Mál númer 201905102
- 22. janúar 2020
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #752
Drög að reglum Mosfellsbæjar og Kjósarhrepps um notendastýrða persónulega aðstoð (NPA) lögð fyrir til afgreiðslu.
Afgreiðsla 289. fundar fjölskyldunefndar samþykkt á 752. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 17. desember 2019
Fjölskyldunefnd Mosfellsbæjar #289
Drög að reglum Mosfellsbæjar og Kjósarhrepps um notendastýrða persónulega aðstoð (NPA) lögð fyrir til afgreiðslu.
Verkefnastjóri gæða- og þróunarmála fór yfir helstu ákvæði reglnanna.
Fjölskyldunefnd samþykkir með fimm atkvæðum að samþykkja framlögð drög að reglum með áorðnum breytingum í samræmi við umræðu fundarins og vísar þeim til staðfestingar bæjarstjórnar. - 11. júlí 2019
Bæjarráð Mosfellsbæjar #1406
Nýjar reglur Mosfellsbæjar um NPA lagðar fyrir notendaráð fatlaðs fólks til umsagnar.
Afgreiðsla 4. fundar notendaráðs fatlaðs fólks lögð fram á 1406. fundi bæjarráðs.
- 5. júlí 2019
Notendaráð fatlaðs fólks #4
Nýjar reglur Mosfellsbæjar um NPA lagðar fyrir notendaráð fatlaðs fólks til umsagnar.
Farið yfir reglur Mosfellsbæjar um NPA.
Bætt inn "að jafnaði" í d. lið 1. mgr. 4. gr.
Lítilsháttar orðalagsbreytingar gerðar.
Að öðru leyti voru ekki gerðar athugasemdir við reglurnar. - 29. maí 2019
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #740
Drög að reglum um Notendastýrða persónulega aðstoð NPA
Afgreiðsla 282. fundar fjölskyldunefndar samþykkt á 740. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 21. maí 2019
Fjölskyldunefnd Mosfellsbæjar #282
Drög að reglum um Notendastýrða persónulega aðstoð NPA
Verkefnastjóri gæða-og þróunarmála kynnti drög að reglum um NPA. Fjölskyldunefnd samþykkir með fimm atkvæðum að fela starfsmönnum fjölskyldusviðs að fara yfir framkomnar athugasemdir og í framhaldi af því að vísa drögunum til umsagnar notendaráðs fatlaðs fólks.