17. desember 2019 kl. 07:00,
2. hæð Helgafell
Fundinn sátu
- Rúnar Bragi Guðlaugsson (RBG) formaður
- Katrín Sif Oddgeirsdóttir varaformaður
- Lovísa Jónsdóttir (LJó) aðalmaður
- Þorbjörg Inga Jónsdóttir aðalmaður
- Ólafur Ingi Óskarsson (ÓIÓ) aðalmaður
- Margrét Guðjónsdóttir (MGu) áheyrnarfulltrúi
- Valborg Anna Ólafsdóttir áheyrnarfulltrúi
- Unnur Valgerður Ingólfsdóttir framkvæmdastjóri fjölskyldusviðs
- Sigurbjörg Fjölnisdóttir fjölskyldusvið
Fundargerð ritaði
Unnur V. Ingólfsdóttir framkvæmdastjóri fjölskydusviðs
Áheyrnarfulltrúar fundarins Margrét Guðjónsdóttir og Valborg Arna Ólafsdóttir véku af fundinum kl. 08:38 að lokinni umfjöllun um almenn mál og trúnaðarmál.
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Reglur um NPA 2019201905102
Drög að reglum Mosfellsbæjar og Kjósarhrepps um notendastýrða persónulega aðstoð (NPA) lögð fyrir til afgreiðslu.
Verkefnastjóri gæða- og þróunarmála fór yfir helstu ákvæði reglnanna.
Fjölskyldunefnd samþykkir með fimm atkvæðum að samþykkja framlögð drög að reglum með áorðnum breytingum í samræmi við umræðu fundarins og vísar þeim til staðfestingar bæjarstjórnar.2. Endurnýjun þjónustusamnings201912058
Endurnýjun þjónustusamnings við Fjölsmiðjuna
Fjölskyldunefnd samþykkir með fimm atkvæðum að lýsa yfir stuðningi við framlagðan samning og vísar málinu til afgreiðslu bæjarstjórnar.
3. Ósk um stuðning vegna jólaúthlutunar201911393
Styrkbeiðni frá Mæðrastyrksnefnd Reykjavíkur.
Fjölskyldunefnd Mosfellsbæjar samþykkir með fimm atkvæðum að synja ósk um stuðning vegna jólaúthlutunar Mæðrastyrksnefndar Reykjavíkur þar sem úthlutun styrkja rekstrarárið 2019 er lokið.
4. Frumvarp til laga um almannatryggingar almennar íbúðir201911210
Umsögn framkvæmdastjóra fjölskyldusviðs til bæjarráðs kynnt.
Umsögn framkvæmdastjóra fjölskyldsviðs til bæjarráðs er lögð fram.
5. Tillaga til þingsályktunar um upplýsingamiðlun um heimilisofbeldismál201910174
Tillaga til þingsályktunar um upplýsingamiðlun um heimilisofbeldismál.
Bókun bæjarráðs um tillögu til þingsályktunar um upplýsingamiðlun um heimilisofbeldismál er lögð fram.
6. Frumvarp til laga um ávana- og fíkniefni - neyslurými201911107
Umsögn Mosfellsbæjar um frumvarp til laga um ávana- og fíkniefni (neyslurými), lagt fram.
Umsögn Mosfellsbæjar um frumvarp itl laga um ávana- ogfíkniefni (neyslurými) er lögð fram.
Fundargerðir til staðfestingar
8. Trúnaðarmálafundur 2018-2022 - 1321201912015F
Fundargerð 1321. trúnaðarmálafundar tekin fyrir á 289. fundi fjölskyldunefndar eins og einstök mál bera með sér.