3. mars 2021 kl. 16:30,
2. hæð Helgafell
Fundinn sátu
- Kolbrún G Þorsteinsdóttir (KGÞ) formaður
- Valgarð Már Jakobsson (VMJ) varaformaður
- Arna Björk Hagalínsdóttir (ABH) aðalmaður
- Elín Anna Gísladóttir (EAG) aðalmaður
- Kolbeinn Helgi Kristjánsson (KHK) varamaður
- Michele Rebora (MR) áheyrnarfulltrúi
- Gerður Pálsdóttir (GP) áheyrnarfulltrúi
- Lísa Sigríður Greipsson áheyrnarfulltrúi
- Kristín Einarsdóttir áheyrnarfulltrúi
- Freyja Leópoldsdóttir (FL) áheyrnarfulltrúi
- Þórunn Ósk Þórarinsdóttir áheyrnarfulltrúi
- Dagný Björk Sævarsdóttir áheyrnarfulltrúi
- Guðbjörg Linda Udengard (LU) framkvæmdastjóri fræðslusviðs
- Gunnhildur María Sæmundsdóttir skólafulltrúi
Fundargerð ritaði
Gunnhildur Sæmundsdóttir skólafulltrúi
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Skóladagatöl 2021-2022202102094
Lagt fram til staðfestingar
Skóladagatal Listaskóla fyrir skólaárið 2021-2022 samþykkt.
Gestir
- Atli Guðlaugsson skólastjóri Listaskóla
2. Skólaþjónusta 2019-2020202103033
Yfirlit yfir skólaþjónustu Mosfellsbæjar 2019-2020
Ársskýrsla skólaþjónustu Mosfellsbæjar skólaárið 2019-20 kynnt og lögð fram. Fræðslunefnd þakkar greinagóða kynningu.
Gestir
- Ragnheiður Axelsdóttir kennsluráðgjafi
3. Snemmtæk íhlutun með áherslu á málþroska og læsi201809254
Kynning á þróunarverkefninum um snemmtæka íhlutun leikskóla
Leikskólar í Mosfellsbæ hafa frá því í september 2018 verið í samstarf við Menntamálastofnun og Ásthildi Bj. Snorradóttur talmeinafræðing um innleiðingu á verkefninu „Snemmtæk íhlutun með áherslu á málþroska og læsi“. Samstarfinu lauk formlega í júní 2020 og afurðin eru handbækur sem innihalda verkferlar og skráningar á málörvun innan hvers leikskóla. Innleiðing á verkefninu er lokið og verkfæri handbókanna eru orðin hluti af starfinu og hafa fest sig í sessi sem hluti af daglegu starfi. Mat á verkefninu er meðal annars miðað við árangur á HLJÓM2, sem er aldursbundin skimun sem er lögð fyrir öll fimm ára börn í leikskólum Mosfellsbæjar.
Fræðslunefnd þakkar leikskólastjórum og starfsfólki leikskólanna fyrir góða og mikilvæga vinnu og ánægjulegt að sjá góðan árangur af verkefninu.
Gestir
- Sveinbjörg Davíðsdóttir leikskólastjóri
4. Breytingar á Höfðabergi, Lágafellsskóla og Huldubergi haustið 2021202103035
Upplýsingar um breytingar á fyrirkomulagi í Huldubergi, Höfðabergi og Lágafellsskóla haustið 2021, kynntar og lagðar fram.