7. desember 2017 kl. 07:30,
2. hæð Helgafell
Fundinn sátu
- Hafsteinn Pálsson (HP) formaður
- Kolbrún G Þorsteinsdóttir (KGÞ) varaformaður
- Anna Sigríður Guðnadóttir (ASG) aðalmaður
- Bjarki Bjarnason (BBj) áheyrnarfulltrúi
- Sigrún H. Pálsdóttir (SHP) áheyrnarfulltrúi
- Haraldur Sverrisson bæjarstjóri
Fundargerð ritaði
Sigurður Júlíusson
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Fjármögun skv. fjárhagsáætlun 2017201703349
Undirbúningur langtímalántöku í samræmi við fjárhagsáætlun ársins.
Bæjarráð Mosfellsbæjar samþykkir með þremur atkvæðum á 1333. fundi að taka lán hjá Lánasjóði sveitarfélaga að höfuðstól allt að kr. 700.000.000, með lokagjalddaga þann 5. apríl 2034, í samræmi við skilmála að lánasamningi sem liggja fyrir á fundinum í lánssamningi nr. 1712_50 sem bæjarráð hefur kynnt sér.
Bæjarráð Mosfellsbæjar samþykkir að til tryggingar láninu (höfuðstól, uppgreiðslugjaldi auk vaxta, dráttarvaxta og kostnaðar), standa tekjur sveitarfélagsins, sbr. heimild í 2. mgr. 68. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011, nánar tiltekið útsvarstekjum sínum og framlögum til sveitarfélagsins úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga.
Er lánið tekið til endurfjármögnunar afborgana lána, fjármögnun framkvæmda við skólamannvirki og fjármögnun á uppgjöri við Lífeyrissjóðinn Brú sem felur í sér að vera verkefni sem hefur almenna efnahagslega þýðingu, sbr. 3. gr. laga um stofnun opinbers hlutafélags um Lánasjóð sveitarfélaga nr. 150/2006.
Jafnframt er Haraldi Sverrissyni, bæjarstjóra, kt. 141261-7119, veitt fullt og ótakmarkað umboð til þess f.h. Mosfellsbæjar að undirrita lánssamning við Lánasjóð sveitarfélaga sbr. framangreint, sem og til þess að móttaka, undirrita og gefa út, og afhenda hvers kyns skjöl, fyrirmæli og tilkynningar, sem tengjast lántöku þessari, þ.m.t. beiðni um útborgun láns.2. Uppbyggingaráform Sólvalla201711300
Framgangur málsins ræddur.
Tillaga M-lista Íbúahreyfingarinnar
Bæjarfulltrúi Íbúahreyfingarinnar leggur til að samningi við Sólvelli heilsuþorp ehf. verði rift og efnt til hugmyndasamkeppni meðal arkitekta um uppbyggingu á 12 hektara landi Mosfellsbæjar við Sólvelli í Reykjahverfi. Í kjölfarið verði efnt til útboðs á grundvelli vinningstillögu.
Skv. aðalskipulagi er lóðin skilgreind sem svæði fyrir þjónustustofnanir og hótel. Engin fagleg vinna s.s. þarfagreining og mat á umhverfi og staðsetningu liggur þeirri ákvörðun til grundvallar og kæmu tillögur um annars konar byggð því líka til greina að mati Íbúahreyfingarinnar.
Hugmyndir Sólvalla heilsuþorps um uppbyggingu á Sólvallareit eru spennandi og því upplagt að fyrirtækið taki þátt í samkeppninni.Tillagan er felld með þremur atkvæðum.
Bókun fulltrúa V-lista
Fulltrúi vinstri-grænna í bæjarráði er fylgjandi því að teknar verði upp viðræður við fyrirtækið Sólvelli um byggingu heilsuhótels í Mosfellsbæ. Hinsvegar er hann ekki hlynntur starfsemi á umræddu landsvæði sem byggir á einkarekstri í heilbrigðisþjónustu.Samþykkt með þremur atkvæðum að fela bæjarstjóra að fara í viðræður við Sólvelli heilsuþorp ehf. um möguleg uppbyggingaráform á lóð í landi Sólvalla.
3. Ósk Somos ehf. um stöðuleyfi fyrir vinnubúðir201711064
Umbeðin umsögn um ósk um stöðuleyfi fyrir starfsmannabúðir til að hýsa erlenda starfsmenn.
Samþykkt með þremur atkvæðum að synja ósk Somos ehf. um stöðuleyfi fyrir starfsmannabúðir að Leirvogstungumelum þar sem slík starfsemi samræmist ekki gildandi deiliskipulagi. Jafnframt samþykkt að fela bæjarstjóra að ræða húsnæðismál erlends starfsfólks á vettvangi SSH.
- FylgiskjalUmsögn um erindi Somos.pdfFylgiskjalUmsókn um starfsmannabúðir Somos / Yabimo.pdfFylgiskjalArrangement proposal first floor.pdfFylgiskjalA.pdfFylgiskjalArrangement proposal ground floor.pdfFylgiskjalB.pdfFylgiskjalD.pdfFylgiskjalE.pdfFylgiskjalGround floor.pdfFylgiskjalhotel nr 3a.pdfFylgiskjalUpper floor.pdf
4. Samkeppni um aðkomutákn á bæjarmörkum201711015
Lögð er fyrir bæjarráð tillaga um hönnunarsamkeppni vegna merkis á bæjarmörkum þar sem umsjón með samkeppninni verði í höndum menningarmálanefndar
Samþykkt með þremur atkvæðum að standa fyrir hönnunarsamkeppni sem haldin verði í samvinnu við Hönnunarmiðstöð Íslands um hönnun á aðkomutáknum/einkennismerkjum á aðkomuleiðum að Mosfellsbæ í samærmi við fyrirkomulag sem lýst er í meðfylgjandi minnisblaði.
5. Ósk um bætta lýsingu í Leirvogstungu201711019
Umbeðin umsögn frá framkvæmdastjóra umhverfissviðs og umferðarráðgjafa um erindi vegna lýsingar við stoppistöð
Samþykkt með þremur atkvæðum að fela framkvæmdastjóra umhverfissviðs ræða hugmyndir að færslu biðstöðva í Leirvogstungu við íbúasamtök Leirvogstungu og í framhaldi fari málið til skipulagsnefndar.