22. október 2020 kl. 07:30,
í fjarfundi
Fundinn sátu
- Ásgeir Sveinsson (ÁS) formaður
- Kolbrún G Þorsteinsdóttir (KGÞ) varaformaður
- Anna Sigríður Guðnadóttir (ASG) aðalmaður
- Bjarki Bjarnason (BBj) áheyrnarfulltrúi
- Stefán Ómar Jónsson (SÓJ) áheyrnarfulltrúi
- Haraldur Sverrisson bæjarstjóri
- Þóra Margrét Hjaltested embættismaður
Fundargerð ritaði
Þóra M. Hjaltested lögmaður Mosfellsbæjar
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Brattahlíð 24-38 - Gatnagerð201912050
Ósk um heimild til að hefja samningaviðræður við lægstbjóðanda vegna gatnagerðar við Bröttuhlíð í samræmi við fyrirliggjandi minnisblað.
Samþykkt með þremur atkvæðum að veita umhverfissviði heimild til að hefja viðræður við lægstbjóðanda og að undirrita við hann samning að því gefnu að skilyrði útboðsgagna hafi verið uppfyllt.
2. Frestir vegna fjárhagsáætlana sveitarfélaga 2021.202010202
Frestir vegna fjárhagsáætlana sveitarfélaga 2021.
Bæjarráð samþykkir með þremur atkvæðum að fara þess á leit við samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra með vísan til 3. mgr. 62. gr. sveitarstjórnarlaga að Mosfellsbæ verði veittur frestur til 1. desember 2020 til framlagningar fjárhagsáætlunar og frestur til 31. desember 2020 til að afgreiða fjárhagsáætlun.
3. Frumvarp til laga um breytingu á barnalögum (skipt búseta barns) - beiðni um umsögn.202010154
Frumvarp til laga um breytingu á barnalögum (skipt búseta barns) - beiðni um umsögn fyrir 27. október 2020.
Lagt fram og vísað til fyrri umsagnar Mosfellsbæjar um málið á 150. löggjafarþingi.
4. Frumvarp til laga um jafna stöðu og jafnan rétt kynjanna - beiðni um umsögn.202010201
Frumvarp til laga um jafna stöðu og jafnan rétt kynjanna - beiðni um umsögn fyrir 29. október 2020.
Samþykkt með þremur atkvæðum að fela jafnfréttisfulltrúa Mosfellsbæjar að gefa umsögn um frumvarpið.
5. Frumvarp til laga um stjórnsýslu jafnréttismála - beiðni um umsögn.202010180
Frumvarp til laga um stjórnsýslu jafnréttismála - beiðni um umsögn fyrir 29. október 2020.
Samþykkt með þremur atkvæðum að fela forstöðumanni þjónustu og samskiptadeildar að gefa umsögn um frumvarpið.
6. Frumvarp til laga um kynrænt sjálfræði - beiðni um umsögn.202010174
Frumvarp til laga um kynrænt sjálfræði - beiðni um umsögn fyrir 29. október 2020.
Samþykkt með þremur atkvæðum að vísa málinu til umsagnar og afgreiðslu lýðræðis- og mannréttindanefndar.