Mál númer 201912218
- 23. nóvember 2022
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #816
Óskað er eftir því að hluti lands L201197, norðan Þingvallavegar við Köldukvísl, verði breytt úr óbyggðu svæði í íbúðarbyggð og athafnasvæði. Stækka þarf þéttbýlismörk Mosfellsbæjar og vaxtarmörk höfuðborgarsvæðisins.
Halla Karen Kristjánsdóttir vék sæti við afgreiðslu þessa dagskrárliðar vegna vanhæfis.
***
Afgreiðsla 577. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 816. fundi bæjarstjórnar með 10 atkvæðum. - 15. nóvember 2022
Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar #577
Óskað er eftir því að hluti lands L201197, norðan Þingvallavegar við Köldukvísl, verði breytt úr óbyggðu svæði í íbúðarbyggð og athafnasvæði. Stækka þarf þéttbýlismörk Mosfellsbæjar og vaxtarmörk höfuðborgarsvæðisins.
Eftir rýni og yfirlegu ráðgjafa og skipulagsnefndar hefur það verið ákveðið að erindi og ósk umsækjenda um breytingu á óbyggðu landi í íbúðarbyggð og eða athafnarsvæði verði synjað í samræmi við rökstuðning í fyrirliggjandi minnisblaði.
Afgreitt með fimm atkvæðum. - 10. mars 2021
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #778
Óskað er eftir að fá að breyta nýtingu lands L-201197, í íbúðarsvæði/atvinnusvæði.
Afgreiðsla 534. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 778. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 26. febrúar 2021
Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar #534
Óskað er eftir að fá að breyta nýtingu lands L-201197, í íbúðarsvæði/atvinnusvæði.
Lagt fram og kynnt.
- 22. janúar 2020
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #752
Borist hefur erindi frá Elíasi Níelssyni dags. 16. desember 2019 varðandi breytingu á aðalskipulagi.
Afgreiðsla 504. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 752. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 20. desember 2019
Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar #504
Borist hefur erindi frá Elíasi Níelssyni dags. 16. desember 2019 varðandi breytingu á aðalskipulagi.
Skipulagsnefnd vísar málinu til endurskoðunar aðalskipulags.