21. maí 2019 kl. 07:00,
2. hæð Helgafell
Fundinn sátu
- Rúnar Bragi Guðlaugsson (RBG) formaður
- Katrín Sif Oddgeirsdóttir varaformaður
- Þorbjörg Inga Jónsdóttir aðalmaður
- Ólafur Ingi Óskarsson (ÓIÓ) aðalmaður
- Margrét Guðjónsdóttir (MGu) áheyrnarfulltrúi
- Guðrún Þórarinsdóttir (GÞ) varamaður
- Unnur Valgerður Ingólfsdóttir framkvæmdastjóri fjölskyldusviðs
- Berglind Ósk B. Filippíudóttir fjölskyldusvið
- Sigurbjörg Fjölnisdóttir fjölskyldusvið
Fundargerð ritaði
Unnur V. Ingólfsdóttir framkvæmdastjóri fjölskydusviðs
Deildarstjóri barnaverndar- og ráðgjafadeildar mætti til fundairns kl. 08:05. Áheyrnarfulltrúi vék af fundi kl. 08:55 að lokinni umfjöllun almennra mála og trúnaðarmála.
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Endurskoðun á umhverfisstefnu fyrir Mosfellsbæ201710064
Umhverfisnefnd hefur unnið að endurskoðun á umhverfisstefnu fyrir Mosfellsbæ og hefur boðað til opins fundar fimmtudaginn, 16.maí n.k. þar sem óskað er eftir umræðum og ábendingum frá íbúum og hagsmunaaðilum um drögin. Drög að umhverfisstefnu eru send nefndum í Mosfellsbæ til kynningar og upplýsingar, og er gefinn frestur til 1.júní n.k. til að koma með athugasemdir ef einhverjar eru.
Fjölskyldunefnd lýsir ánægju sinni með framlagða stefnu í umhverfismálum og gerir ekki athugasemdir við hana.
2. Reglur um NPA 2019201905102
Drög að reglum um Notendastýrða persónulega aðstoð NPA
Verkefnastjóri gæða-og þróunarmála kynnti drög að reglum um NPA. Fjölskyldunefnd samþykkir með fimm atkvæðum að fela starfsmönnum fjölskyldusviðs að fara yfir framkomnar athugasemdir og í framhaldi af því að vísa drögunum til umsagnar notendaráðs fatlaðs fólks.
Fundargerðir til staðfestingar
5. Trúnaðarmálafundur 2018-2022 - 1266201905021F
Fundargerð 1266. trúnaðarmálafundar tekin afgreidd á 282. fjölskyldunefndar eins og einstök mál bera með sér.