7. maí 2020 kl. 07:30,
fundarherbergi bæjarráðs
Fundinn sátu
- Ásgeir Sveinsson (ÁS) formaður
- Kolbrún G Þorsteinsdóttir (KGÞ) varaformaður
- Valdimar Birgisson (VBi) aðalmaður
- Bjarki Bjarnason (BBj) áheyrnarfulltrúi
- Anna Sigríður Guðnadóttir (ASG) áheyrnarfulltrúi
- Haraldur Sverrisson bæjarstjóri
- Þóra Margrét Hjaltested embættismaður
- Jóhanna Björg Hansen framkvæmdastjóri umhverfissviðs
- Pétur Jens Lockton fjármálastjóri
Fundargerð ritaði
Þóra M. Hjaltested lögmaður Mosfellsbæjar
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Ársreikningur Mosfellsbæjar 2019.201912352
Ársreikningur Hitaveitu Mosfellsbæjar 2019 lagður fram til staðfestingar.
Ársreikningur Hitaveitu Mosfellsbæjar fyrir árið 2019 lagður fram til staðfestingar.
Samþykkt með 3 atkvæðum að staðfesta ársreikning Hitaveitu Mosfellsbæjar.Gestir
- Pétur J. Lockton, fjármálastjóri
2. Fjárhagsleg áhrif Covid-19 á rekstur 2020202003482
Fjárhagsleg áhrif Covid-19 á rekstur Mosfellbæjar. Minnisblað um áætlun skatttekna.
Haraldur Sverrisson, bæjarstjóri og Pétur J. Lockton, fjármálstjóri, kynntu minnisblað um fjárhagsleg áhrif Covid-19 á rekstur Mosfellsbæjar.
Samþykkt með þremur atkvæðum að fela bæjarstjóra og fjármálastjóra að gera tillögu að viðauka við fjárhagsáætlun bæjarins. Jafnframt var samþykkt að fela þeim að gera tillögur um aðrar aðgerðir til að bregðast við tekjufalli og aukningu kostnaðar vegna COVID-19.
Gestir
- Pétur J. Lockton, fjármálastjóri
3. Framkvæmdir 2020.202002307
Yfirlitskynning framkvæmda fyrir árið 2020 lögð fram.
Jóhanna Björg Hansen, framkvæmdastjóri umhverfissviðs, kynnti yfirlit yfir helstu framkvæmdir ársins 2020.
Gestir
- Jóhanna Björg Hansen, framkvæmdastjóri umhverfissviðs
4. Kæra til Yfirfasteignamatsnefndar vegna Völuteigs 17.201912244
Til upplýsingar - máli vísað frá yfirfasteignamatsnefnd.
Niðurstaða yfirfasteignamatsnefndar um frávísun málsins lögð fram til kynningar bæjarráðs.
5. Frumvarp til laga um breytingu á ýmsum lögum er varða eignarráð og nýtingu fasteigna - beiðni um umsögn202004362
Frumvarp til laga um breytingu á ýmsum lögum er varða eignarráð og nýtingu fasteigna - beiðni um umsögn fyrir 21. maí nk.
Frumvarp til laga um breytingu á ýmsum lögum er varða eignarráð og nýtingu fasteigna lagt fram.
6. Frumvarp til laga um breytingu á ýmsum lögum vegna launa þingmanna og ráðherra - beiðni um umsögn.202004361
Frumvarp til laga um breytingu á ýmsum lögum vegna launa þingmanna og ráðherra - beiðni um umsögn fyrir 21. maí.
Frumvarp til laga um breytingu á ýmsum lögum vegna launa þingmanna og ráðherra lagt fram.
7. Tillaga til þingsályktunar um forvarnir gegn kynferðislegu og kynbundnu ofbeldi og áreitni - beiðni um umsögn202004271
Á 1441. fundi bæjarráðs var mannauðsstjóra, í samráði við framkvæmdastjóra fjölskyldusviðs og framkvæmdastjórafræðslusviðs, falið að rita umsögn um tillögu til þingsályktunar um forvarnir gegn kynferðislegu og kynbundnu ofbeldi og áreitni. Umsögnin er meðfylgandi.
Bæjarráð samþykkti með þremur atkvæðum að fela mannauðsstjóra að senda fyrirliggjandi umsögn til Alþingis.
- FylgiskjalUmsögn um þingsályktun um forvarnir gegn kynferðislegu og kynbundnu ofbeldi og áreitni.pdfFylgiskjalSamband íslenskra sveitarfélaga - Umsögn mál S-25 2020.pdfFylgiskjalTillaga til þingsályktunar um forvarnir gegn kynferðislegu og kynbundnu ofbeldi og áreitni - beiðni um umsögn fyrir 6. maí.pdf
8. Minnkandi starfshlutfall - Atvinnuleysi202004177
Upplýsingar frá Sambandi íslenskra sveitafélaga um fjölda sem nýtt hefur minnkandi starfshlutfall og upplýsingar um hlutfall atvinnuleysis.
Upplýsingar frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga varðandi fjölda einstaklinga sem hefur nýtt minnkandi starfshlutfall og hlutfall atvinnuleysis lagðar fram til kynningar.