30. mars 2017 kl. 07:30,
2. hæð Helgafell
Fundinn sátu
- Kolbrún G Þorsteinsdóttir (KGÞ) formaður
- Theódór Kristjánsson (TKr) varaformaður
- Anna Sigríður Guðnadóttir (ASG) aðalmaður
- Bryndís Brynjarsdóttir (BBr) varamaður
- Sigrún H. Pálsdóttir (SHP) áheyrnarfulltrúi
- Haraldur Sverrisson bæjarstjóri
- Sigurður Snædal Júlíusson þjónustu- og samskiptadeild
Fundargerð ritaði
Sigurður Júlíusson
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Umsókn um framkvæmdaleyfi vegna hitaveitu201610006
Viljayfirlýsing vegna hitaveitu í Miðdal.
Samþykkt með þremur atkvæðum að heimila Hitaveitu Mosfellsbæjar að taka yfir viðhald á Miðdalsæð eftir að hún verður tekinn í notkun og innheimta gjöld í samræmi við meðfylgjandi yfirlýsingu.
2. Umsókn um styrk til Orkusjóðs vegna rafhleðslustöðva201610054
Minnisblað umhverfissviðs um uppsetningu rafhleðslustöðva í Mosfellsbæ.
Samþykkt með þremur atkvæðum að stefna að því að kaupa þrjár rafhleðslustöðvar til uppsetningar í Mosfellsbæ og að hefja viðræður við þriðja aðila um rekstur þeirra í samræmi við fyrirkomulag sem lýst er í meðfylgjandi minnisblaði.
3. Umsóknir um styrk til greiðslu fasteignaskatts til félagasamtaka í Mosfellsbæ 2017201702157
Tillögur um styrkveitingar til greiðslu fasteignaskatts lagðar fram.
Samþykkt með þremur atkvæðum að veita styrki til greiðslu fasteignaskatts í samræmi við framlagt minnisblað.
4. Skíðasvæðin - Uppgjör 2016201703339
Uppgjör vegna reksturs og framkvæmda á síðasvæðum höfuðborgarsvæðisins 2016 lagt fram.
Lagt fram.
5. Endurskoðun á rekstri endurvinnslustöðva201703343
Erindi frá SSH vegna endurskoðunar á rekstrarfyrirkomulagi endurvinnslustöðva.
Samþykkt með þremur atkvæðum að Jóhanna B. Hansen, framkvæmdastjóri umhverfissviðs, verði fulltrúi Mosfellsbæjar í starfshópi um endurskoðun á núverandi fyrirkomulagi og restri endurvinnslustöðva sveitarfélaganna.
6. Skreyting hringtorgs201703391
Lögð er fyrir bæjarráð tillaga að skreytingu hringtorgs við Þingvallaveg með kindum frá Ásgarði.
Samþykkt með þremur atkvæðum að vísa erindinu til umsagnar menningarmálanefndar.
7. Umsögn um frumvarp til laga um orlof húsmæðra (afnám laganna)201703192
Umsögn um framkvæmdastjóra fjölskyldusviðs lögð fram.
Samþykkt með þremur atkvæðum að fela framkvæmdastjóra fjölskyldusviðs að senda umsögn í samræmi við framlagt minnisblað.
8. Fossatunga, Gatnagerð í Leirvogstungu201606158
Óskað er heimildar bæjarráðs til þess að hefja viðræður við Kiwanisfélagið um færslu Kiwanishússins í Leirvogstungu.
Samþykkt með þremur atkvæðum að heimila bæjarstjóra að hefja viðræður við Kiwanisklúbbinn Mosfell um færslu Kiwanishússins í Leirvogstungu.
9. Erindi Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu varðandi tillögu að eigendasamkomulagi um Sorpu bs.201310271
Lögð fyrir bæjarráð fundargerð stýrihóps til kynningar sem tengjast framgangi Eigendasamkomulags.
Bæjarráð tekur undir þær athugasemdir sem fram koma í framlagðri fundargerð stýrihóps um framkvæmd eigendasamkomulags um gas- og jarðgerðarstöð SORPU bs.
10. Ársreikningur Mosfellsbæjar 2016201701283
Kynning á stöðu vinnu við gerð ársreiknings. Gögn lögð fram á fundinum.
Á fundinn undir þessum lið mættu Pétur J. Lockton, fjármálastjóri, Magnús Jónsson (MJ) og Sigurður Rúnar Pálsson (SRP) frá KPMG, mættu á fundinn undir þessum lið.
Farið var yfir stöðu vinnu við gerð ársreiknings.
11. Ósk um lækkun gatnagerðargjalda201703394
Ósk um lækkun gatnagerðargjalda af lóðum nr. 21, 23, 23A og 31 við Reykjahvol.
Frestað.
12. Erindi Sigrúnar Pálsdóttur - Sjúkahús að Sólvöllum201703407
Óskað er eftir erindi á dagskrá um hvaða lagalegu áhrif ákvörðun heilbrigðisráðherra hefur á samninga um lóðaúthlutun og byggingu einkasjúkrahúss að Sólvöllum í Mosfellsbæ.
Frestað.