til samþykktar bæjarráðs. Starfsamannahandbók lögð fram til kynningar.
Bæjarráð samþykkir með þremur atkvæðum uppfærða mannauðsstefnu Mosfellsbæjar. Mannauðsstjóri kynnir uppfærða starfsmannahandbók Mosfellsbæjar.
Gestir
- Arnar Jónsson, forstöðumaður þjónustu- og samskiptadeildar
- Hanna Guðlaugsdóttir, mannauðsstjóri