Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða

7. desember 2017 kl. 07:30,
2. hæð Helgafell


Fundinn sátu

  • Hafsteinn Pálsson (HP) formaður
  • Kolbrún G Þorsteinsdóttir (KGÞ) varaformaður
  • Anna Sigríður Guðnadóttir (ASG) aðalmaður
  • Bjarki Bjarnason (BBj) áheyrnarfulltrúi
  • Sigrún H. Pálsdóttir (SHP) áheyrnarfulltrúi
  • Haraldur Sverrisson bæjarstjóri

Fundargerð ritaði

Sigurður Júlíusson


Dagskrá fundar

Almenn erindi

  • 1. Fjár­mög­un skv. fjár­hags­áætlun 2017201703349

    Undirbúningur langtímalántöku í samræmi við fjárhagsáætlun ársins.

    Bæj­ar­ráð Mos­fells­bæj­ar sam­þykk­ir með þrem­ur at­kvæð­um á 1333. fundi að taka lán hjá Lána­sjóði sveit­ar­fé­laga að höf­uð­stól allt að kr. 700.000.000, með loka­gjald­daga þann 5. apríl 2034, í sam­ræmi við skil­mála að lána­samn­ingi sem liggja fyr­ir á fund­in­um í láns­samn­ingi nr. 1712_50 sem bæj­ar­ráð hef­ur kynnt sér.
    Bæj­ar­ráð Mos­fells­bæj­ar sam­þykk­ir að til trygg­ing­ar lán­inu (höf­uð­stól, upp­greiðslu­gjaldi auk vaxta, drátt­ar­vaxta og kostn­að­ar), standa tekj­ur sveit­ar­fé­lags­ins, sbr. heim­ild í 2. mgr. 68. gr. sveit­ar­stjórn­ar­laga nr. 138/2011, nán­ar til­tek­ið út­svar­s­tekj­um sín­um og fram­lög­um til sveit­ar­fé­lags­ins úr Jöfn­un­ar­sjóði sveit­ar­fé­laga.
    Er lán­ið tek­ið til end­ur­fjármögn­un­ar af­borg­ana lána, fjár­mögn­un fram­kvæmda við skóla­mann­virki og fjár­mögn­un á upp­gjöri við Líf­eyr­is­sjóð­inn Brú sem fel­ur í sér að vera verk­efni sem hef­ur al­menna efna­hags­lega þýð­ingu, sbr. 3. gr. laga um stofn­un op­in­bers hluta­fé­lags um Lána­sjóð sveit­ar­fé­laga nr. 150/2006.
    Jafn­framt er Har­aldi Sverris­syni, bæj­ar­stjóra, kt. 141261-7119, veitt fullt og ótak­markað um­boð til þess f.h. Mos­fells­bæj­ar að und­ir­rita láns­samn­ing við Lána­sjóð sveit­ar­fé­laga sbr. fram­an­greint, sem og til þess að móttaka, und­ir­rita og gefa út, og af­henda hvers kyns skjöl, fyr­ir­mæli og til­kynn­ing­ar, sem tengjast lán­töku þess­ari, þ.m.t. beiðni um út­borg­un láns.

    • 2. Upp­bygg­ingaráform Sól­valla201711300

      Framgangur málsins ræddur.

      Til­laga M-lista Íbúa­hreyf­ing­ar­inn­ar
      Bæj­ar­full­trúi Íbúa­hreyf­ing­ar­inn­ar legg­ur til að samn­ingi við Sól­velli heilsu­þorp ehf. verði rift og efnt til hug­mynda­sam­keppni með­al arki­tekta um upp­bygg­ingu á 12 hekt­ara landi Mos­fells­bæj­ar við Sól­velli í Reykja­hverfi. Í kjöl­far­ið verði efnt til út­boðs á grund­velli vinn­ingstil­lögu.
      Skv. að­al­skipu­lagi er lóð­in skil­greind sem svæði fyr­ir þjón­ustu­stofn­an­ir og hót­el. Eng­in fag­leg vinna s.s. þarf­agrein­ing og mat á um­hverfi og stað­setn­ingu ligg­ur þeirri ákvörð­un til grund­vall­ar og kæmu til­lög­ur um ann­ars kon­ar byggð því líka til greina að mati Íbúa­hreyf­ing­ar­inn­ar.
      Hug­mynd­ir Sól­valla heilsu­þorps um upp­bygg­ingu á Sól­vallareit eru spenn­andi og því upp­lagt að fyr­ir­tæk­ið taki þátt í sam­keppn­inni.

      Til­lag­an er felld með þrem­ur at­kvæð­um.

      Bók­un full­trúa V-lista
      Full­trúi vinstri-grænna í bæj­ar­ráði er fylgj­andi því að tekn­ar verði upp við­ræð­ur við fyr­ir­tæk­ið Sól­velli um bygg­ingu heilsu­hót­els í Mos­fells­bæ. Hins­veg­ar er hann ekki hlynnt­ur starf­semi á um­ræddu land­svæði sem bygg­ir á einka­rekstri í heil­brigð­is­þjón­ustu.

      Sam­þykkt með þrem­ur at­kvæð­um að fela bæj­ar­stjóra að fara í við­ræð­ur við Sól­velli heilsu­þorp ehf. um mögu­leg upp­bygg­ingaráform á lóð í landi Sól­valla.

      • 3. Ósk Somos ehf. um stöðu­leyfi fyr­ir vinnu­búð­ir201711064

        Umbeðin umsögn um ósk um stöðuleyfi fyrir starfsmannabúðir til að hýsa erlenda starfsmenn.

        Sam­þykkt með þrem­ur at­kvæð­um að synja ósk Somos ehf. um stöðu­leyfi fyr­ir starfs­manna­búð­ir að Leir­vogstungu­mel­um þar sem slík starf­semi sam­ræm­ist ekki gild­andi deili­skipu­lagi. Jafn­framt sam­þykkt að fela bæj­ar­stjóra að ræða hús­næð­is­mál er­lends starfs­fólks á vett­vangi SSH.

      • 4. Sam­keppni um að­komutákn á bæj­ar­mörk­um201711015

        Lögð er fyrir bæjarráð tillaga um hönnunarsamkeppni vegna merkis á bæjarmörkum þar sem umsjón með samkeppninni verði í höndum menningarmálanefndar

        Sam­þykkt með þrem­ur at­kvæð­um að standa fyr­ir hönn­un­ar­sam­keppni sem hald­in verði í sam­vinnu við Hönn­un­ar­mið­stöð Ís­lands um hönn­un á að­komu­tákn­um/ein­kenn­is­merkj­um á að­komu­leið­um að Mos­fells­bæ í samærmi við fyr­ir­komulag sem lýst er í með­fylgj­andi minn­is­blaði.

      • 5. Ósk um bætta lýs­ingu í Leir­vogstungu201711019

        Umbeðin umsögn frá framkvæmdastjóra umhverfissviðs og umferðarráðgjafa um erindi vegna lýsingar við stoppistöð

        Sam­þykkt með þrem­ur at­kvæð­um að fela fram­kvæmda­stjóra um­hverf­is­sviðs ræða hug­mynd­ir að færslu bið­stöðva í Leir­vogstungu við íbúa­sam­tök Leir­vogstungu og í fram­haldi fari mál­ið til skipu­lags­nefnd­ar.

        Fleira var ekki gert. Fundi slitið kl. 08:56